Vikan


Vikan - 09.11.1999, Page 4

Vikan - 09.11.1999, Page 4
lesandi... Tími fyrir þig og þína Er ekki alltafverið að segja okkur að lífs- gœðirt séu að aukast? Er ekki verið að segja okkur að vinnudagurinn eigi að styttast, starfsœvin eigi að styttast, og að fólk eigi að geta lifað af dagvinnulaunum? Hvernig stendurþá á því að enginn má vera að því lengur að eiga samfélag við aðra? Það er einfaldlega vegna þess að dag- vinnulaun venjulegs fólks duga ekki fyrir framfœrslu heimilis ogfólk leggur það á sig að vinna allt ofmikið til að hafa það þokkalegt. Það er ekki svo ýkja langt síðan konur máttu vera að því að stunda handavinnu, lesa bœkur (og það margar) og gera sitt- hvað sem þœr kusu sér sjálfar. Fólk átti frístundir. Þegar ég var krakki hittust kon- urnar í hverfinu reglulega í morgunkaffi hver hjá annarri og spjölluðu yfir kaffi- bolla. Eg efast um að margar konur geri það lengur. Að vísu koma samskipti á vinnustað stundum í staðinn fyrir þessi tengsl, en það er alltafhœtt við að vinnu- staðasamskipti verði ekki eins náin og persónuleg. Tímaskorturinn er þó sorglegastur þegar við hugsum um œttarböndin. Þau eru sí- fellt að dofna og oft heyrir maður talað um að œttingjar hittist varla nema í brúð- kaupsveislum eða við jarðarfarir. Við þurfum að gœta að okkur. Sérstaða íslendinga, þessi nánu tengsl milli manna, mega ekki hverfa. Við verðum að reyna að halda í œttartengslin, vinaböndin og samhygðina. Við verðum að gæta þess að börnin okkar festist ekki fyrir framan sjónvarpsskjáinn eða tölvuna og missi af þessum dýrmœtu tengslum við annað fólk. Eina leiðin til að gera það er að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig og sína, raða í for- gangsröð og setjafólk í fyrsta sœti,- sitt fólk. Við getum byrjað heima, það er hœgt að auka samskiptin með því að beina krökk- unum inn á sín eigin áhugamál og sýna þeirra áhugamálum lifandi áhuga, fá þau til að taka þátt í samrœðum um það sem er að gerast í kringum okkur, ráða með sér krossgátuna eða svara Hver veit? í Vikunni eða hvað sem er. I þessu blaði er einstakt efni til að rœkta fjölskylduböndin. Hér er komið blað með hugmyndum og verklýsingum að föndr- inu fyrir jólin. Eitthvað sem allir geta komið að á einhvern hátt. Auk þess er mikið af skemmtilegu lesefni sem er tilvalið umræðuefni innan fjöl- skyldunnar. Flettu bara og sjáðu, hér er örugglega eitthvað sem þú gœtir vel hugs- að þér að deila með þeim sem þér þykir vœnt um Njóttu Vikunnar Jóhanna Harðardóttir y Nei, ég má bara því miður ekki vera að því“ Hversu oft segjum við þetta ekki sjálf? Og hve oft heyrum við ekki góða vini eða œtt- ingja segja þetta? Við megum ekki vera að því að heim- sœkja kunningjana, setjast niður og tala saman eða bara hreinlega slaka á í nœði. Mér finnst þetta reyndar furðulegt þegar ég hugsa til þess. Steingerður Hrund Steinars- Hauksdóttir dóttir blaðamaður blaðamaður Margrét V. Ingunn B. Helgadóttir Sigurjóns- blaðamaður dóttir auglýsinga stjóri Anna B. Guðmundur Þorsteins- Ragnar dóttir Steingrímsson auglýsinga- Grafískur stjóri hönnuður Ritstjóri Jóhanna G. Harðardóttir vikan@frodi.is Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnar-formaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdastjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsinga- stjórar Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrímsson Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli 389 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.