Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 8
Herdís að-
stoðar Sig-
rúnu Maríu
við heimalær-
dóininn en
hún var að
hcfja skóla-
göngu núna í
haust. Sigrún
María fetar í
fótspor
niöniniu og er
þegar byrjuð
að æfa fim-
leika.
mísmmm
kvennaboltanum í samanburði
við karlana. Það eru í mesta lagi
tvö til þrjú ár síðan félögin fóru að
reyna að létta undir með okkur
og við erum örfáar sem fáum slfk
tilboð. Þetta er nú sem betur fer
aðeins að breytast."
Þoli ekki að tapa
Hvaða eiginleikar hafa komið
þér á toppinn?
„Ég er með brjálað keppnis-
skap, ég geri nú sjálf grín að því
að ég get ekki spilað við dóttur
mína. Ég þoli hreinlega ekki að
tapa. Ég er líka haldin brjálæðis-
legri fullkomnunaráráttu. Þegar á
móti blæs ríkir sú hugsun hjá mér
að ég verði bara að harka af mér.
Á meðan ég spilaði handbolta
upplifði ég aldrei þá stund að vilja
hætta. Aldrei nokkurn tímann. Ég
þekki ekkert annað líf en það
sem tengist íþróttum. Ég er ekki
einn af þessum „heppnu" íþrótta-
mönnum, ég hef slasast töluvert
en það hefur aldrei hvarflað að
mér að hætta.
Foreldrar mínir gáfu okkur
systkinunum ekkert færi á á vera
með væl, við lærðum að harka af
okkur. Við komum kannski heim
með brotin bein en þau fóru með
okkur upp á slysavarðstofu dag-
inn eftir. Fjölskylda mín hefur veitt
mér ómetanlegan stuðning í
gegnum árin. Ég held að margir
foreldrar geri sér ekki grein fyrir
hversu mikilvægur stuðningur
þeirra er þegar börn og unglingar
stunda íþróttir."
Einn afdrifaríkasti landsleikur
sem Herdís hefur spilað var leik-
ur við Rússa í janúar á þessu ári.
Hún hafði verið slæm í fætinum
en samkvæmt mati sjúkraþjálf-
ara, þjálfara og lækna mátti hún
spila leikina. Leiknir voru tveir
landsleikir, sá fyrri á laugardegi
og þar stóð Herdís í ströngu sem
fyrirliði. Á sunnudeginum tók hún
á móti viðurkenningu sem íþrótta-
maður Garðabæjar og mætti þar
hölt til leiks. Skyldan kallaði og
því þurfti Herdís að hverfa úr eig-
in hófi til að spila landsleik. Ein-
ungis tuttugu sekúndur voru liðn-
ar af leiknum þegar hásinin slitn-
aði og Herdís yfirgaf íþróttahúsið
á sjúkrabörum. Handknatt-
leiksunnendum fannst sárt að
horfa upp á fyrirliðann borinn
slasaðan af vellinum en töldu víst
að hann kæmi tvíelfdur til leiks
innan skamms. Herdfs var drifin í
aðgerð sama kvöld og sinin var
sett saman.
„Ég losnaði úr gipsi eftirtvo
mánuði og hóf mína endurþjálf-
un. Ég svaraði öllum sem spurðu
mig hvernig ég hefði það „Ég hef
það fínt og ætla að koma aftur og
verða best!" Ég æfði eins og
brjálæðingur á þessum tíma,
harðákveðin í að hlaupa aftur inn
á völlinn. Þegar ég var búin að
vera tvo mánuði í endurþjálfun,
og fjórir mánuðir liðnir frá þvf að
slysið átti sér stað, var orðið Ijóst
að ekki var allt með felldu."
Drep komið i fótinn
„Ég var orðin mjög siæm í fæt-
inum á þessum tíma. Læknirinn
minn vildi að ég færi í aðra að-
gerð sem gæti orðið nokkuð stór.
Eftir uppskurðin frétti ég svo að
aðgerðin hefði verið mjög stór.
Drep hafði komist í sinina og
eyðilagt hana að miklu leyti. Það
var mikið mál að púsla sininni
saman. Ég fór aftur í gips í tvo
mánuði og fékk svo gönguspelku
sem ég var í fram í september.
Læknirinn gaf mér leyfi til að fara
úr spelkunni heima en ég var
mjög rög við að fara úr henni.
Spelkan veitti mér svo mikla ör-
yggiskennd. Ég fylgdi fyrirmælum
læknisins alveg til hins ýtrasta.
Það var svo eitt kvöldið að ég
stóð inni á baði í sakleysi mfnu
með spelkuna á fætinum og áður
en ég vissi af fékk ég sáran verk í
fótinn. Tilfinningin er svipuð og
einhver sé að sparka aftan í
mann og ég leit aftur fyrir mig en
þar var enginn. Þá vissi ég að sin-
in hafði slitnað aftur. Tveimur dög-
um síðar frétti ég að þetta væri
bara búið spil. Sinin er ónýt og
ekkert hægt að gera. í dag er
annar kálfavöðvinn á mér óvirkur
og ég geng um á vöðvunum fram-
an á leggnum. Það er búið að
skera mig tvisvar og drepið sem
komst í sinina er með því versta
sem gerist innvortis.
Þrátt fyrir nútímatækni virðist
eins og ekkert sé hægt að gera til
að laga sinina. Það er ekki nóg
með að ég geti aldrei spilað hand-
bolta, ég get ekki einu sinni farið
út í göngutúr með barninu mínu
án þess að kenna mikið til. Það
var ekki bara heilsan sem fór
heldur allt mitt lífsmynstur.
Ég er búin að ræða mikið við
lækninn minn og núna hef ég um
tvo slæma kosti að velja. Sá fyrri
er að gera ekkert, vera áfram
eins og ég er í dag, ég gæti
kannski lagast örlítið. Hinn kost-
urinn er að fara f aðgerð.
Ef hún tekst vel gæti ég orðið
töluvert betri en ég er í dag, ég
gæti ef til vill gengið óhölt. Ef illa
gengur gæti ég orðið miklu verri
en ég er í dag. Ef drepið hefði
ekki komist í sinina þá væri hægt
að laga þetta. Af því að það þurfti
að gera svona mikið í aðgerð
númer tvö þá er vfst ekkert hægt
að gera núna. Ef ég færi í þriðju
aðgerðina þá verður hún svo stór
og margt sem þarf að ganga upp
tii að vel til takist. Ef að illa geng-
ur, eða líkami minn bregst ekki
rétt við, þá er áhættan svo mikil.
Mér finnst ég ekki eiga margra
kosta völ en ég get ekki tekið
þessa ákvörðun ein og óstudd.
Ég ætla að taka hana í samráði
við lækna og sjúkraþjálfara en
auðvitað verð ég að vera fullkom-
lega sátt við hana.
Heimilislífið hjá okkur hefur
gjörbreyst eftir þetta. Lífið snerist
algjörlega um íþróttir. Maðurinn
minn er knattspyrnuþjálfari en
hann mætti ásamt dóttur okkar á
alla leiki sem ég spilaði. Frá því
dóttir mín fæddist hefur hún mætt
með mér á nánast hverja einustu
æfingu þar sem við höfðum barn-
fóstru á æfingunum. Hennar líf
snerist að miklu leyti um hand-
boltann. Ég erstundum með
samviskubit yfir að hafa tekið
þetta frá henni. Ég held að henni
finnist þetta jafn erfitt og mér. Eitt
kvöldið sátum við hérna saman
uppi í sófa og þá spurði hún al-
veg upp úr þurru: „Oh, mamma,
af hverju varstu að spila þessa
Rússaieiki!"
Þessi óvissa er alveg að fara
með mig, ég veit ekkert hvernig
fóturinn á mér verður í framtíð-
inni. Þetta er svo gríðarlega mikil
8 Vikan
„ Ég var fyrírliði íslenska landsliðsíns í bessum leík og í langan tíma á
eftír leíð mér eins og slysið væri litið sömu augum og ef bolti hefði
sprungið á æfingu. Ég hef oft hugsað með mér hvort viðbrögðin væru
hau sömu ef Geir Sveinsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta
hefði burft að glíma við hað sama og égP"