Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 10
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Mary Pinchot Meyer var hæfileikaríkur listamaður en jafnframt glæsileg sam- kvæmisdama meðal fína fólksins í Washington. Sára- fáir vissu að hún var einnig ástkona John F. Kennedy's Bandaríkjaforseta og aðeins örfáum vikum eftir að hann var myrtur var hún skotin um hábjartan dag nálægt heimili sínu í einu af fínustu hverfum Washington D C. Það var þann 12. októ- ber 1964 að Mary Pinchot Meyer gekk út úr vinnustofu sinni til að fá sér ferskt loft og ganga ofurlítið í sólskininu. Hún gekk meðfram C&O skurðinum líkt og hún hafði gert á hverjum degi í mörg ár. Síðar um daginn fannst Mary látin á göngustígn- um með kúlu í brjóstinu og aðra í höfðinu. Réttarlæknirinn taldi að hún hefði látist sam- stundis. Skammt frá staðnum þar sem líkið lá fannst varalitur, blár hnappur og dökkköflótt derhúfa. Enn þann dag í dag velta menn því fyrir sér hvort um tilviljun hafi verið að ræða eða hvort rnorðið á Mary sé á einhvern hátt tengt morðinu á forsetanum. Þegar morðið var framið átti vörubílstjóri Ieið um veginn fyr- ir ofan skurðinn. Hann heyrði konu hrópa og stöðvaði bíl sinn. Þegar hann var á leið út úr bílnum kváðu við tvö byssu- skot. Hann hljóp að steinsteypt- um vegg við þjóðveginn og leit niður á stíginn. Hann sá svartan mann beygja sig yfir hvíta konu sem lá á jörðinni. Nokkru síðar var Raymond Crump handtek- inn, grunaður um morðið. Lög- reglunni tókst hins vegar ekki að afla nægra sönnunargagna og hann var sýknaður fyrir rétti. Vörubílstjórinn taldi að Raymond hefði verið maðurinn sem hann sá en lýsing hans passaði ekki fyllilega við Raymond og lögfræðingarnir töldu að fjarlægðin frá staðnum þar sem hann stóð að morð- staðnum væri of mikil til að Kennedys hann gæti hafa séð manninn nægilega vel til að þekkja hann aftur. Berorðar ástarfarslýsingar Aðeins örfáir nánir vinir Mary vissu að hún átti í ástar- sambandi við John F. Kennedy og það var á vitorði enn færri að hún hélt dagbók sem tíund- aði í smáatriðum fundi þeirra tveggja. Við réttarhöldin kom það aldrei fram og almenningur vissi ekki fyrr en mörgum árurn seinna að systir Mary og maður hennar höfðu farið inn á vinnu- stofu hennar nokkrum dögum eftir að hún var myrt og tekið dagbókina í sína vörslu. Benjanrín Bradlee sem var ritstjóri Washington Post þegar Watergate hneykslið dundi yfir, var mágur Mary. Hann segir í ævisögu sinni A Good Life, að Anne Truitt, besta vinkona Mary, hafi hringt í sig frá Tokýó og beðið sig að sækja dagbók- ina. Anne sagði að Mary hefði sjálf beðið sig að koma bókinni undan, kæmi eitthvað fyrir. Anne gaf hins vegar aldrei neina skýringu á því sem varla getur verið talið annað en hug- boð af hálfu vinkonu hennar. í bók sinni segir Bradlee að hann og kona hans hafi farið til að leita að dagbókinni. Þegar þau komu heim til Mary var þar fyrir sömu erinda, James Angleton, starfsmaður CIA og hafði hann þvingað upp lásinn til að komast inn. „Okkur fannst vægast sagt furðulegt að rekast á hann þarna," segir Bradley í bókinni en kona Angletons Cicely var einnig náin vinkona Mary svo hugsan- lega hafði hún beðið hann að fara. Síðar um daginn ákváðu Bradlee og Tony kona hans að leita einnig í vinnustofunni sem var fyrir aftan húsið þar sem Mary bjó. Sagan endurtók sig þegar þangað kom. Angleton var þar fyrir og var að þessu sinni að dunda við að brjóta upp lásinn. Hann flýtti sér strax vandræðalegur burt þegar Bradlee hjónin komu á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.