Vikan - 09.11.1999, Qupperneq 20
Hefurðu gaman af að ferð-
ast? Ertu lagin í mannlegum
samskiptum? Viltu hækka
launin þín um 100-200.000,
á mánuði? Hver myndi ekki
svara þessum spurningum
játandi? Það eru sárafáir
sem ekki hafa gaman af að
ferðast, flest teljum við okk-
ur nokkuð lunkin í mannleg-
um samskiptum og varla eru
margir til sem ekki gætu
þegið jafn hressilega launa-
hækkun og þarna er í boði.
En kannist þið við þessar
setningar? Jú, alveg rétt
þær eru teknar úr atvinnu-
auglýsingum í sunnudags-
blaði Moggans og hér kemur
ein: Ertu metnaðar-
gjarn/gjörn? Elskarðu að
ferðast? Ertu samviskusam-
ur/söm og áreiðanleg/ur en
ert ekki með þau laun sem
þú vildir hafa? Viltu geta
vaxið með fyrirtæki í sífelld-
um vexti á heimsmæli-
kvarða? Ef þetta á við þig,
hafðu þá samband i
sima......Þekking á inter-
neti og tungumálum mjög
æskileg.
Hvað er að baki
stóru orðanna í
þessum auglýs-
ingum? Nokkrir
einstaklingar
sem sent hafa inn umsóknir
.■g hafa orðið fyrir verulegum von-
brigðum. Stundum er um að
fjj ræða Herbalife-sölumenn sem
•£ eru í leit að undirverktökum.
(1)
JJ Alþjóðlegu fyrirtækin reynast
g snyrtivörufyrirtæki eða fram-
“g leiðendur hreingerningavara
g, sem vantar sölumenn í heima-
•E kynningar. Ferðalögin eru sölu-
S ferðir um landið sem ætlast er
« til að starfsmaðurinn kosti sjálf-
í ur, kauphækkunin er háð sölu
H en allir lofa að hundrað þúsund
Ertu
á uinnumarkaði
kallinn sé tryggur nenni menn
bara að vinna örlítið. Þeir sem
reyna sig komast hins vegar
fljótt að því að margar og oft
erfiðar vinnustundir þarf til að
ná markinu.
í flestum tilfellum eru starfs-
menn verktakar og þurfa að
standa straum af öllum iauna-
tengdum gjöldum og vinna sína
pappírsvinnu sjálfir. Margir
hafa einfaldlega ekki áhuga á
að taka slíkt á sig og vildu þess
vegna gjarnan losna við fyrir-
höfnina af að setja saman um-
sókn og senda inn til þess eins
að afþakka starfið þegar menn
hringja og bjóða viðtöl.
Herbalife sameinar
sundraðar fjölskyldur
„Tvisvar hef ég sent inn svar
við auglýsingu þar sem beðið er
um starfsmann í stjórnunar-
stöðu sem getur unnið sjálfstætt
og er lagin í mannlegum sam-
skiptum," segir tuttugu og sex
ára kona með víðtæka og góða
reynslu af ritarastörfum. „f
bæði skiptin var Herbalife sölu-
maður að leita að undirverk-
taka. Stjórnunarhlið starfsins
var sjálfsagt aginn sem mér var
ætlað að hafa á sjálfri mér.
I fyrra sinnið varð ég bara
pirruð en í það síðara öskureið
því viðkomandi maður lét mig
ekki í friði í nokkurn tíma á eft-
ir. Hringdi hvað eftir annað tii
að reyna að telja mig á að taka
þetta að mér og tíundaði enda-
laust þá gullnu framtíð sem átti
að bíða mín eftir að ég tæki að
mér að pranga Herbalife inn á
fólk. Hann bauð mér á kynn-
ingarfundi og sagði ótal sögur
af þakklátum ættingjum sölu-
manna sem keypt höfðu Her-
balife af fjölskyldumeðlimi. Á
honum var helst að skilja að
orðinn of gamall/gömul í starfið?
það gæti fært sundraðar fjöl-
skyldur saman að setja alla á
Herbalife. Eg marg sagði hon-
um að ég hefði ekki áhuga,
hefði enga trú á efninu og teldi
það síst vænlegt til vinsælda
meðal minna ættingja að troða
upp á þá rándýrum vörum sem
ég sjálf álít skottulækningar.
En þar með er ekki öll mín
raunasaga sögð. Ég sótti einnig
um starf ritara á lögfræðistofu
hér í bæ og var boðuð í viðtal. í
auglýsingunni var sagt að góð
laun væru í boði fyrir réttan að-
ila og að um stjórnunarstarf
væri að ræða. Þegar farið var að
ræða urn launin kom í ljós að
þau voru talsvert lægri en það
kaup sem ég hef á opinberri
stofnun og auk þess var ætlast
til þess að ég sæi um kaffistofu
fyrirtækisins og ræstingar. Ein
stúlka vann við bókhald á skrif-
stofunni og átti ég að stjórna
samskiptum við hana. Af ein-
hverjum ástæðum afþakkaði ég
þetta."
Erfitt að fá upplýsingar
um kaup og kjör
En það eru ekki bara auglýs-
ingar fyrirtækja sem geta verið
villandi. Ymsir telja sig hafa
sönnur fyrir því að ráðningar-
þjónustur auðveldi atvinnurek-
endum að fá gott starfsfólk fyrir
eins lítið kaup og mögulegt er.
Fólk kvartar undan því að erfitt
sé að fá upplýsingar um þau
störf sem auglýst séu vegna
þess að ráðningarþjónustur telji
sig bundnar trúnaði og að verst
sé það viðureignar þegar ræða á
kaup og kjör. Yfirleitt er það
ekki rætt fyrr en í viðtali og þá
er viðmælandinn iðulega feng-
inn til að leggja sjálfur mat á
sanngjarnt kaup. Þetta skapar
mikinn vanda því umsækjandi
tekur þá áhættu að vera hafnað
vegna óhóflegra launakrafna en
ef hann nefnir lægri tölu en
nemur þeim launum sem þegar
eru greidd fyrir starfið er hann
iðulega ráðinn á þeim kjörurn
og með mun lægra kaup en fyr-
irrennari hans í starfi.
„Ég vil frekar vita fyrirfram
hvaða kaup er í boði en að
þurfa að spyrja um það í viðtali
við væntanlegan atvinnuveit-
anda," segir þrítugur viðskipta-
fræðingur. „Það virðist þó vera
að flestir atvinnurekendur vilji
endilega að þú nefnir tölu sem
þú teljir við hæfi, jafnvel þótt
um sé að ræða opinberar stofn-
anir þar sem kaup er fyrirfram
ákveðið. Ég tel að þetta sé með
ráðum gert vegna þess að kon-
ur hafa tilhneigingu til að van-
meta sjálfar sig og þarna sjá at-
vinnurekendur sér leik á borði
að lækka kaupið ef viðkomandi
er ekki nógu harður."
Flestir umsækjendur sem
leita til ráðningarþjónustu reka
sig einnig á það að ekki er nóg
að vera á skrá hjá þeim. Um-
sókn getur legið inni mánuðum
saman án þess að nokkuð sé að-
hafst í málum umsækjandans og
sé auglýst starf á vegum þjón-
ustunnar sem hann telur henta
sér verður hann sjálfur að
ganga eftir því að dustað sé ryk-
ið af umsókninni og hún fái að
fljóta með í bunkann.