Vikan


Vikan - 09.11.1999, Page 21

Vikan - 09.11.1999, Page 21
Of gamall til að fá að vera með „Fyrir fjórum árum ákvað ég að fara í námsleyfi," segir fjöru- tíu og níu ára rekstrarfræðing- ur. „Ég hef mikinn áhuga á tölvum og öllu sem tengist þeim og hef unnið mikið með þau tæki og nú taldi ég kominn tíma til að fá próf upp á það að ég kynni með þau að fara. Námið átti að taka tvö ár og ég sagði því upp ágætu starfi sem ég var í og hélt til Bandaríkjanna. Fljótlega sá ég þó að ég gæti klárað árin tvö á einu ári með því að taka sumarnámskeið sem boðið var upp á og kláraði því haustið eftir að ég byrjaði. Þegar ég kom til baka var mér boðið gamla starfið en mig langaði svolítið að breyta til svo ég skráði mig á nokkrum ráðn- ingarstofum og tók að mér lausaverkefni á meðan ég beið þess að draumastarfið ræki á fjörur mínar. Ég sá svo tvisvar með örstuttu millibili auglýst á vegum ákveðinnar ráðningar- stofu þar sem ég var á skrá störf sem ég taldi að hentuðu mér ákaflega vel, bæði vegna fyrri reynslu og þeirrar sérhæfingar sem ég nú hafði aflað mér. Ég hringdi inn í bæði skiptin og var fullvissaður um að mín umsókn yrði send inn. Nú vildi svo til að ég þekkti til í báðum fyrirtækjunum sem voru að leita eftir starfsmanni og var því nokkuð viss um að mér yrði í það minnsta boðið viðtal. Þegar það varð ekki hringdi ég í kunningja mína á báðum stöðum og fékk þá að vita að í hvorugt skiptið hafði umsóknin mín skilað sér inn á borð starfsmannastjóra. Ég sneri mér til ráðingarþjónust- unnar og var langt frá því blíður og að sjálfsögðu færðust menn undan og sögðu að um mistök hefði verið að ræða. Ég sætti mig ekki við þá skýringu þar sem ég hafði sjálfur gengið eftir því að umsókn mín færi til beggja fyrirtækja. Ég er sann- færður um að fulltrúinn taldi mig of gamlan til að henta í þessi störf. Starfsmannastjóri annars fyrirtækisins var hins að vera breytileg. Það er ekki óalgengt að laun séu rædd á síð- ari stigum ráðningarferlisins og þá í viðtölum milli atvinnurek- anda og umsækjanda. Ég tel að almennt séu atvinnurekendur tilbúnir að borga góð laun fyrir gott fólk. Þótt við getum ekki gefið nákvæmar upplýsingar um laun getum við oft gefið hugmyndir á einhverju ákveðnu bili en það er ekkert samsæri í gangi." „Menn verða að vera meðvit- aðir um að ráðningarskrifstofur eru að þjónusta fyrirtækin," segir Benjamín. „Þau borga okkur fyrir þjónustuna. Sem betur fer fara hagsmunir fyrir- tækjanna og umsækjenda langoftast saman. Það kann að koma fyrir að fólk sé ráðið inn á lægri launum en fyrirrennarar þess í starfi en þá getur verið að fyrirtækið hafi verið að einfalda og breyta starfinu og því kosið að ráða í það ódýrari starfs- kraft. Einnig er hugsanlegt að atvinnurekandinn hafi talið sig vera að borga of mikið fyrir starfið. Þegar atvinnurekandi biður umsækjanda að nefna launahugmyndir er hann að reyna að forðast að ráða inn manneskju sem telur sig of lágt launaða. Fæstir vilja ráða manneskju með launavæntingar langt yfir því sem þeir eru til- búnir að borga fyrir starfið. En það er einnig hugsanlegt að at- vinnurekandinn skoði það hvort hann telur starfskraftinn nægilega verðmætan til að hækka launin.“ vegar ósammála því ég fékk aðra þessa stöðu eftir að hafa sjálfur hringt í hann." Fólk á öllum aldri getur fengið vinnu Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Ráðgarði er ekki sammála því að fólk sé flokkað eftir aldri. Hún segir það sína reynslu að fólk á öllum aldri geti fengið vinnu. Það kunni að taka ögn lengri tíma í sumum tilfellum fyrir þá sem eldri eru en allir fái starf að lokum. „Ef fólk hefur góða reynslu og góð með- mæli eru því allir vegir færir bæði konum og körlum," segir Auður. „Maður hefur heyrt um þetta talað að fólki finnist því hafnað eftir ákveðinn aldur en ég er alveg ósammála því." Benjamín Axel Árnason hjá Ábendi tekur undir orð Auðar en bendir á að oft óski atvinnurekendur eftir fólki á ákveðnum aldri. „Það er fráleitt að við höldum umsóknum eftir vegna þess að við teljum umsækjendur of gamla," segir Benjamín. „Hins vegar geta verið einstök störf þar sem atvinnurekandi óskar til að mynda eftir karlmanni á aldrinum 35-40 ára og þá vinn- um við út frá þeim forsendum en allt eins getur komið upp á að óskað sé eftir manneskju yfir fjörutíu og fimm ára." Hvað segja þau þá um að ráðningaskrifstofur aðstoði at- vinnurekendur við að halda launum niðri? „Stundum getum við einfald- lega ekki veitt upplýsingar um þau laun sem greidd eru fyrir starf," segir Auður. „Við höfum ekki í höndunum launataxta og menntun, reynsla og annar bak- grunnur umsækjandans gerir það að verkum að laun kunna Vika n 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.