Vikan


Vikan - 09.11.1999, Side 23

Vikan - 09.11.1999, Side 23
sjaldnast er hægt að tala við af neinu viti og illa skemmd af drykkju. Sú gamla hafði sjálf lent í því að börn hennar voru nokkrum sinnum tekin af henni og send í fóstur og hún var sko ekki á þeim buxunum að að- stoða nasista sem ætlaði að beita aðferðum hins opinbera við að skilja móður frá börnum sínum. í nokkurn tíma leituðum við fregna af því hvar sambýliskona mín væri niðurkomin með krakkana en þegar frá leið ákváðum við að láta kyrrt liggja. Ég fór að áeggjan pabba og mömmu í nám úti í Dan- mörku árið eftir og ílengdist þar í fimm ár. Tveimur árum eftir að ég fór utan kom krafa um tvöfalt meðlag frá barns- móður minni og ég reyndi þá að ná sambandi við hana en hún var ekki skráð með neitt fast heimilisfang var eingöngu með pósthólf. Hún hafði augljóslega frétt að mér gengi vel og ég hefði orðið mun hærri tekjur en áður. Upplýsingar sem hún hafði gefið yfirvöldum báru vitni um það. Ég skrifaði henni í pósthólfið lofaði að borga það meðlag sem hún fór fram á ef hún leyfði mér að hitta börnin og taka upp samband við þau. Ég sór og sárt við lagði að ég myndi aldrei svipta þau móður sinni og hót- un mín fyrr á árum hefði verið orð sögð í fljótræði og reiði. Ég fékk ekkert svar frá henni sjálfri við bréfinu en móðir hennar hringdi í mig og til- kynnti mér að börnin fengju aldrei að heimsækja mig til Danmerkur en ég mætti hitta þau einhverja stund ef ég kæmi heim. Þegar ég fór í sumarfrí það árið fékk ég svo að hitta börnin mín heima hjá móðurömmu þeirra. Þær mæðgur sátu allan tímann inni í stofunni og höfðu ekki af okkur augun. Börnin þekktu mig ekki enda það ung þegar við skildum að ég vissi að engin von var til þess að þau myndu eftir mér svo löngu síð- ar. Ég gerði þó mitt besta til að Le heim til íslands og nú brá svo við að varla hafði flugvélin lent þeg- ar barnsmóðir mín hringdi og krafðist þess að ég umgengist börnin og tæki þau aðra hverja helgi eins og lög gerðu ráð fyrir að hennar sögn. Við hjónin áttum orðið eitt barn saman og von var á öðru og vildum gjarnan að börnin okkar kynntust eldri systkinum skaut óspart af og hann klifraði upp á öll húsþök í nágrenninu þar sem hann fór sér margoft að voða. Hann gekk í skrokk á systur sinni hvenær sem honum sýndist og hikaði ekki við að berja stjúpmóður sína. Hann þorði ekki að lyfta hönd á móti mér en svaraði mér fullum hálsi ef ég reyndi að aga hann. Við leituðum hjálpar og komumst að því að börnin höfðu verið undir eftirliti barna- verndarnefndar úti á landi þar sem þau bjuggu meðan ég fékk Ég sór og sárt við lagði að ég myndi aldrei svipta þau móður sinni og hótun mín fyrr á árum hefðu verið orð sögð í fljótræði og reiði. Fyrstu heimsóknirnar voru kvalræði og ekki skánaði ástandið. Börnin mín af fyrra sambandi voru gersamlega óöguð og kunnu tæplega venju- legar umgengnisreglur. Þau voru alltaf skítug og klædd verstu tuskum þegar þau komu til okk- ar og margoft fórum við og keyptum á þau eitt- hvað nýtt. Það var hins vegar eins og við mann- inn mælt þegar það kom frá móður þeirra í næstu heimsókn var það ónýtt. Flíkin hafði litast af öðru í þvotti, hlaupið, var sundurrifin eða ötuð blettum sem ekki var hægt að ná úr. Krakkarnir sátu aldrei kyrr við matarborðið meðan á máltíð stóð heldur hlupu um alla ná til þeirra og þær mæðgur leyfðu mér svo náðarsamlegast að fá börnin tvisvar sinnum yfir helgi áður en ég fór heim. Verð sennilega aldrei náinn þessum börnum mínum Ég kynntist annarri konu meðan ég var í náminu og við bjuggum saman meðan ég var í námi og giftum okkur þegar ég útskrifaðist. Eftir fimm ára bú- setu í Danmörku fluttum við íbúð og gripu með sér mat af disknum sem þau átu á hlaup- um. Þau neituðu að bursta tenn- ur og það varð bókstaflega að slást við þau til að fá þau til að gera það. Ótal margt fleira get ég nefnt sem hreinlega nísti mig inn að innstu hjartarótum þegar ég tók upp samskipti við þessi elstu börn mín að nýju. Dreng- urinn minn var einfaldlega gjör- samlega óviðráðanlegur. Hann átti margar gerðir heimatilbú- inna baunabyssa sem hann ekki að sjá þau og einhvers kon- ar fjölskyldumeðferð var í gangi hjá Félagsmálastofnun hér. Ég og kona mín gengum inn í þá meðferð og reyndum að hjálpa eftir fremsta megni. Um þessar mundir hefur ástandið lagast töluvert en það er langt í land enn. Mér finnst ég ekki ná til þessara barna á nokkurn hátt og á tæpilega von á að við verðum nokkurn tíma náin. Kannski gerði ég mistök að leita þeirra ekki stífar en mér fannst á þeim tíma að ef ég blandaði lögreglu eða öðrum yfirvöldum í málið gerði það illt verra. Verst af öllu þykir mér þó að rnóðir barn- anna bar það út að ég hefði ekki áhuga á að skipta mér af þeim og vildi ekkert af þeim vita. Hún sagði mig hafa flutt af landi brott til að losna við börnin og það var tekið gott og gilt af barnaverndarnefnd þeirri sem hafði afskipti af þeim og aldrei var gerð tilraun af hálfu yfir- valda til að hafa samband við mig eða mitt fólk. Lesandi segir Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt iifi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ht'imilishmiúh er: Vikun .Lífsreynslusaga11, Scljavegur 2 101 Reykjavík, Netfang: vikan@fro(li.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.