Vikan


Vikan - 09.11.1999, Side 36

Vikan - 09.11.1999, Side 36
'ÍI^M 1 Efnislisti: t. Efni í dúkinn (til greina kemur að kaupa tilbúið lak, óbleikt léreft eða damask). Til þess að dúk- urinn njóti sín til fulln- ustu á borðinu þarf hann að ná að minnsta kosti 15 sentímetra út fyrir borð- kantinn. 2. Stensill með jólamynstri, aðkeyptur eða heima- gerður. Auðvelt er að gera sér stensil úr þykkri plastglæru með því að skera út mynstur í hana með fínurn dúkahníf eða rakvélarblaði. 3. Þéttur, svampur (gjarna keyptur stensilsvampur) til að mála mynstrið með. 5. Taulitir (t.d. Folk Art lit- ur með Textil medium) í jólalegum litum, t.d. rauðu, grænu eða gylltu. Aðferð: 1. Mælið borðið og reiknið með a.m.k. 15 sentímetra viðbót á hvern veg, gerið 36 Vikan Það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að útbúa fal- legan jóladúk og tauservíettur eða gardínur. Allt sem þarf er hæfilega stór efnisbútur, stensill (má vera heimagerður) og taulitur. einnig ráð fyrir faldi. Sníðið dúkinn og servíett- ur ef vill og faldið. 2. Teiknið upp dúkinn á blað og raðið mynstrinu á hann til að gera ykkur grein fyrir útliti dúksins. 3. Ef þið viljið teikna mynstrið upp áður en málun hefst er best að gera það með krít. 4. Leggið stensilinn á tauið og málið í gengum hann. Athugið að aðeins má nota stensilinn á einn lit í einu. 5. Þrífið stensilinn vel milli þess sem hann er færður til á efninu svo málningin smitist ekki með honum. 6. Gætið þess að hafa að- eins lítið af málningu í svampinum - þurrkið það mesta af honum með því að þrýsta honum niður á bréfþurrku eða tusku áður en þið málið í stensilinn. Málið litlar doppur með eldspýtu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.