Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 8
þá sé ég að ég hef gert meira en margur listamaðurinn hérna heima sem hefur lifað á styrkj- um. Eg fer um allt landið á hverju einasta ári. spila og syng. I staðinn fyrir að taka á móti styrkjum frá hinu opinbera, tek við verðlaunum almennings í þessurn fáu orðum: „M ert öðruvísi en ég hélt þú værir." Mér þykir mjög vænt um þessi orð, sérstaklega frá þeint sem hafa verið með hommafóbíu. Hin almenni Islendingur hefur margverðlaunað mig fyrir frammistöðuna með þessum orðum sínum. En það er fjárfrekt að sinna mtnu starfi og ég rétt næ endum saman. Það hefur oft komið fyr- ir að ég hef brett upp ermarnar og farið í aðra vinnu til að borga upp skuldir. Eg vorkenni mér slíkt ekki. Mér finnst það hins vegar hlálegt þegar lista- rnenn sem hafa eitthvað fram að færa og hafa sýnt færni sína og hæfileika verða að hrökklast í aðra vinnu eins og t.d. að skúra gólf. Og jafnvel að flýja land vegna beinna morðhót- anna og sífelldra árása. Og enn hlálegra er það, 25 árum seinna, þar sem árangur baráttu minnar hefur komið í ljós, þjóðfélagið tekið á þessum málum af skyn- semi og framfarir orðið til góðs í allra þágu, að mér skuli enn úthýst og margir leggi viljandi stein í götu mína. Þau eru mörg ljót dæmin um slíkt. Og ekki er þetta einhver fóbía í mér því fagmenn í fjáröflun koma gap- andi hissa til mín þegar þeir hafa lagt út í að reyna að út- vega mér styrki. Það er sama hvert þeir hafa leitað alls staðar skella menn í þegar þeir heyra nafn mitt. Einn forstjórinn lét hafa eftir sér að hann myndi aldrei láta nafn síns fyrirtækis tengjast nafni manns með slík- an lífsstíl! En þetta slær mig ekki útaf laginu, framkoma þjóðfélagsins í minn garð lýsir því miklu bet- ur en mér og ég heid ótrauður áfram mfnu starfi. Ég geri mér fulla grein fyrir að það tekur tíma fyrir fólk að skilja þau lög sem hafa verið sett í þessu landi. Hugsunarháttur og við- brögð fólks hafa breyst á 25 árum og eiga enn eftir að breyt- ast til batnaðar. Rauði þráður- inn í verkum mínum er áróður um fólk. Að það troði ekki nið- ur annað fólk. Ég veit ekki hvort að fólk gerir sér almenni- lega grein fyrir því. Hverjir ein- ustu tónleikar hjá mér eru nokkurs konar leiksýning, þar set ég fram viðhorf og bregð ljósi á tilfinningar og viðhorf. Þar sem ég legg líka allt að veði fjárhagslega. Ég leigi stór tón- leikahús sem er dirfska. Hausttónleikarnir mínir eru orðnir hefð og fólk sem þangað kemur einu sinni kemur aftur. Ég hef ákveðin markmið á bak við allt sem ég er að gera. Að leiða fram sátt einstaklingsins við sjálfan sig. Hann er ekki einn í heiminum, slíkt er aðeins tilfinning sem rofnar ef hann opnar sig og leitast við að byggja upp þor. Þá loks finnur hann samhljóm manneskjunnar í sér og öðrum. " Flúði land á tímabili Eftir að hafa mátt þola út- skúfun hér á landi sá Hörður sér enga aðra leið færa en að flýja land. Leiðin lá til Kaup- mannahafnar. „Ég fór fyrst til Danmerkur árið 1971 og kynnt- ist þar samtökum samkyn- hneigðra. Umræðan um þessi mál var að opnast á Norður- löndunum. Þarna opnuðust augu mín fyrir því að þetta er heill heimur og mikil barátta fyrir alntennum réttindum, al- varan bjó að baki. Ég gerðist meðlimur í samtökunum og kynntist innviðum þeirra. Þar fann ég að ég tilheyrði einhverj- um góðum hópi, ég var ekki einn. Þarna var samankomið vel gefið og upplýst fólk sem vann málefnalega að barátt- unni. Það brann á mér að stofna slík samtök heima á Islandi eft- ir að ég sá hvers megnug dönsku samtökin voru. Ég kom heim til að stofna samtök sam- kynhneigðra. Ég vildi hafa lesb- íur með rnér í liði, en fann ekki eina einustu hér á landi þrátt fyrir ítarlega leit. Ég var í and- stöðu við marga homma því margir þeirra vildu ekki hafa neinar kerlingar með! Ég flutti til íslands haustið 1977 og vann stanslaust að stofnun samtakanna frá sept- ember fram í apríl. Það var erfitt og þeir sem ég talaði við fóru undan í flæmingi. í apríl 1978 skrifaði ég bréf til allra þeirra sem voru álitnir hommar í Reykjavík á þessum tíma. Ég boðaði til fundar á heimili mínu um málefni okkar. Margir urðu mér reiðir þegar þeir fengu bréfið. Sumir þeirra vildu helst valta yfir mig. Ég sendi fimmtíu bréf og tuttugu viðtakendur mættu. Ég tók á móti góðum skammti af svívirðingum og hurðaskell- um en ég var eins og trúboði. Ég fór heirn til þeirra og ræddi við þá og benti mönnum á nauðsyn slíkra samtaka. En auðvitað virti ég líka viðhorf þeirra sem vildu lifa einir og óá- reittir. En réttindi okkar hags- munir og sjálfsvirðing var í húfi. Að fá tæpan helming til að mæta var reyndar stórsigur. Og þetta var vel undirbúið hjá mér, ég deildi út verkefnum og boð- aði svo til stofnfundar. Ég kom verkefninu yfir á aðra þegar ég var búinn að leggja grunnlín- urnar. Samtökin fengu svo nafnið Samtökin 78. Þegar ég horfi til baka og sé hvað hefur breyst á tuttugu og fimm árum finnst mér frábært hvernig Islendingar hafa tekið á þessu. Það eru ekki bara hommar og lesbíur sem eiga hrós skilið því þetta er sam- vinna. Sú umræða sem hefur verið í gangi í fjölmiðlum und- anfarið hefur verið til góðs. Fengið fólk til að hugsa og það er gott. Ég hef haft eina lífs- reglu sem hefur reynst mér vel, en hún er sú að einn þriðji sé sammála mér, einn þriðji á móti mér og einum þriðja sé ná- kvæmlega sama. Núna er Hörður að leggja lokahönd á geisladisk sem kem- ur út fyrir jólin. Þar á meðal má finna lagið Söknuð, sem hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal áheyrenda. „Ég er alltaf að þroskast og læra meira, það endurspeglast að sjálfsögðu í textunum mínum. Ástin er þema söngvaskáldsins. Ég hef alltaf haft til siðs að hoppa ekki út í djúpu laugina, heldur ganga hringinn og skoða hlutina fyrst utan frá. Mér finnst ég oft horfa á lífið rneð augum fuglsins. Líf- ið hefur kennt mér varkárni. Ég er meira þessi fjarlægi maður, held mig örlítið til hliðar. Ljóð- in mín hafa endurspeglað þessa lífssýn mína fram til þessa. Þeir eru margir sem finna til sam- kenndar með laginu Söknuður, því flestir hafa upplifað að sakna ástvinar síns. Ég er því yfirleitt beðinn um að spila það aftur og aftur." Ástin hefur nýlega tekið völdin í lífi Harðar. Hann er ástfanginn upp fyrir haus af góðum rnanni. Eina vandamálið er að Atlandshafið skilur þá að eins og er. Internetið kemur sér vel og svo er hverri krónu safn- að upp í flugmiða. Þeir hafa heimsótt hvor annan og eru til- búnir að rugla saman reitum fyrir lífstíð. Hörður er maður hugsjóna. Hann vissi hvað hann vildi og fór þá leið sem hann taldi réttasta á sínum tíma. Hann uppskar eins og hann sáði; er hamingjusamur og sáttur við guð og menn. i1 i 11 j 11111 i rV H11 i r' H ■'M 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.