Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 54
Hverju svarar læknirinn ? Kæri Þorsteinn læknir, Þakka þér góða pistla sem ég les alltaf. Kannski er það vegna þess að ég er áhyggjufull út af heilsu minni. Ég á nefnilega vanda til að fá óregluleg hjart- sláttarköst upp úr þurru. Mér finnst eins og ég sé að kafna (einhvers konar öndunarteppa í leiðinni) og hjartað tekur nokk- ur þung og hröð aukaslög í kjöl- farið. Þetta gerist helst á kvöld- in en það hefur líka komið fyrir um miðjan daginn. Ég hef farið til heimilislæknisins míns út af þessu. Hann er búin að skoða mig og senda mig í hjartalínurit en hann segir að það sé ekkert að mér. Ég trúi því ekki að ég sé svona móðursjúk, ég er bara ósköp venjuleg kona sem hef áhyggjur af heilsu minni. Ég hræðist þetta. Hvað á ég að gera? B.J. Sæi B.J. Nei, þú ert alls ekki móðursjúk. En það er líka al- veg rétt að læknavísindin finna oftast ekk- ert í svona tilvik- um eins og hjá þér. Hjartsláttar- og andþyngsla- köst eins og þú ert að lýsa eru mjög algeng, sér- staklega hjá ungum konum. Oft- ast hefur þetta með einhvers konar streitu að gera og auðvit- að búum við öll við streitu. Það fá ekki allir hjartslátt eða and- þyngsli við streitu, heldur fær fólk vandamál eins og vöðva- bólgu, höfuðverk, migreni, háan blóðþrýsting, magaverk, háar magasýrur, magasár, ristil- krampa, niðurgang, útbrot, svefnvanda, kvíðaköst, skap- brestaköst, grátköst, fullkomn- unaráráttu, drykkjuáráttu og fleira. Við erum bara svona gerð. Ef við tökum eitthvað inn á okkur fær það útrás einhvers staðar. Hvers vegna þú færð hjartslátt, vöðvabólgu eða ristil- krampa er ekki vitað, stundum fær fólk þetta allt og jafnvel fleira í einu. Þetta er ekki beint uppörvandi upptalning. Mikilvægasta meðferðin er að hugsa betur um sjálfan sig og taka lífinu af meiri yfirvegun og ró. Það hjálpar ekkert að æsa sig upp, hafa áhyggjur, kvíða framtíðinni eða hafa áhyggjur af þvf sem liðið er. Það er hollt að lifa í nútíman- um, í „núinu"og vera alltaf bjartsýnn á góða og bjarta framtíð á hverju sem gengur. Teldu upp allt sem er jákvætt í þtnu lífi og lifðu fyrir það og ef þú finnur ekki nóg af því búðu þér þá til jákvætt líf. Maður er jafnvel fljótari að gera hlutina ef maður spennir sig ekki upp, heldur gerir hlut- ina af ró og yfirvegun. Þú getur valið að gera þér lífið erfitt, en þú getur líka valið að gera lítið úr erfiðleikunum og taka lífinu létt. Þetta virðist auðveldara svona á blaði en í raunveruleik- anum, en þetta er allt spurning um afstöðu, um val, - val að gera lífið létt. Þegar við læknar ætlum að meðhöndla hjartsláttartruflanir og andateppu, sérstaklega vegna þrálátra kvartana, er yf- irleitt gert hjartalínurit eins og í þínu tiiviki en í mörgum tilvik- um er líka notað sólarhrings- hjartarit, svokallað Holter. Yfirleitt eru niðurstöðurnar eðlilegar eða algjörlega hættu- laus hjartsláttaróregla kemur fram. Þú verður að athuga að við getum öll verið með hjart- sláttaróreglu sem í flestum til- vikum er hættulaus. Sumir verða aldrei varir við neitt með- an aðrir finna alltaf fyrir minnstu óreglu. Rétt er að framkvæma blóðprufu og skoða blóðmagn, járnbúskap líkamans og skjaldkirtilshormón. Al- menn skoðun, hjartahlustun og blóðþrýstingsmæling er líka mikilvæg. Yfirleitt er þetta allt eðlilegt. Hægt er að bjóða upp á lyf og er nokkuð umhugsunarvert að í tilvikum eins og hjá þér, eru hjartalyf sem yfirleitt eru not- uð, jafngild róandi lyfjum í verkun. Með öðrum orðum ár- angur er sá sami af róandi lyfi og hjartalyfi sem hlýtur að segja þér eitthvað um orsökina að baki vandamálinu. Ég mæli með því að þú reynir aðra hluti áður en þú ferð á lyf. Þú ættir t.d. að forðast allt örvandi sem þú tekur inn eða neytir. Ég er að tala um að hætta að drekka koffíndrykki, t.d. kaffi, kók og te. Athugaðu að reynandi er að fara yfir í koffínlausa drykki. Vendu þig samt hægt og rólega af koffíni til að fá síður fráhvarfsein- kenni, þ.e. óróleika og höfuðverk. Þá er gott að borða ekki sterkan mat. Sumir þola ekki að drekka heita drykki. Ég mæli líka með því að þú fylgist með því hvaða mat og drykk þú þolir ekki. Afengi gerir yfirleitt illt verra og stundum hleypir það öllu í bál og brand. Þær eru margar ungu konurnar sem hafa komið á slysadeild og leit- að læknis við hjartsláttar- og öndunarteppuköstum eftir að hafa fengið sér í glas á föstu- dagskvöldi. Streitan leitar út þegar þær fara að slaka á yfir glasi af áfengi. Aðferðin er yfir- leitt að fara með þær afsíðis og tala róandi til þeirra og láta anda í bréfpoka og drekka ekki meir. Ef þetta dugar ekki er rétt að hringja í lækni eða leita á læknavaktina. Það hefur mjög góð áhrif við þessum hjartsláttartruflunum að stunda jóga, hlusta á róandi tónlist og fara að sofa nógu snemma til að vera útsofin að morgni. Og síðast en ekki síst að hætta að hafa áhyggjur. Gangi þér vel Þorsteinn Kæri læknir. Ég er ein af þeim sem er alltaf í vandræðum með húðina á mér á veturna. Húðin í andlitinu verður hörð og rauð þegar byrjar að kólna og mig klæjar þegar ég kem inn úr kuldanum. Ég er búin að reyna margt og helst líður mér vel þegar ég nota hydrocortison en ég er svolítið hrædd við það, því það stendur á túpunni að ef maður noti það lengi geti það þynnt húðina. Venjuleg dag- krem (snyrtivörur) virðast ekk- ert duga við þessu. Áttu ein- hver ráð? Ninna Sæl Ninna Þetta er oftast kallað kulda- exem og það er alveg rétt hjá þér að hydrocortison virkar vel á þetta. Yfirleitt er mælt með því að klæða vel af sér kulda, nota feita áburði eins og vaselín eða júgursmyrsl, (e.t.v. ekki spennandi í andlit) en virkar yf- irleitt. Húðþynning af völdum hydrocortison er vissulega möguleiki en þá er fólk að nota þetta í miklu magni oft á dag. Flestum dugar að nota það einu sinni á dag. Þegar hydrocorti- son er notað á að bera það á í mjög þunnu lagi og nudda vel inn í húðina. Mundu að strjúka má burtu með klút það sem ekki gengur inn í húðina á stutt- um tíma og það er samt nóg eft- ir til að gefa fulla verkun. Þú þarft að finna eitthvað jafnvægi milli notkunar á hydrocortisoni og vandamálsins. Suma daga ertu fín, aðra daga allt í lagi og enn aðra slæm. Reyndu að þreifa þig áfram með notkun sem hentar þér. Gangi þér vel Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. 54 Vikan Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.