Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 11
1 Myndlistarkonan Maclda önnuni kafln vift vinnu í vinnustof- unni í Steininuni. A veggjunum lianga stór- ar o;i sináar nivndir. málverkum. Mér fannst það svolítið skondin hugmynd." Pessi tegund listsköpunar tókst vel og Madda gerði mikið af jökkum og kjólurn á tímabili, aðailega eftir pöntun. Hins veg- ar verða flíkur sem eru í eðli sfnu listaverk nokkuð dýrar eins og reyndar allar módelflík- ur. Madda sinnti þessu í nokkur ár og tók meira að segja þátt í nokkrum fatasýningum en er nú hætt í kjólamáluninni! Formið hefur breyst Frá því Madda kom til Nes- kaupstaðar hefur hún helgað sig myndverkum sem fólk heng- ir á veggi en klæðist ekki. Mikið ber á aflöngum og mjóum myndum sem hanga í vinnu- stofu hennar, ýmist upp og nið- ur eða þversum. „Ég setti mér sjálf í sumar að kanna þetta form en ég hef fram að þessu verið miklu meira hefðbundin og haldið mig við algengara myndform. Annars hef ég iengi verið að hugsa um súlur og löng og mjó verk og er nú að skoða hvort ekki stenst að vera með langar og mjóar myndir." -Kont þetta til af einhverju sérstöku? „Ég held að hugmyndin hafi ekki kviknað af neinu sértöku. Líklega hef ég bara setið heima hjá mér og horft á mjóan vegg 2 Nýjasta listforniift, löng og 111 jó málverk niáluft á viskóscfni. Þaft niá snúa verkunum eins og hver og einn vill og í livert sinn seni þeim er snúift hirtist í raun nýtt verk. Skyldi Madda vera aft velta fyrir sér hugnivnd aft næsta niyndverki? 3 Steinninn er sögufrægt hús. A jarfthæftinni er gall- erí og vinnustofa Möddu. og farið að spá í hvað ég ætti að gera við hann. Þar passaði ekk- ert nema löng og mjó mynd. En svo er líka gaman að glíma við þetta nýja forrn og sjá hvernig það virkar, meðal annars af því að það er hægt að snúa mynd- unum á hvorn veginn sem er, þversum eða upp og niður." Þetta er rétt og þegar betur er að gáð þá segir það eitt hvar listakonan hefur sett nafnið sitt á myndina til um það hvernig hún hefur unnið verkið. Og Madda segist vera búin að snúa myndunum, sem hanga á veggj- um vinnustofunnar, á alla vegu. „Þær skipta bara um útlit þegar þeim er snúið við. Mér finnst þær líta út eins og landslags- myndir þegar þær snúa þvers- um en svo breyta þær um svip þegar ég sný þeim lóðrétt. Það er sannarlega skemmtilegt, að geta nýtt sama verkið á marga vegu." eins unnið heldur einnig haldið sýningar. Eina slíka sýningu hélt hún í fyrrahaust við góðar undirtektir bæjarbúa og flestar myndirnar á sýningunni seldust. En hverfum aftur til þess tíma þegar Madda lauk náminu í Myndista- og handíðaskólan- um. Þá segist hún hafa farið út í að búa til alls konar flíkur og fatnað, verið að kanna hvort hún gæti yfirfært listsköpun sína á þetta form. „Það sem kveikti fyrst í mér fyrir alvöru var að sjá að hægt væri að klæðast A kvennadaginn, 19. júní árið 1986 stofnuðu nokkrar konur, FAT, félag fata- og textíihönn- uða. Ári síðar voru félagar orðnir 27 og þá var efnt til sýningar í íslensku óperunni með leikmynd úr Aidu í bak- sýn, að sögn Möddu. Fyrsti formaður FAT var Eva Vil- helmsdóttir. I sýningarskrá segir Ásdís Loftsdóttir, ein úr hópnum: „Með þessari fyrstu samsýningu FAT er ætlunin að vekja athygli á þeirri listi- legu hugarorku sem leynist hér á norðurhjara veraldar. Fata- og textílhönnuðir hafa lykilhlutverki að gegna í allri fataframleiðslu en til þessa hefur heldur verið hljótt um þá." Og hún segir einnig: „Meðlimir FAT er reiðubúnir til að takast á við verkefni framtíðarinnar." Samtökin FAT héldu á sínum tíma ekki aðeins sýninguna í Operunni heldur líka nokkrar aðrar sýn- ingar sem var frábærlega vel tekið. Nú munu samtökin vera liðin undir lok að því er best er vitað. Málar sólarlagið eftir minni Öll myndverkin eru unnin með „olíubaseruðum" litum og máluð á viskósefni sem er með satínáferð og miklum gljáa. Lit- irnir sitja ofan á efninu og fara ekki í gegnum það og þar af leiðandi spila litirnir og efnisá- ferðin saman á sérkennilegan hátt. „Þetta hentar mér mjög vel og gefur litunum mikla skerpu." -Hefur hið breytta umhverfi liaft áhrif á listina og ertu kannski farin að mála ein- göngufjöll ogfirnindi? Já, ég er orðin dulbúinn landslagsmálari. Formið hefur líka skerpst og það eru komnar miklu skýrari línur í myndirnar en áður. Þegar maður kemur hingað austur er ekki hægt ann- að en að „detta" inn í umhverf- ið, fjöllin og firðina. Þetta er svo sérstakt. Hér á Austfjörð- um eru fallegustu fjöll á landinu og birtan alveg öfugt við það sem er í Reykjavík. Hér er ekki kvöldsól eins og við þekkjum þar. Það er voðalega skrýtið. Sólin kemur upp og skín hér beint inn fjörðinn og allt um- hverfið lýsist upp." -Þú hefur þá líklega ekki rnálað sólarlagsmyndir síðan þú komst hingað? „Nei, nú er þetta allt ímynd- un. Ég mála eitthvað gult og það er sólarlagið. Hér fáum við ekkert sólarlag svo hugmynda- flugið verður að ráða við mynd- sköpunina, svona á stundum." Vikan 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.