Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 2
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Vinir og vandamenn Erlu Óskar Arnar- dóttur dást að list- rænum hæfileikum hennar og segja hana mikinn lista- mann. Erna opnaði barna- fataverslunina Bíum bamba á dögunum og í stað þess að fá hönnuð til að innrétta fyr- ir sig málaði hún freskur á veggi verslunarhúsnæðisins og hannaði sjálf innrétting- arnar. I versluninni er þess vegna mjög sérstæður andi og það er eins og að ganga inn í annan heim að ljúka þar upp dyrum og stíga inn af grárri gangstéttinni. Erla Ósk segist kjósa að láta aðra dæma um hversu miklir hæfileikar hennar séu en hún hafi alltaf haft gaman af að mála og teikna. „Þetta er töluvert í fjöl- skyldunni og systir mín, Erna Huld, málar mikið; meðal annars eru til sölu í búðinni hjá mér handmálað- ar styttur eftir hana. Eg nýt þess að vinna við alls konar sköpun og fékk útrás fyrir það á veggjum verslunarinn- ar. Seinna dreymir okkur systurnar um að fara saman út í að hanna og hand- skreyta alls konar barnahús- gögn. Við erum svolítið byrjaðar og höfum boðið upp á leikfangakistur í gömlum stíl sem við skreyt- um sjálfar. Gamall maður sem býr í íbúðum aldraðra við Vitatorg hefur verið að smíða dúkkuvöggur, barna- kolla og þessar kistur. Við komumst í samband við hann, fengum hjá honum kisturnar sem við síðan sjá- um um að mála. Það virðist vera mikil eftirspurn eftir svona gamaldags leikföng- um og barnahúsgögnum. Við eigum eftir að þróa og vinna þessa hugmynd okkar betur en það tekur alltaf langan tíma. Ég vona bara að við getum farið út í þetta þegar fram líða stundir. Ég tel það sannarlega ekki eftir mér að mæta eftirspurn eftir vörum af þessu tagi því ég hef alltaf verið svolítill fortíðardýrkandi. Allt sem er gamalt eða í gömlum stíl höfðar mikið til mín. Þannig eru einnig fötin sem ég sel. Þetta eru vönduð, klassísk föt frá Bretlandi sem öll eru i fínni kantinum, ætluð sem spariföt, skírnarföt eða eitt- hvað slíkt. Að því leyti eru þau öðruvísi en það sem fæst annars staðar." Nafnið á búðinni þinni hljómar vel, Bíum bamba. Sennilega hafa flestar mæð- ur einhvern tíma bíað börn- in sín í svefn. „Ég var lengi að velta þessu fyrir mér. Ég vildi að nafnið hefði gamlan hljóm eða minnti á einhvern hátt á liðna tíma. Fyrst ætlaði ég að kalla hana Einu sinni var en fannst það of langt og þá varð Bíum bamba ofan á.11 Systurnar Erla Ósk og Erna Huld veita viðskipta- vinum Bíum bamba einnig þá þjónustu að skreyta skírnarkerti og skrautskrifa eitthvað sem ætlað er að endast lengi og svo teikna þessar listrænu systur og mála andlitsmyndir eftir ljósmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.