Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 39
frey öll örvhent. Örvhentir
hafa líka látið mikið á sér
bera í heimi tónlistar. Meðal
þeirra má nefna menn eins
og Bob Dylan, Ringo Starr,
Paul McCartney, Jimi
Hendrix og Beethoven sem
fæddust allir vígari á vinstri
höndina. Merkilegt er að
mikið er um örvhenta í póli-
tík í Bandaríkjunum. Eftir-
taldir forsetar eru í þeim
hópi: Harry Truman, Nelson
Rockefeller, George Bush,
Gerald Ford og Bill Clinton.
Reyndar fæddist Ronald
Regan líka örvhentur en
hann er einn þeirra sem
neyddir voru til að nota
hægri höndina. Forsetafram-
bjóðendurnir, sem ekki
komust í forsetastólinn,
Ross Perot, Bob Dole, Steve
Forbes og A1 Gore eru líka
allir örvhentir.
Nokkrar fullyrðingar
um örvhenta
• Örvhentir eru líklegri en
aðrir til að lenda í slysum
og veikjast. Þeir lifa jafn-
framt ekki eins lengi og
þeir rétthentu.
• Vitað er að ef báðir for-
eldrar eru örvhentir eru
50 % líkur á að börn
þeirra verði örvhent. En
ef að báðir for-
eldrar eru rétt-
hentir eru að-
eins 2 % líkur
á að börn
þeirra fæðist
örvhent.
• Inkarnir í Perú
töldu það gæfu-
merki að vera örv-
hentur. Einn af
þekktustu höfðingj-
um þeirra var Ll-
oque Yupanqui
sem þýðir
einmitt
örvhentur.
• Eldri mæður eru líklegri
til að eignast örvhent
börn en þær sem yngri
eru.
• Almennt eru örv-
hentir taldir vera
þrjóskir, óvenju
viðkvæmir en þó
drífandi.
• Örvhentir eiga erf-
iðara með að fylgja
reglum, ljúka við verk-
efni sem þeir byrja á og
þeir eru líka líklegri til
að eiga við talvandamál
að stríða.
• Á meðan rétthentir eru
líklegri til að vera góðir
stærðfræði og skarpir í
hugsun og tali, eru örv-
hentir með betra sjón-
minni, gæddir innsæi og
auk þess dulrænir.
• Örvhentir þurfa yfirleitt
að hugsa á myndrænan
hátt þegar þeir eru að
leysa vandamál á meðan
rétthentir geta notað ein-
föld hugtök.
• Rétthentir hugsa skipu-
lega hvað þeir ætla að
segja og tengja mál
sitt saman á rökræn-
an hátt á meðan
örvhentir eru lík-
legri til að sleppa
smáatriðum og
tala í flóknum
setningum.
Skæri « Hægra heila-
hönnuð hvelið hugsar í
rétthenta myndum og er
\ mjög hug-
mynda- og til-
finningaríkt. Það
stjórnar því
líka að örv-
hentir
eru betri í mynd-
mennt, hljóðfæraleik og
að segja brandara.
• Draumar eiga upptök sín
í hægra heilahvelinu.
Þaðan koma líka
hugboð
og til-
finning-
ar sem
við getum
ekki skýrt
með orð-
um því að
allt slíkt
verður til
í vinstra
heilahveli
sem rétt-
hentir
nota.
• Sérðu ein-
hvern tímann
mynd úr
skýjum? Ef svo er er það
hægra heilahvelið sem
stjórnar því að þú sérð
þessa skýjamynd.
Af þessari upptaln-
ingu er ljóst að örv-
hentir eru listrænir og
hugmyndaríkir á
meðan rétthentir
hugsa rökréttar og
eru skýrari í allri
framsetningu. Nú er
bara að líta í kring-
um sig og sjá hvort
þetta á við ykkur,
hvort heldur
þið eruð
rétt-
hent
eða