Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 25
allir þessir runnar voru allt um
kring? Á laugardagsmorgninum
höfðu ekki verið nein dýraspor á
húddinu. Hann hefði sjálfsagt
getað hoppað inn í bílinn, en
skúnkar eru nú ekki þekktir fyrir
að vera hástökkvarar.
Lyktin minnkaði þegar ég ók
eftir veginum en þegar ég lagði
bíinum við lögreglustöðina
blossaði hún upp aftur. En það
var líka annað sem ég gerði
mér grein fyrir. Frá upphafi hafði
ég flúið lyktina í stað þess að
reyna að komast að rótum
hennar. Ég ákvað að sitja kyrr,
þefa og líta í kringum mig. Og
allt í einu uppgötvaði ég hvaða
lykt þetta var. Fiskur! Sardínurn-
ar! En er einhver lykt af niður-
soðnum sardínum? Já, það er
lykt af niðursoðnum sardínum.
Og nú lá Greg aldeilis í því.
Ég hljóp inn á lögreglustöðina
og hrópaði: Ég get sannað að
það var Greg sem gerði það!
Komiði með mér! Mack kom
með mér. Það gerðu einnig
nokkrir einkennisklæddir lög-
reglumenn og auðvitað Greg:
Herra alltof góður og kurteis til
þess að drepa. Herra hávaxinn.
Hæðin var einmitt aðalatriðið.
Ég hef ekki hreyft við neinu,
sagði ég og gekk með þeim að
illa lyktandi bílnum. Ég hljóp
bara inn til þess að sækja ykk-
ur. Nú getið þið séð þetta sjálfir.
Þeir héldu fyrir nefið og skildu
hvorki upp né niður.
Mack, ekki spyrja mig hvers
vegna, en ég er með sardínu-
dós í bílnum á bak við sætið
mitt. Ég opnaði dyrnar, stakk
hendinni undir bílstjórasætið og
náði í dósina. Eins og ég hafði
getið mér til um var stórt gat á
henni. Skilur þú nú hvað ég á
við? Hér er ástæða þess að bíl-
inn hefur angað
frá því á laug-
fingraför og það fannst mér
segja sína sögu. Ef blæjan hef-
ur verið hreyfð í gærkvöldi
hljóta að vera fingraför á henni
nema einhver hafi þurrkað þau í
burtu, ekki satt?
Fingraför eru sönnunargögn,
skortur á þeim eru ekki sönnun-
argögn, sagði Mack. Og hingað
til höfum við bara fundið þín
eigin fingraför. Hann tók fyrir
nefið. Mikið er undarleg lykt
hérna, sagði hann.
Já, ég tók eftir því þegar ég
var að keyra heim eftir skokkið.
Maður gæti haldið að bílinn
skammaðist sín fyrir að vera
flæktur í dauða vesalings kon-
unnar og gæfi frá sér þessa
hræðilegu lykt til þess að láta í
Ijós skömm sína. Ef þetta er þá
ekki bara einfaldlega kattar-
hlandslykt, flýtti ég mér að bæta
við þegar ég sá svipinn á hon-
um.
Þetta er sterkari lykt en svo,
sagði Mack. Ég þefaði út í loftið.
Lyktin var orðin bæði sterkari
og óþægilegri. Kannski var
þetta skúnkur, sagði ég. Það
býr einn undir svölunum mínum
og fer á stjá á nóttinni.
Kannski, sagði hann. Ég
þekki ekki lyktina af skúnks-
hlandi.
Ég var ekki handtekin en mér
var bannað að fara úr bænum.
Ég ráðlegg þér að reyna að
hafa uppi á einhverjum sem sá
þig úti að hlaupa í gærkvöldi,
sagði Mack.
Hefur hann fjarvistarsönnun?
Já.
Ég varði því sem eftir var
helgarinnar á hlaupastígnum án
þess að sjá eitt einasta kunnug-
legt andlit frá föstudeginum. Ég
var langt niðri. Aðallega vegna
þess að hafa eytt tímanum í
drullusokk eins og Greg. Hafði
ég alltaf verið svona slæmur
mannþekkjari? Mér iiði auðvitað
betur um leið og hann yrði
handtekinn, en hvað ef hann
yrði það ekki? Við áttum í bar-
áttu við óhemjuvarkáran ná-
unga sem hafði ekki aðeins
þurrkað
fingraför af stýrinu, lyklinum,
gírstönginni, dyrunum og sæt-
unum. Hann hafði einnig þurrk-
að þau af blæjunni!
Hann sagði lögreglunni að ég
væri skúrkur af verstu gerð.
Slagorðið á númeraplötunum
þýddi ekki að ég vildi frekar
deyja en vera óheiðarleg. Nei,
þvert á móti væri ég fær um að
drepa alla þá sem stæðu í vegi
fyrir mér. Þar fyrir utan væri ég
óþolandi afbrýðisöm og hefði oft
elt hann þegar hann færi heim
til Janet. Og svo fengi ég
óstjórnleg reiðiköst. Sagði
hann.
Ég er ekki endilega að segja
að ég trúi honum, sagði Mack
þegar hann sagði mér frá þessu
á sunnudeginum. En hann er jú
virtur maður en þú hefur orð á
þér fyrir að vera, hvernig eigum
við að orða það, kannski svolít-
ið villt.
Það vona ég svo sannarlega!
Ég get ekki hugsað þá hugsun
tii enda að á legsteininum mín-
um eigi eftir að standa: Hún
hafði gott orð á sér.
Hvað viltu þá að standi á
honum?
Hún kunni að meta hrað-
skreiða bíla og góða menn,
hugsaði ég, en sagði það ekki
upphátt. Það átti heldur ekki við
lengur. Þá hefði þurft að strika
út góða og breyta hraðskreiða í
angandi.
Eftir vinnu á mánudeginum
var ég beðin að koma á lög-
reglustöðina til frekari yfir-
heyrslu ásamt Greg. Þegar ég
nálgaðist bílinn fann ég lyktina
langar leiðir. Um leið og ég sett-
ist undir stýri hugsaði ég sem
svo að ég yrði að útvega mér
gasgrímu. Hvers vegna varð
lyktin stöðugt verri? Og hvers
vegna ætti skúnkur að pissa f
bíiinn þegar
öll þessi
tré og
ardaginn. Með hverjum sólar-
deginum hefur lyktin orðið verri
og verri. Hvernig haldið þið að
þetta gat hafi komið á dósina,
drengir mínir?
Hann varð að færa sætið aft-
ur, sagði Mack. Hann er með
langa fótleggi. Og járnið á sæt-
inu reif dósina upp. Þegar hann
færði sætið fram, í sömu stöðu
og það var áður, varð dósin eftir
galopin.
Rétt til getið, sagði ég. Og ég
skal veðja að hann hefur verið
svo upptekinn af því að þurrka
fingraförin af blæjunni að hann
hefur gleymt því að þurrka af
sveifinni undir sætinu.
Greg fölnaði upp og það leit
út fyrir að það væri að líða yfir
hann. Hann streyttist ekki á
móti þegar hann var leiddur í
burtu.
Fingrafarasérfræðingurinn
rannsakaði sveifina undir sæt-
inu. Einhver setti sardínudósina
í plastpoka. Mig hryllti við til-
hugsuninni um ástandið á inni-
haldinu þegar málið yrði tekið
fyrir. Kvörn réttlætisins malar
hægt og rólega eins og við öll
vitum. Sönnunargagn Afæri létt
með það að tæma réttarsalinn.
Allt í einu varð ég gripin kvíða.
Kannski dósin væri sönnunar-
gagn B og bíllinn minn sönnun-
argagn A.
Þú hefur þó ekki hugsað þér
að leggja hald á bílinn minn?
spurði ég varlega.
Ég skal athuga hvað óg get
gert, sagði Mack. Kannski er
nóg að þú lofir að fara ekki út úr
bænum. í staðinn verður þú
kannski svo góð að lofa mér því
að hætta að skilja lyklana eftir í
bílnum?
Glöð í sinni ók ég heim á leið
og gat varla beðið þess að fara
út að skokka. Það var fallegur
kóngulóarvefur undir mæla-
borðinu í horninu við
gluggann. Skyidi Mack
vera skokkari? Lífið var
yndislegt. Það var lykt-
in líka.
Vikan