Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 12
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir Gunnar Gunnarsson og fl. I I Elvis Presley > :ir ekki kallad ur kóngur- inn fyrir ekki neitt. Maðnrinn liafói ótrú- lega „sexy" riidd. Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, orti Þorsteinn Erlingsson og átti að vísu við sói- skríkju sem söng inni i runna en lýsinguna má í mörgum tilfellum alveg heimfæra upp á manns- röddina. Bach sagði að mannsröddin væri feg- ursta hljóðfærið. Hann gat trútt um talað, mað- urinn sem samdi eina fegurstu sálumessu sem til er. En mannsröddin er meira en fagurt hljóð- færi, hún er eitt áhrifa- mesta samskiptatæki sem manninum er gefið. Oft skiptir ekki öiiu máli hvað er sagt heldur hvernig. Selma Björnsdóttir og Rún- ar Freyr Gíslason sungu sig inn í hjarta hvors annars í Grease. Röddin gefur fögur fyrirheit Þulir í ríkisútvarpinu voru stjörnur hér á árum áður og sennilega hafa rnargar kon- ur ímyndað sér þá Jón Múla, Pétur Pétursson og Jóhann- es Arason ögn öðruvísi útlít- andi en þeir voru og jafnvel gætt þá líkama uppáhalds- kvikmyndastjörnunnar sinn- ar. Hvort þeir hafi síðan valdið vonbrigðum, ef þeim sást bregða fyrir í eigin per- sónu, er sennilega mismun- andi eftir því hvað aðdáandi kom auga á þá. Leikarar þjálfa raddir sín- ar og eru leikararaddir fyllri og kliðmjúkari en annarra manna. Ekki er til dæmis ýkja langt síðan Richard Burton heillaði konur um allan heim með röddinni þegar hann las Eyðilandið eftir T.S. Eliot fyrir BBC. Lestur hans var gefinn út á hljómplötu og nú nýlega á geisladiski þannig að rödd leikarans selur enn þótt sjálfur sé hann löngu látinn. I ástarsögum eiga karlhetj- urnar líka til að lesa ljóð fyr- ir elskuna sína og sumir eiga það meira að segja til að yrkja. Mörg íslensk góð- skáld ortu ódauðleg kvæði amall maður M hafði bann sið M | að svara sínum ^ J nánustu, þegar þeir þökkuðu honum eitt- hvað eða sýndu honum hlýju, með því að segja: „Ooo étt'ann sjálfur". Tónn- inn var blíður og mjúkur og allir vissu að hann var hæstánægður. Þannig getur hljómur raddarinnar skipt öllu og sumir hafa hlotið í vöggugjöf svo fallegar radd- ir að þeir geta nánast talað meðbræður sína og systur inn á hvað sem er. Einræðis- herrar og miklir leiðtogar hafa jafnan beitt rödd- inni og mælsk- unni til að afla sér fylgis. Oft eru raddir þeirra ekki hljómfagrar held- ur gæddar slíkum töfrum að ósjálfrátt fer fólk að hlusta. Um hvorki Hitler né Churchill er hægt að segja að rödd- in hafi verið fög- ur en báðir leiddu þjóðir sín- ar gegnum hreinsunareld seinni heims- styrjaldarinnar. Fóstur í móðurkviði heyr- ir raddir foreldra sinna og það nemur hljóð. Þess vegna getur rödd móðurinnar oft nægt til að róa ungbarnið þeg- ar það grætur og sumir spila róandi tónlist fyrir fóstrið sem bíar síðar barn- inu í svefn. Mæður nota röddina síðan óspart til að aga ungann þar til hann er orðinn nægilega stór til að aga sig sjálfur. Þá fara raddir gagn- stæða kynsins að hafa trufl- andi áhrif. Allar konur hafa sennilega einhvern tíma upplifað það að tala við menn í síma og að rödd þeirra hafi sent sælustrauma niður eftir bakinu. Eftir slík símtöl leggja þær flestar á sig mikið erfiði til að hitta þann sem röddina á og þótt margar verði fyrir sárum vonbrigðum eru þess dæmi að eigandinn hafi verið jafn- fagur og röddin lofaði, jafn- vel meira til. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.