Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 14
Anne Heche
elskar Ellen meira en allt annað
Anne Heche var búin að finna
hina vandrötuðu sióð í glans-
andi Hollywoodheiminum og
loksins farin að fá góð hlut-
verk. Hún var fyrirmyndarleik-
kona á tímabili, lék í hverri
kvikmyndinni á fætur annarri
sem hlaut metaðsókn og birtist
með fallega elskhuga í réttu
veislunum. Það hvarflaði ekki
að henni að opinberun ástar-
sambands hennar við gaman-
leikkonuna Ellen DeGeneres
myndi breyta starfsframanum
en sú varð nú raunin. í dag sit-
ur hún pirruð, sár og reið yfir
því hvernig annað fólk hefur
komið fram við hana af þeirri
einföldu ástæðu að hún er
lesbía.
örgum karlmönn-
um finnst erfitt að
átta sig á Anne
Heche. Hún er
ekki dæmigerð lesbíutýpa að
þeirra mati. Hún þykir of fín-
gerð og allt of kynþokkafull til
að geta fallið inn í ímyndina.
Samband hennar við gaman-
leikkonuna Ellen er eitt umtal-
aðasta ástarsambandið í
Hollywood hin síðari ár. Anne
Heche hafði átt í nokkrum ást-
arsamböndum við þekkta leik-
ara, var meðal annars unnusta
Steve Martin í tvö ár. Hana
grunaði ekki hversu miklum
umskiptum líf hennar átti eftir
að taka á meðan hún bjó sig
undir að mæta í enn eina
Hollywoodveisluna, í þetta
skipti hjá Vanity Fair en þar
hitti hún Ellen í fyrsta skipti.
Frá þeirri stundu var ekki aftur
snúið. Allt í einu fann hún eitt-
hvað sérstakt sem hún hafði
aldrei upplifað áður. Ástfangin
upp fyrir haus ákvað hún að
bjóða heiminum birginn og fara
ekki í felur með samband sitt
við Ellen.
Ellen gjörbreytti lífinu
„Fjórum dögum eftir að við
hittumst, keypti ég gullhring
handa Ellen. Tveimur mánuð-
um seinna var hún flutt inn til
mín. Frá fyrstu stundu vissi ég
að hún væri sú rétta. Ég hafði
aldrei hrifist af konum fyrr en
ég hitti Ellen. Ég var búin að
vera með mörgum, ólíkum
mönnum en samband mitt við
þá var ekkert líkt þessu nýja
sambandi mínu. Ellen var
miklu varkárari en ég. Hún
margspurði mig: Veistu hvað
mun gerast þegar fólk fréttir af
sambandi okkar? Ertu alveg
viss um að þetta sé það sem þú
vilt? Ég var handviss, því það
gerðist eitthvað innra með mér
um leið og við hittumst. Fyrsta
nóttin okkar var dásamleg, eftir
að hafa upplifað jafn unaðsleg-
ar stundir var ég ákveðin í að
láta ekkert koma í veg fyrir
samband okkar."
Hollywoodbrautin hefur
löngum verið þyrnum stráð og
til að halda ímyndinni þurfa
leikarar að fylgja óskráðum
reglum. Ein þeirra er að vera
gagnkynhneigðir og ekki er
verra að þeir skipti reglulega
um bólfélaga. Heche hafði
aldrei getað ímyndað sér að
hún yrði fyrir jafn miklu mót-
læti og raun bar vitni þegar
samband hennar og Ellenar var
komið á hvers manns varir.
„Ég skildi ekki hve mikil
áhrif það hafði. Þegar ég sagði
Ellen að það skipti engu máli
hvað annað fólk segði um okk-
ur sagði hún: „Anne, þú skilur
ekki hvernig fólkið í kringum
okkur á eftir að láta." Það var
alveg rétt hjá henni, ég gerði
mér enga grein fyrir því. Ég
vissi ekki að HoIIywoodheimur-
inn gerði svona upp á milli
fólks. Ef ég væri svört, þá væri
ekki hægt að neita mér um hlut-
verk, það væri misrétti og ég
hefði lagalegan rétt á að fá
sömu hlutverk og hvít leikkona.
En það er allt í lagi að brjóta á
mér af því að ég er samkyn-
hneigð. Að upplifa slíkan hlut
var ný reynsla fyrir mig."
Tökum á kvikmyndinni
Volcano var nýlega lokið þar
sem Heche lék eitt aðalhlut-
verkið á móti Tommy Lee Jo-
nes og þegar þær Heche og
Ellen mættu á frumsýninguna.
„Ég hafði aldrei hrífist af
konum fyrr en ég híttí
Ellen.
hönd í hönd. urðu margir undr-
andi. Þær voru margoft spurðar
hvað væri í gangi og fjölmiðlar
fengu nýtt efni til að fjalla um.
Þá fyrst hófust vandræðin fyrir
alvöru.
Á sama tíma var búið að
velja Heche til að leika á móti
Harrison Ford í myndinni „Six
Days, Seven Nights" en þegar
orðrómurinn um nýjasta ástar-
sambandið var farinn að berast
leikstjórum og framkvæmda-
aðilum, var Heche tilkynnt að
hún myndi ekki fá hlutverkið
ogjafnvel engin hlutverk í
framtíðinni.
„Ég var að deyja úr ást og
vildi segja öllum heiminum
hversu heitt ég elskaði Ellen.
Héldu þessir menn að ég myndi
fórna henni fyrir hlutverk í
einni kvikmynd? Aldrei! Þeir
vildu að ég steinþegði og færi í
felur með sambandið. Hvað er
aðfólki?"
Dómstóll götunnar
Eins og oft vill verða þegar
slíkar umræður hefjast, þá hef-
ur almenningur ákveðna skoð-
un á hlutunum. Heche fékk að
heyra það úti á götu að hún ætti
ekkert erindi í þessa kvikmynd
því þar ættu þau Ford að leika
par. Hún gæti ekki leikið slíkt
hlutverk þar sem hún elskaði
konu, ekki mann!
Heche fékk skyndilega
bandamann þegar umræðurnar
um hlutverkið hennar hófust
fyrir alvöru. Harrison Ford,
mótleikari hennar, krafðist þess
að hún héldi hlutverkinu. Hann
sagði einfaldlega: „Hún er fín í
hlutverkið". Þá snerist almenn-
ingur á sveif með honum og
samþykkti hana.
„Þegar Ford var búinn að
segja að ég væri nógu góð, þá
samþykktu aðrir mig. Það er
með ólíkindum hve heimskt
fólk getur verið. Ef ég væri að
leika þriggja barna móður, þá
væri ég að leika því ekki er ég
móðir í raunveruleikanum. Á
sama hátt var ég að leika ást-
konu Ford í kvikmyndinni, ég
er það ekki í alvörunni. I þess-
um heimi snýst allt um að leika
og því skil ég ekki af hverju
kynhneigð mín skiptir svona
miklu máli."
Kvikmyndin varð að veru-
leika og þau Ford og Heche
voru í aðalhlutverkum. Að-
sóknin var góð og þau fengu
bæði góða dóma.
„Ég vona að kvikmyndin hafi
opnað augu fólksins í
Hollywood fyrir því að þetta
snýst ekki um hjá hverjum
maður sefur, heldur hversu vel
maður getur leikið"
Heche vildi gjarnan að þær
Ellen vinni meira saman í fram-
tíðinni. Hana langar mest að
skrifa handrit að kvikmynd sem
Ellen myndi leika í.
„Kosturinn við það að vera
búin að opinbera sambandið er
það að þá losna ég við að leika
fyrir alla þá sem eru uppfullir af
fordómum og mig langar ekki-
ert að vinna með. Þeir hringja
alveg áreiðanlega ekki í mig.
Hinir, sem ég get hugsað mér
að vinna með, eru ennþá að
bjóða mér hlutverk."
Anne Heche og Elien DeGeneres leyna ekki ást sinni
hvor á annarri, alveg sama hvar þær eru staddar.
Samantekt: Margrét V. Helgadóttir