Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 50
Texti og myndir: Kristján Frímann Áhugamál og störf Bogamaðurinn yrði afbragðs sölumaður ef hann væri ekki jafn kaldhæðinn og óheflaður í tali og hann er, því útgeislun hans er mikil og hann getur töfrað fólk upp úr skónum og fengið það til að samþykkja hvað sem er, enda er brandar- inn um manninn sem seldi eski- móa ísskáp frá Bogamanni kominn. Honum fellur vel að vinna einn en vill samt vera í samstarfi með öðrum þar sem glaðværð og fjör blandast með alvöru lífsins. Starfið sem hann velur sér verður honum allt, hann er vakinn og sofinn við að fullkomna verk sitt og lyfta því í hæstu hæðir. Hann er listrænn í eðli sínu og blandar þeim hæfi- leika sínum við starfið ef kostur er. Annar góður eiginleiki Bogamannsins er óbilandi trú hans á vonina, hún fleytir hon- um langt á veginum til sigurs og styrkir hann stöðugt í barátt- unni. Áhugamálin eru vinnan, ferðalög. tölvur, kynlíf og lausn gátunnar miklu. Þennan kokk- teil hrærir hann að kúnstarinnar reglum og því er oft mikið um að vera í jólaglögginu eða öðru teiti á vegum Bogamannsins. Tíska og litir Bogamaðurinn er eldmerki sem stjórnast af plánetunni Júpíter. Þetta hefur áhrif á smekk hans og litaval. Bjartir litir og „logandi" eru aðals- merki hans og þótt hann skrýð- ist kóngabláu, sem einnig er í Bogamaðurinn hcillast af framandi umhverfi og fegurð lands. Það var kentárinn Síron (Cheiron) sem varð merki Boga- mannsins og tákn vegna hæfni sinnar að höndla æðri og lægri hvatir dauðlegra manna. Spenntur bogi hans vísar til þekkingar- þorsta mannsins og löngunar hans til að ná sem hæst og lengst á öllum sviðum, skilja eðli hlutanna og grafast fyrir um tilgang lífsins. Faðir Sírons var Satúrnus sem gat hann með órólegt, forvitið og á stöðugum þeytingi, ástsjúkt og óhrætt við að arka út í óvissuna að leita hamingjunnar eða kasta sér í myrk hyldýpi fræðimennskunar til að finna sannleikann. Þar á ofan er Bogamaðurinn á vissan hátt trúður, því framkoma hans minnir oft á sirkustrúðinn sem er góðlegur, kátur hrakfalla- bálkur með stórt hjarta, takt- laus í tali og gerðum sem klæðir sig furðulega. Hugur og hjarta Bogamaðurinn er stórhuga persóna sem sækir á ystu nöf í leit sinni að svörum við gátum tilverunnar, honum nægir ekki að þetta eða hitt sé bara svona eða hinsegin, hann verður að vita hvers vegna og til hvers. í ákafa sínum að „finna" svörin er hann þrár sem staður asni og snýr heiminum á hvolf í leit sinni. Finni hann ekki svarið býr hann það til og þar með nýja kenningu. Hann er heim- spekilegur grúskari sem finna má í þjóðarbókhlöðum að auka þekkingu sína, eða klifrandi hæstu fjöll í leit sinni að lausn lífsgátunnar. Þótt Bogamanninum líki vel að vera einn í grúski sínu er hann mikil félagsvera sem sækir samkomur, fundi og skemmtanir til að miðla visku sinni og gefa af sínu stóra hjarta öllum þeim er ljá honum hug sinn því hann vill öllum vel. uppáhaldi hjá honum, sýnist lit- urinn glóa. Smekkurinn er í senn ögrandi og yfirvegaður, hann getur einn daginn birst grafalvarlegur í pipar og salt eða brokkað hinn daginn hneggjandi í salinn eins og kon- unglegur trúður. Hann er á viss- an hátt öfgafullur í litavali en samt mikill smekkmaður. Þótt Bogamaðurinn nái að hemja trúðinn í sér og verða ráðsettur í stíl er hann samt alltaf eitt- hvað ýktur í einfaldleik sínum og hann fer ekki troðnar slóðir gerist hann hönnuður. Líkami og heilsa Þar sem Bogamaðurinn er að hálfu maður og hálfu hestur blandast þessir eiginleikar í manninum og gera hann að stæltum einstaklingi sem veikist sjaldan. Líkami hans er kraft- mikill en samt nettur, öflugur en um leið fjaðurmagnaður. Bogakonurnar hafa eggjandi göngulag enda er mjaðmasvæð- ið vel útbúið til hreyfings. Hinir skotglöðu karlar eru einnig vel hreyfanlegir um lendarnar en sú hreyfing nær meira fram á við. Utivera er Bogamanninum mikilvæg og því eru þeir flestir við hestaheilsu, en þar sem hann er skemmtanaglaður og ýktur í gleði sinni sækir á hann þreyta sem lagast ekki þótt guðanna veigar séu stíft kneyf- aðar og því bresta krosstré sem önnur tré. Ást og kynlíf Það er lífstíðarstarf fyrir Bogamanninn að þeysa, 50 Vikan Bogamaðurinn er fóstri niannsins jafnt í andlegum sem veraldlegum málum. gyðjunni Fíleru (Philyra), en hann var eitthvað ósáttur við samfarir þeirra svo hann breytti sér í heljarstórt hross er hann hvarf úr rekkju Fíleru. Henni varð svo mikið um þetta athæfi guðsins að barnið sem hún ól honum varð að hálfu maður og hálfu hestur. Harmi þrungin af sorg og hryllingi yfir óskapnað- inum tók hún það til bragðs að binda enda á líf sitt og breytti sér því í linditré (víði). En Síron þessi varð síðar meir stöndugur foli, frægur spámaður, ágætur læknir og mikill fræðimaður sem dundaði sér í hjáverkum við að ala upp börn guðanna, þau Akkíles, Jason og Aþenu, en það er önnur saga. Eðli og eiginleikar Þeir sem fæðast innan hrings þessa merkis eru því í reynd ummyndanir á fyrrnefndum eiginieikum og eðli þeirra er eftir því. Þetta fólk hefur guð- legt útlit og minnir mann stöðugt á hin grísku goð. Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.