Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 41
Snæfinnur snjókarl
Efnislisti:
• 2 kúlur (6 sm og 7 sm).
• 3 tölur (tvær eru 2,6 sm og ein er 1,5
sm).
• Platti úr birki (u.þ.b. 30 sm aö lengd).
• Girðing úr tré, u.þ.b. 21,5 sm á lengd. Hæð
u.þ.b. 10,5 sm.
• Efni í trefil (hér er notast við grænan
striga, u.þ.b. 30 sm).
• Spænskur mosi og njóli sem er tíndur
úti við.
• 1 jólatré úr furu eða krossvið.
• Litlar Ijósaperur (u.þ.b. 16 stk.).
• Bútur af blómavír
HORNIÐ
Föndur & Trévörur
M i n j a g r i p i r
Vikan 41
Verklýsing:
• Málið kúlurnar hvítar.
• Bæsið jólatréð með brúnu vatnsbæs
• Málið girðinguna lauslega með brúnum lit.
• Notið stærri tölurnar til að líma ofan á og undir stærri
kúluna.
• Límið síðan minni kúluna ofan á þá stærri, þar sem tal-
an nýtist sem sæti fyrir kúluna.
• Málið tréð grænt og stofninn brúnan en blandið vatni
saman við litina svo að æðarnar í viðnum komi í gegn.
• Málið Ijósaperurnar og litlu hjörtun eftir smekk.
• Límið hluta af efninu sem fer í trefilinn utan um hattinn.
• Límið síðan restina af efninu á og notið sem trefil.
• Límið tvo teninga, hlið við hlið, upp við girðinguna svo
þeir nýtist sem stuðningur.
• Límið hjörtun framan á Snæfinn (líkt og tölur).
• Límið síðan girðinguna með teningunum aftarlega á
plattann.
• Límið síðan Snæfinn sjálfan á plattann.
• Því næst er Ijósaserían límd á jólatréð og það haft við
hliðina á Snæfinni.
• Límið þriðja teninginn á ská út frá hinum tveimur teningunum.
• Límið rauða eplið á Snæfinn sem nef og litlu töluna framan á trefilinn.
• Klippið niður njólann og setjið í vöndul með vírbútnum. Hann á síðan að líma niður á
teningana.
• Njólinn er svo klofinn þannig að hægt sé að líma hann sem skraut á teningana.
• Límið mosa allt í kring eftir smekk.
• Að síðustu skal mála með hvítum lit ofan á girðinguna og jólatréð, svo það líti út
fyrir að hafa snjóað.
• Gangi ykkur vel.
Verkfæri:
• Akrílmálning, skæri, límbyssa, penslar, vantsbæs
(brúnt), svartir merkipennar
Kaupvangsstræti 1 • Sími 461 3775