Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 45
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. hans. Svarti, látlausi kjóllinn leyndi ekki grönnum líkam- anum og yndisþokkanum í hreyfingum hennar. Hann horfði á hönd hennar þegar hún teygði sig eftir bréfinu. Hérna er það! sagði hann og rétti henni bréfið. Og reyndu svo að skrifa eins og hefðarkona en ekki eins og þjónustustúlka. Yseulta tók við bréfinu en allt í einu hrópaði hann upp yfir sig. Bíddu! Mér datt svolítið í hug, það veit Guð að mér datt svolítið í hug! Hvað er það, minn kæri, spurði greifynjan. Markgreifinn hikaði augnablik. Síðan sagði hann við Yseultu: Farðu niður og segðu sendiboðanum að mark- greifinn af Derroncorde þiggi boðið. Konurnar þrjár störðu undrandi á hann. Aður en kona hans gat komið upp orði sagði markgreifinn við Yseultu: Flýttu þér nú. Gerðu eins og ég segi og stattu ekki þarna eins og þvara. Gott og vel, frændi, sagði Yseulta og flýtti sér fram. Lady Sara var orðin leið á umræðunum, þar sem sner- ust ekki lengur um hana, og hún flýtti sér á eftir frænku sinni. Þegar dyrnar höfðu lokast að baki þeirra sagði greif- ynjan: Hvað er á seyði, Lionel? Þú veist að það kemur ekki til mála að Sara fari til Skotlands. Það veit ég mæta vel, svar- aði markgreifinn og Sara er alls ekki á förum þangað. Ég myndi aldrei leyfa henni að stíga fæti sínum inn fyrir dyr hertogans af Strathvegon. Kona hans starði á hann. En hvers vegna í ósköpun- um þáðir þú heimboðið? Ég þáði heimboð hertoga- ynjunnar munnlega, út- skýrði markgreifinn. En það verður ekki Sara sem mætir á King's Cross brautarstöð- ina á morgun. Ég ætla að senda Yseultu í hennar stað! Yseultu? endurtók kona hans. En það er ómögulegt. Þú hefur margsinnis sagt að þú kærir þig ekki um að hún taki þátt í veisluhöldum og hitti vini okkar. Strathvegon er ekki vinur minn, sagði markgreifinn. Ég kæri mig ekki um að um- gangast hann og ég hef óbeit á honum. En ég treysti því að hann sé nógu gáfaður til þess að átta sig á því að ég launa honum ókurteisina með því að sýna honum enn meiri ókurteisi. Með því að senda Yseultu? spurði kona hans. Auðvitað! svaraði mark- greifinn. Hann er enginn kjáni. Hann mun skilja hvað klukkan slær þegar ég læt í ljós þá skoðun mína að Yseulta sé rétta konan fyrir hann. Það sem meira er, ég hef hugsað mér að segja honum það skriflega! En Lionel, það máttu ekki gera! sagði kona hans miður sín. Hvað heldur þú að fólk segi ef þetta kvisast út? Markgreifinn hló. Aðeins það að hertoginn hafi fengið það sem hann eigi skilið og það er nákvæmlega það sem ég ætla mér að gefa honum. En hvernig getur Yseulta farið á dansleikinn? spurði greifynjan. Þú leyfir henni aldrei að kaupa sér föt og hún á varla spjör utan á sig. Hún fer ekki á dansleik- inn, sagði markgreifinn. Það eina sem hún gerir er að fara á brautarstöðina með bréfið. Bréfið útskýrir nær- veru hennar ef hertoginn er of heimskur til þess að átta sig á því sem ég er að gefa í hann! Finnst þér þetta ekki illa gert gagnvart Yseultu? spurði kona hans. skyn; nefnilega það að ég telji hana einu persónuna í minni fjölskyldu sem geti lagst svo lágt að umgangast Það eina sem hún þarf að gera er að kynna sig sem staðgengil Söru, sagði mark greifinn. Þegar hertoginn Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.