Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 57
Ég faðmaði hana að mér og sagði henni að nú væri kom- ið að spjallstund hjá okkur. Hún sleit sig frá mér og fékk sér sígarettu, konan sem hafði aldrei reykt! Á andliti hennar brá fyrir hörkusvip sem ég þekkti ekki og hún tilkynnti mér að hennar líf væri hennar einkamál og mér væri fjand- ans nær að hugsa um mitt eigið. Ég gekk í burtu. Ég gat ekki tekið ábyrgð á lífi Önnu, hún varð að sjá um það sjálf. Börnin hennar voru ekki heima og engin merki um veru þeirra þar. Ég komst að því seinna að þau voru með pabba sínum og nýju konunni í fríi á sól- arströnd. Ég var gjörsam- lega miður mín yfir ástand- inu á vinkonu minni en fannst ég ekki geta gert neitt frekar. Hún yrði að taka næsta skref. Þetta sama kvöld hringdi kunningjakona mín sem hafði nú aldeilis fréttir að færa. Hún hafði frétt að Anna væri farin að stunda símasex. Hún vildi einungis fá staðfestingu hjá mér. Ég varð orðlaus. I fyrsta lagi yfir fréttunum og öðru lagi dónaskapnum í þessari ágætu kunningjakonu minni. Ég tilkynnti henni að þetta kæmi henni ekki við og bað hana að hætta að leika fréttamann. Ég dreif mig aftur af stað til Önnu og nú skyldi hún ekki komast upp með neitt múð- ur. Á rúminu sat Anna út- grátin. Ég sagði henni þá hvað ég hefði frétt. Ég vissi að það væri eitthvað grun- samlegt á seyði, lifnaðar- hættir hennar væru töluvert ólíkir því sem ég þekkti og teldi ég mig þekkja hana vel. Áður en ég vissi af fleygði hún sér í fangið á mér eins og smábarn. Hún sagði að skilnaðurinn hefði rústað lífi hennar. Hún vildi helst deyja því skömmin væri svo mikil. Börnin hefðu hindrað það að hún fremdi sjálfs- morð. Fyrir utan alla skömmina þá þyldi hún ekki að eiga ekki neina peninga lengur. Launin sem hún fengi fyrir hefðbundna vinnu hrykkju ekki fyrir út- gjöldunum. Hennar lífsstíll væri bara annar og hún þyrfti að hafa mikið fé á milli handanna. I öngum sínum fór hún að ræða þetta við vinnufélaga sinn sem hafði bent henni á hversu auðvelt væri að vinna sér inn miklar fjárhæðir á stutt- um tíma. Það eina sem hún þyrfti að gera væri að vera sexí í síma. Sjálfsmyndin var í rúst og því ekki að prófa slíkt? Áður en hún vissi af var hún komin í hörku- vinnu. Hún gætti þess vel að börnin væru ekki heima en upp á síðkastið hefðu málin flækst mikið þegar við- skiptavinahópurinn fór stækkandi. Símasexið jók sjálfs- traustið Ég skalf og nötraði á meðan ég hlustaði á játningar Önnu. Af öllum lifandi mannverum trúði ég Önnu síst til að stunda þennan iðnað. Ég gekk hart að henni og spurði margra spurninga. Ég kveið því að heyra svarið þegar ég spurði hvort hún væri farin að stunda vændi. Hún þvertók fyrir að hafa selt líkama sinn, einungis röddina og sál sína. Hins vegar væri mikill þrýstingur á hana að stunda vændi. Hún væri farin að nota vín og alls kyns deyfilyf Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkom- til að halda sér gangandi og farin að reykja eins og strompur. Við ræddum mál- in fram á rauða nótt. Anna var ákveðin í að hætta strax í símasexinu og taka sig saman í andlitinu. Ég hjálpaði henni að komast að hjá sál- fræðingi og fljótlega fór ég að þekkja mína gömlu vinkonu aftur. Þegar hún fór að vera tilbúin að ræða málin kom í ljós að hjóna- bandið hafði ekki verið eins yndislegt og það leit út fyrir að vera. Hennar fyrrver- andi hafði niðurlægt hana í gríð og erg og þá sérstaklega á kyn- ferðislegum nótum. Sjálfstraustið var í molum og hún gat engan veginn litið á sig sem aðlaðandi konu. Seinna viður- kenndi hún að síma- sexið hefði gefið henni ákveðið sjálfstraust. Þar fann hún að hún gat enn komið mönnum til en þegar hún fór að hugsa um á hvaða forsendum, helltist þunglyndið yfir hana. Áfengi og deyfilyf voru plásturinn og því var hún föst í vítahring. Hún óttaðist það mest hvað annað fólk myndi segja og eins og með svo margt annað fréttist þetta um leið. Margar svo- kallaðra vinkvenna hennar hneyksluðust á að slík kona skyldi leggjast svo lágt og kjaftakerlingarnar fengu svo sannarlega nóg af efni til að smjatta á. Anna kom mér á óvart í öllum kjaftagang- inum, hún lét hann ekki slá sig út af laginu. Mér fannst eins og hún hefði skyndilega öðlast styrk við mótlætið. Börnin hennar komu til landsins fljótlega eftir upp- gjörið okkar og hún fékk frænku sína til að hafa þau á meðan hún var að komast yfir erfiðasta hjallann. Hún var með gífurlega mikið samviskubit þeirra vegna og vonar í lengstu lög að þau muni aldrei komast að því hvaða aukavinnu mamma þeirra stundaði á tímabili. Ég hef aldrei hneykslast á athæfi hennar, mér finnst það bara sorglegt að hún hafi þurft að sökkva svona djúpt áður en hún var tilbú- in að leita sér hjálpar. I dag er hún sterkari en nokkru sinni áður. Hún vildi segja sögu sína, öðrum konum til varnaðar, því þessi heimur getur verið freistandi en hann er hættulegur. iö aö skrifa eöa hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilisfangiö cr: Vikan - „Lífsrcynslusaga“, Seljavcgur 2, 101 Rcykjavík, Nctfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.