Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 27
grét eins og barn í
marga klukkutíma
og reyndi mörgum
sinnum að hringja
aftur í hann en það
svaraði aldrei.
Hann hafði greini-
lega tekið símann
úr sambandi.
Ég held að ég hafi
verið á barmi tauga-
áfalls þegar ég fór
heim til mömmu
næsta morgun. Ég
var útgrátin og
skjálfandi. Mamma
var algjör hetja og
tók mig í fangið
eins og þegar ég var
lítil stelpa og hugg-
aði mig. Hún hjálp-
aði mér við að ná
áttum og jafna mig
og fékk mig til að
sjá framtíðina bjart-
ari augum. Systur
mínar voru mér
ómetanlegur stuðn-
ingur og vinkonur
mínar líka. En ég sé
samt á svip sumra
að þeim finnst ég
hafa hagað mér á
óábyrgan hátt og ég
geti nú bara sopið
seyðið af því. Þetta
fólk hefur líka rétt
fyrir sér. Ég, sem
telst veraldarvön og
vel menntuð kona,
lét blindast af ást við frum-
stæðar aðstæður og hélt að
ég gæti átt hamingjusama
framtíð með nær ókunnum
manni sem bjó í kofa í hálf-
gerðum óbyggðum.
En, það er eitt sem ég sé
ekki eftir, það er lífið sem
kviknaði við þessar kring-
umstæður og ég ber nú und-
ir belti. Ég mun aldrei sjá
eftir því. Ég finn hreyfingar
þess og ég strýk mér um
magann og hvísia ástarorð
til litla barnsins míns. Ég er
Hann sneri sér að mér mjög
illilegur á svip og hreytti út
úr sér: „Hvernig vogar þú
þér að gagnrýna lífstíl minn
við ókunnuga?" Hann virtist
fullur af stjórnlausri bræði
aftur farin að vinna og lífið
gengur bara ágætlega. Ég
geri mitt besta til að njóta
meðgöngunnar því ég hef
lært að það er ekkert öruggt
eða sjálfgefið í þessu lífi.
Lesandi segir
Hrund
Hauksdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
meö okkur? Er eitthvaö
sem hefur haft mikil áhrif á
þig, jafnvel breytt lifi þínu?
Þér er velkomið að skrifa
eða hringja til okkar. Við
gætum fyllstu nafnleyndar.
við lækninn hafa verið á
skynsamlegum nótum og að
ýmislegt hefði komið í ljós
sem við yrðum að skoða
betur. En þegar við vorum
að fara frá læknastofunni,
sneri Mick sér að mér mjög
illilegur á svipinn og hreytti
út úr sér: „Hvernig vogar þú
þér að gagnrýna lífstíl minn
og heimili mitt við ókunna?"
Hann virtist fullur af stjórn-
lausri bræði. Viðbrögð hans
komu mér mjög á óvart því
þetta var hlið á honum sem
ég hafði ekki kynnst áður. I
raun þekkti ég Mick ekki
mikið eftir aðeins mánaðar-
kynni en þar sem við höfð-
um búið saman við frum-
stæðar aðstæður í full-
kominni sátt og samlyndi,
þá hélt ég að ákveðin
reynsla væri komin á sam-
band okkar.
Á meðan á hinni löngu
keyrslu heim frá lækninum
stóð, reyndi ég að útskýra
fyrir Mick að ég hefði alls
ekki verið að gagnrýna hann
á nokkurn hátt en einungis
borið hag hins ófædda barns
okkar fyrir brjósti. Það varð
engu tauti komið við hann.
Hann var sárlega móðgaður
og fannst sér hafa verið mis-
boðið.
Aðstæður löguðust lítið á
næstu vikum sem í hönd
fóru. Ég þjáðist mjög af
morgunógleði en Mick virti
mig varla viðlits. Að lokum
komu vinkona mín og mað-
urinn hennar til okkar til
þess að reyna að koma á
einhvers konar sáttum. Þau
höfðu fylgst með þróun
mála og heimsótt okkur
nokkrum sinnum og voru
orðin áhyggjufull af líkam-
legri og andlegri heilsu
minni. Þau náðu að sann-
færa Mick um að eitthvað
yrði til bragðs að taka. Eftir
miklar umræður og ýmsar
bollaleggingar varð niður-
staðan sú að við Mick urð-
um sammála um að ég
myndi fljúga heim til íslands
þar sem ég ætti að sjálf-
sögðu fullan rétt á tilheyr-
andi læknisþjónustu og
reglulegri mæðraskoðun.
Hann ætlaði síðan að koma
til mín þegar fæðingin nálg-
aðist og vera viðstaddur
fæðinguna sjálfa. Við ætluð-
um síðan saman til Ástralíu
þegar barnið væri orðið
tveggja mánaða og aðeins
farið að braggast.
Kveðjustundin á flugvell-
inum var sorgleg og ég átti
mjög bágt með að halda aft-
ur tárunum. Ég hataði til-
hugsunina um að verða að
fara frá Mick en ég var jafn-
framt fullkomlega meðvituð
um það að ég yrði að bera
hag barnsins fyrir brjósti og
fara heinr til íslands. Mér er
það minnisstætt þegar ég
gekk frá honum á flugvellin-
um eftir faðmlög og kossa
og hann veifaði mér bros-
andi.
Á barmi taugaáfalls
Ég var búin að vera heima
á íslandi í tvær vikur þegar
ég hringdi til Micks og
spurði hvort hann væri bú-
inn að skipuleggja báta-
reksturinn þannig að hann
ætti auðvelt með að koma til
íslands þegar barnið fædd-
ist. Það kom löng og köld
þögn í kjölfarið af þessari
spurningu. Hérna megin á
hnettinum sat ég með önd-
ina í hálsinum og hjartað
barðist um í brjósti mér. Svo
sagði hann: „Nei. Ég ætla
ekki að koma. Reyndu að
fyrirgefa mér en ég get þetta
ekki. Vertu sæl." Svo lagði
hann bara símann á. Þetta
var um miðja nótt og mér
hefur aldrei á ævinni fundist
ég vera eins einmana. Ég
llciiiiilisrungiö cr: Vikun
- „LiTsrcvnsliisu^u**, Scljavegur 2,
101 Kcykjuvík,
Netfang: vikan@frudi.is