Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 4
lesandi... Höfuðborgarg lús W ~Tin daginn þurfti ég að leiða er- m / lenda konu sem kom hingað sem ferðamaður um lendur höfuð- borgarinnar. Pessi ágœta kona hafði aldrei áður komið til Islands, en heyrt margar fagrar sögur um þessa litlu, snyrti- legu borg sem þrátt fyrir smœð sína byggi yfir anda stórborgar. Konan bjó á hóteli utan miðborgarinnar en þaðan gat hún horft á Esjuna snœvi þakta niður I miðjar hlíðar og sundin blá. Hún dá- samaði útsýnið úr glugganum sínum, hún var þegar orðin hrifin afborginni og umhverfi hennar þegar ég hitti hana og hlakkaði mikið til að skoða litla, fallega miðbœinn og sjá Al- þingishúsið. Eg er sjálfekki beinlín- is það sem í daglegu tali er kallað "101 týpan " og satt best að segja vœri mér nákvœmlega sama þótt ég kœmi aldrei í miðbœinn. Ég tók samt á mig rögg og lagði akandi af stað á rúntinn því ég œtlaði fyrst að sýna henni dýrðina í nœsta umhverfi miðbœjar- ins gegnum bílrúðu og leggja síðan bíln- um einhvers staðar nœrri miðbœnum þannig að við gœtum gengið um hann og endað á góðum veitingastað í hádeginu. Petta byrjaði allt mjög vel, við skoðuðum Breiðholtið, horfðum yfir borgina af Vatnsendahœð, fórum í Öskjuhlíð og Norðurmýrina, Sœbraut og út á Granda og síðan átti að halda í miðbœinn. En þá hœtti að vera eins gaman að monta sig af borginni. Pað er nefnilega nánast ófœrt um hina ágœtu miðborg Reykjavíkur um þessar mundir nema fuglinum fljúgandi. Pað er einhvern veginn allt sundurtœtt og margar götur hálf- eða allokaðar. Gangstéttar eru rifnar upp og margar húsaraðir eins og tanngarður sem búið er að rífa úr fram- tennurnar. Hvergi er bílastœði að Itafa. Pað verður að segjast að það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að sýna útlend- ingum (eða bara hverjum sem er) mið- borgina í þessu ástandi og verst er það í kringum Alþingishúsið sem blessuð kon- an var búin að hlakka svo mikið til að sjá. Par er bókstaflega skelfilegt um að litast, allt upprifið og ófœrt. Meira að segja Dómkirkjan var heldur dapurleg þennan dag, umvafin vinnupöllum og netum. En þetta tekur einhvern tíma enda. Við skulum svo sannarlega vona að breyting- arnar verði til bóta. Vonandi hafa þeir sem eiga heiðurinn afhönnuninni haft smekkvísi til að bœta ekki enn einum stílnum inn íþað hörmungarkraðak af arkitektúr sem þegar er í miðborginni. Ég get ekki horfið frá Alþingi og smekk- leysu án þess að minnast á tjöldin á bak- við rœðustól Alþingis. Afhverju þarf endilega að hafa svört sorgartjöld á bak- við aumingjans fólkið meðan það flytur rœðurnar sínar? Mér finnst ég alltafvera í jarðarför þegar ég horfi á umrœður frá Alþingi og í baksýn drúpa bleksvört þung tjöld sitt hvoru megin við þau gráu. Var ekki hœgt að nota blátt á tjöldin eða ein- hvern annan lit sem passað hefði við hina fallegu veggi salarins? - Allt annað en þetta! Mikið er ég annars fengin að konan bað ekki um að fara inn í Alþingishúsið. Jœja, en það er kannski óþarfi að tuða yfir þessu og reyna að finna sér eitthvað uppbyggilegra að hugsa um. Annars þarfnast maður eiginlega mest afþreyingar á þessum árstíma. Maður þarfnast þess að láta sér líða vel heima lijá sér þegar jólin fara að nálgast. Og hér í Vikunni er ýmis- legt efni sem getur hjálpað manni að slaka á, meðal annars þetta: Viðtal við ind- verska stúlku sem orðin er íslensk í hugs- un og konu sem rœktar gœðasveppi vestur á Fjörðum. Við bjóðum tipp á umfjöllun um Audrey Hepburn og tískuna sem tengdist henni, tvœr lífsreynslusögur, Nýj- an stíl, vinnustaðaástir, Öskju og jólin á Netinu. Petta er aðeins það sem flýgur í hugann í fljótu bragði, svo eru skemmti- legar stuttar frásagnir, heilsumolar, handa- vinna, mataruppskriftir, slúður um frœga fólkið og framhaldssaga, allt eftir því hvað afslöppunin má taka langan tíma í það og það skiptið. Njóttu Vikunnarl Jóhanna Harðardóttir Hrund Steíngerður Margrét V. Ingunn B. Anna B. Guðmundur Hauksdóttir Steinars- Helgadóttir Sigurjóns- Þorsteins- Ragnar ritstjóri dóttir blaðamaður dóttir dóttir Steingrímsson blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- Grafískur a stjóri stjóri hönnuður Ritstjórar Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir vikan@frodi.is Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnar-formaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdastjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrímsson Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli 389 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Askriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.