Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 45
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. dansleikinn. Hann afhendir þau um leið og hann kemur á leiðarenda. Þegar hertog- inn sagði ekkert hélt hún áfram: Ég er búin að gefa fyrirmæli um að einkalest þín verði á Kings Cross brautarstöðinni klukkan ell- efu í fyrramálið. Þjónustu- fólkið hefur þá tíma til þess að gera allt tilbúið áður en við komum. Þú hefur aldeilis verið önnum kafin, sagði hertog- inn önuglega. Það var ekki um neitt annað að ræða, minn kæri, sagði móðir hans. Hér er listi yfir þá sem ferðast með okkur. Hún rétti honurn listann. Þar var að finna nöfn tveggja nánustu vinkvenna hennar og eiginmanna þeirra. Þetta vinafólk var alltaf boðið og búið að gera greifynjunni greiða. A list- anum voru einnig nöfn þriggja ungra manna sem höfðu verið nánir vinir her- togans frá því þeir voru smástrákar. Neðst á listanum voru nöfn ungu kvennanna þriggja; lafði Beryl Wood, lafði Deborah Hurst og lafði Sarah Corde. Hertoginn las nöfnin og hugsaði með sér að hann hefði ekki hugmynd um hvernig þær litu út. Hann hafði alltaf haft vit á því að forðast ógiftar konur. Hann vissi hversu auðvelt það var fyrir metnaðarfulla móður að góma eftirsóknar- verðan piparsvein svo hann ætti litla möguleika á því að forða sér frá hnappheldunni. Einn af nánustu vinurn hans, Worchester lávarður, hafði neyðst til þess að ganga upp að altarinu eftir að móðir stúlku einnar hafði séð þau á göngu saman í garðinum. Þau höfðu hist þar fyrir algjöra tilviljun en móðir stúlkunn- ar hafði skotið málinu til prins- ins af Wales. Hún hélt því fram að heiður dóttur hennar ; : væri í veði ef það fréttist að hún hefði verið fylgdarlaus á göngu með karlmanni. Undir þrýstingi, bæði frá prinsessunni og prinsinum, hafði Worchest- er ekki átt ann- arra kosta völ en að biðla til stúlkunnar. Hertoginn hafði átt í svo ótalmörgum ástarsambönd- um. I klúbbnum stríddu félagar hans honum með því að kalla hann Casanova. Það var heldur ekki hægt að neita því að hann hafði flögrað frá einni blóma- rósinni til annarrar og vísað á bug hverju konuefninu á fætur öðru. Vandamálið var, eins og hann viðurkenndi með sjálfum sér, að allar þessar konur ollu honum leiðindum eftir stutt kynni. Um leið og honunr hafði tekist að fleka konu fór hon- um undantekningarlaust að leiðast og finnast ástin óspennandi og tilbreytingar- laus. Á sama hátt fannst honum ótrúlega leiðinlegt að reyna að halda uppi sam- ræðum við þær. Það var kannski aðallega þess vegna sem hann hafði hingað til neitað öllum bónum móður sinnar um að gifta sig. Á tuttugu og tveggja ára af- mælisdaginn hans hafði hún rætt alvarlega um að tími væri kominn á að hann eign- aðist erfingja. Gerir þú þér grein fyrir, minn kæri, hafði hún sagt, að ef þú eignast ekki son mun föðurbróðir þinn, sem hvorugt okkar hefur mikið álit á, taka sæti þitt.sem æðsti rnaður ættarinnar? Og hann á engan son sem getur tekið við af honum. Já, vissulega geri ég mér grein fyrir því, hafði hertog- inn sagt. Hann vissi að frændi hans hafði eignast fimm dætur í tveimur hjónaböndum og væri eflaust ennþá að reyna að eignast son og erfingja. Vikcin 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.