Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 44
f r m h s s 5. kafli Hertoginn sá Hermione Wall- ington í fjarska þar sem hann reið í hægðum sínum í Hyde Park. Hann stansaði til þess að tala við hefðarkonu nokkra sem sat í hestvagni sínum. Hann tók eftir að ýmsir sem áttu leið um garð- inn fylgdust með honum og því gætti hann þess að skjalla konuna og láta sem hann væri hrifinn af henni. Konan roðnaði og var nið- urlút en daðraði samt opin- skátt við hann. Þegar hann kvaddi bað hún hann áköf að heimsækja sig um leið og hann hefði tíma. Hann lét sem hann myndi gera það við fyrsta tækifæri. Hann reið áfram þar til hann kom að Hermione þar sem hún var á tali við tvo vini hans. Hún var glæsilega klædd og blár kjóllinn undir- strikaði bláa litinn í augum hennar. Hann lyfti hattinum og sagði glaðlega: Góðan daginn, greifynja. Ég vona að þú sért búin að jafna þig eftir þessa leiðinlegu veislu í gærkvöldi. Ég hafði samúð með þér þegar ég sá að þú þurftir að sitja til borðs með erkibiskupnum af Kantara- borg. Hermione leit á hann kvíðafullum augum en sagði svo, honum til mikils léttis: Mér leiðast nú alltaf þessar opinberu veislur. Það bjarg- aði samt veislunni í gær að 44 Vikan I hún var haldin í þessum fal- lega sal. Ekkert jafnast á við feg- urð þína, sagði annar vin- anna riddaralega. Hún brosti að gullhömr- unum. Herramennirnir tveir drógu sig síðan kurteislega í hlé. Þeir vissu að hertoginn vildi vera einn með Hermione. Hertoginn og Hermione riðu áfram í hægðum sínum og hann sagði: Ég talaði við móður mína í gærkvöldi og við ákváðum að fara til Skotlands á morgun, áður en maðurinn þinn kemur til baka. Hermione tók andköf, eins og hann hafði búist við. Hann flýtti sér að bæta við: Þú verður að skilja að þetta er það eina sem ég get gert. Móðir mín ætlar að halda dansleik í höllinni. Það er skýringin á að við förum frá Lundúnaborg svona skyndi- lega. Hann ákvað að segja henni ekki frá fyrirhugaðri trúlofun. Hann var hræddur um að hún myndi missa stjórn á sér og bresta í grát. Hann vissi sem var að allir sem voru í námunda við þau í garðinum höfðu auga með þeim. Að síðustu gat hún róað sig niður og sagði: Ég verð að hitta þig ... áður en þú ferð. Þú getur ekki... yfir- gefið mig á þennan hátt. Það gæti reynst erfitt að finna stað þar sem við get- um hist í laumi, sagði her- toginn. Hermione hugsaði sig um og sagði svo: Hvað með Grosvenor kirkju? Ef við förum upp á svalirnar sér enginn til okkar. Hertoginn varð undrandi. Aldrei hafði honum dottið í hug að eiga leynilegan ástar- fund í kirkju. Öllu er óhætt, hélt Hermione áfram. Ekil- inn minn mun ekkert gruna. Ég segi honum að bíða mín meðan ég fer inn í kirkjuna til þess að biðjast fyrir. Ég hef gert það áður. Hertoginn uppgötvaði að líklega hefði hún oft átt stefnumót við elskhuga sína á ólíklegustu stöðum. Satt að segja fannst honum það gáfulegra en hann hefði bú- ist við af henni. Klukkan hvað? flýtti hann sér að spyrja þegar hann sá einn vina sinna ríða í átt til þeirra. Klukkan fjögur, hvíslaði hún. Þau höfðu ekki tíma til frekari orða- skipta.Vinur hertogans heilsaði þeim glaðlega og jós gullhömrum yfir Hermione. Stuttu seinna tók hertoginn gullúr upp úr vasa sínum og sagði: Ég er hræddur um að ég neyðist til þess að yfir- gefa ykkur. Ég þarf að hitta ráðsmanninn minn. Mig grunar að ég þurfi að hlusta á hundleiðinlegar útskýring- ar varðandi fyrirhugaðar viðgerðir á byggingunum og útgjöldunum sem þeim fylgja! Vinur hans hló. Ráðs- menn eru þekktir fyrir að bera sig illa, sagði hann, en þér er engin vorkunn, Strat- hvegon. Hvernig er annars rjúpnastofninn í ár? Þær hafa haft góð varpskilyrði í góða veðrinu, svaraði her- toginn. Ég segi þér nánar um það þegar ég kem til baka. Til baka? hváði vinur hans. Ég vissi ekki að þú værir að fara til Skotlands. Ég neyðist til þess, sagði hertoginn. Móðir mín ætlar að halda dansleik og hún krefst þess að ég verði við- staddur. Komdu fljótt til baka, sagði vinur hans. Við mun- um sakna þín. Ég kem aftur eins fljótt og ég mögulega get, sagði her- toginn. Hann horfði á Hermione meðan hann talaði og sá sársaukann skína úr augum hennar. Hann flýtti sér að kveðja, því hann var hræddur um að hún kæmi upp um sig. Au revoir, greifynja, sagði hann. Mér þykir það mjög leitt að geta ekki hitt þig á dansleiknum í Bedford. Ég lét greifynjuna vita í morgun að ég gæti því miður ekki mætt í matarboðið til henn- ar. Hermione tókst að kreista fram bros en hann sá að tár- in voru ekki langt undan. Hann flýtti sér í burtu og veifaði til nokkurra vina sinna á leiðinni. Hann reið aftur til Strathvegon House. Móðir hans beið hans í morgunstofunni. Hann kyssti hana og hún sagði: Allt er klappað og klárt, Kenyon. Ég er þegar búin að senda Watson til Skotlands með boðskort á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.