Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 47
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þjddi. hann væri að tala við sjálfan sig. Hertogaynjan stóð upp frá skrifborðinu, gekk að glugg- anum og tók utan um son sinn. Mér þykir þetta svo leitt, drengur minn, sagði hún, en þú veist að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gera þér þetta léttbærara. Ég veit það mamma, og fyrir það er ég þér þakklát- ur, sagði hertoginn. En á hinn bóginn langar mig alls ekki til þess að giftast og allra síst einhverri heimskri skólastelpu sem ég á enga samleið með! Hertogaynjan andvarpaði en sagði ekkert. Allt í einu bölvaði hertoginn öskureið- ur: Fjandinn hafi Wall- ington! Hvernig dirfist hann að hafa í hótunum við mig og hræða konuna sína! Satt að segja, sagði her- togaynjan, held ég að hann elski konuna sína og ást- fangnir menn hafa oft litla stjórn á sér og haga sér þess vegna óskynsamlega. Hún var ekki viss um að hertoginn væri að hlusta en hún hélt áfram: Sannleikur- inn er sá, kæri sonur, að þú hefur aldrei verið ástfang- inn. Það verður ekki fyrr en þú hefur upplifað ástina sjálfur sem þú skilur hvað ég er að fara. Hún fór fram og hertog- inn horfði undrandi á eftir henni. Aldrei verið ástfanginn! Hvað í ósköpunum átti hún við? Hann rifjaði upp hversu oft hann hafði orðið hug- fanginn, já einfaldlega berg- numinn af fallegu andliti og vel sköpuðum líkama. Hann hafði upplifað margar ást- ríðufullar nætur með fögr- um konum. Eftir slíkar næt- ur fannst honum sem hann gengi heim á bleiku skýi. Aldrei verið ástfanginn? Herra minn góður, hvaða til- finningar hélt móðir hans að hann bæri til Hermione? En svo var eins og innri rödd spyrði hann háðulega: Mundir þú virkilega gera þig ánægðan með að hafa hana þér við hlið dag og nótt það sem eftir væri ævinnar? Það var spurning sem hann kærði sig ekki um að svara. Hann fór fram og gaf fyr- irmæli um að láta aka hest- vagninum að dyrunum. Hann hélt áfram að leika hlutverkið sem hann sjálfur hafði skrifað handritið að og ók til White's þar sem hann snæddi hádegisverð með þremur nánum vinum. Svo veðjaði hann á tvo af hest- unum sem áttu að taka þátt í veðhlaupinu í Doncaster síðdegis. Að lokum lá leið hans í Bond Street þar sem hann keypti gjöf handa Hermione og sagði biturlega við sjálfan sig að gjöfin sú yrði sú síðasta sem hann gæfi sem frjáls maður. Hann vissi að hann yrði að velja látlausan hlut sem eigin- maður hennar gæti ekki not- að sem sönnunargagn fyrir sambandi þeirra. Hann valdi handfang á sólhlíf. Þetta var dýr gjöf en hann vonaði að afbrýðisöm augu George Wallington sæju verðmæti hennar. Handfangið var skreytt túrkissteinum og litl- um demöntum. Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að láta grafa á það upphafs- stafi hennar en komst að þeirri niðurstöðu að það væri líklega ekki viturlegt. Hann lét pakka gjöfinni inn og tók hana með sér. Því næst hélt hann heim á leið, sendi vagninn í burtu og tíu mínútum seinna gekk hann aftur í gegnum anddyrið. Er herrann að fara út? spurði yfirþjónninn hissa. Á ég að láta koma með vagn- inn? Nei takk, svaraði hertog- inn. Ég ætla að fara gang- andi. Veðrið er svo gott og ég þarf að hreyfa mig. Það er svolítið heitt, en herrann hefur rétt fyrir sér, þetta er sérdeilis fallegur dagur. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.