Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 18
Texti: Hrund Hauksdóttir Uíð hlustuðum af andakt á hryllíngssögur hans og vorum stjörf af óhug en jafnframt heilluð af ein- stakri frásagnargáfu hans. Á bessum árum var Steven King fúlskeggjaður og gekk í snjáðum gallabux- um. Hann var hessi týpíski ameríski „hiooa'kennarí 18 Vikan í heljargreipum hrollvekjnmeistarans tephen Edwin King er fæddur 21. september 1947 í Portland, Maine. Foreldrar hans ættleiddu ung- barn tveimur árum áöur en Stephen fæddist og fleiri barna varö þeim hjónum ekki auðið. Kingfjölskyldan var ósköp venjuleg fremur fátækt fólk, þar til kvöld eitt er faðirinn skrapp út eftir sígarettupakka og kom aldrei aftur. Það hefur ekki spurst til hans síðan. Ruth Pillsbury King, móðir drengj- anna tveggja, sá því ein um heimil- ishaldið upp frá því og barðist í bökkum við að láta enda ná saman. Stephen ólst upp í mikilli fátækt. Aðeins 12 ára gamall fór hann að sýsla við skriftir en það var árið 1959 þegar þeir bræðurnir ákváðu að gefa út bæjarblað upp á eigin spýtur. Stephen gekk í gagnfræða- skólann Lisbon High í Maine og á þeim tíma gaf hann út safn 18 smásagna, í félagi við besta vin sinn. Hann fór síðan í háskóla og útskrifaðist frá Háskólanum í Maine árið 1970 með BA próf í ensku og með kennsluréttindi sem gerðu honum kleift að kenna við gagn- fræðaskóla. Hann var blankur um þetta leyti sem svo oft áður og vann m.a. fyrir sér sem afgreiðslumaður á bensínstöð. Hann hélt þó ótrauður áfram að skrifa og fór að fá greitt fyrir smásögur sem birtust í ýmsum tímaritum. Ekki leið á löngu þar til hann komst á samning hjá bókaút- gáfufyrirtæki og ferill hans tók stefnuna beint á toppinn. Aðals- merki Stephen Kings eru hrollvekj- ur sem oft á tíðum gerast í fá- mennu og strjálbýlu umhverfi, þar sem einkennilegar persónur koma við sögu. Frásagnarmáti hans er spennuþrunginn og lesandinn veit aldrei hvar eða hvernig hin ímynd- aða martröð mun enda. Bækur hryllingsmeistarans hafa verið þýddar á 33 tungumál og margar kvikmyndir hafa verið gerðar sem byggðar eru á þeim. Stephen King leikur gjarnan lítil hlutverk í mynd- unum. Hann lékt.d. prestinn í Pet Sematary og lyfjafræðinginn í Thinner. íslendingur í kennslu- stundum hjá Stephen King Jens Pétur Jensen, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, var skiptinemi í Lake Region High School í Maine á árunum 1976-77, en Stephen King var einn af stundakennurum skól- ans og hann kenndi Jens nokkrum sinnum. ÞegarVikan falaðist eftir viðtali við Jens færðist hann hlæg- andi undan og fannst ekki mikið til þess koma að hafa setið kennslu- stundir hjá hrollvekjumeistaranum: ,, Stephen King var nú ekki orðinn heimsfrægur rithöfundur á þessum tíma þrátt fyrir að hann væri nokk- uð þekktur á þessum slóðum fyrir spennusögur sínar. Hann leysti stundum ensku- kennarann minn af en það var frek- ar óspennandi kona og ég man að okkur krökkunum í bekknum fannst mjög gaman þegar hann kenndi okkur. Kennslustundirnar hjá Stephen King voru með mjög óhefðbundnu sniði og því skemmti- leg tilbreyting. Hann átti það til að segja okkur spennandi sögur sem hann virtist spinna upp á staðnum og það er óhætt að segja að þegar Stephen King, í eigin persónu, segir hrollvekjusögur, þá gleymir maður stund og stað. Það var mjög greini- legt að þarna var á ferðinni hæfi- leikaríkur sögumaður með ótrúlega víðfemt hugmyndaflug! Við hlustuð- um af andakt á hryllingssögur hans og vorum stjörf af óhug en jafn- framt heilluð af einstakri frásagnar- gáfu hans. Á þessum árum var Stephen King fúlskeggjaður og gekk í snjáðum gallabuxum. Hann var þessi týpíski ameríski „hippa" kennari. Ég hef lesið nokkrar af bókum hans eftir að hann varð heimsfrægur rithöfundur og mér finnst gaman að sjá hvernig um- hverfið sem hann ólst upp við end- urspeglast í sögunum hans. Flestar þeirra gerast í smábæjum eða í eyðilegu umhverfi þar sem langt er á milli húsa og mjög snjóþungt. Einkennilegar persónur, sem oft á tíðum lifa við sára fátækt og hafa afar einfaldan lífsstíl, eru ein- kennandi fyrir sög- urnar hans. Enda leitar Stephen King fanga á heimaslóðir sínar í Maine." Árás og ör- vænting Stephen King er einn af þeim rithöfundum sem prýða bókamarkaðinn um þessar mundir því gefnar hafa verið út á íslensku bækurnar Örvænting og Árásin. Ric-| hard Bachman er titlaður höfundur bókarinnar Árásin en nafn Stephen Kings er í sviga á bókarkápunni. Stephen King segir að rithöfundur- inn Richard Bachman hafi endað lífdaga sína vegna krabbameins árið 1985 og ekkja hans hafi fundið j handritið að bókinni Árásin í skrif- borðsskúffu hans. En hver tekur Stephen King trúanlegan? Málinu er nefnilega þannig háttað að hann og Richard Bachman eru einn og sami maðurinn ... Árásin gerist á síðsumarkvöldi í smábæ í Ohio þar sem lífið gengur sinn vanagang í friðsælu umhverfi. En paradís milli- stéttarfólksins er umturnað áður en | dagurinn er liðinn því skelfilegir at- burðir eiga sér stað. Heimili og líf fólksins í smábænum er ein rjúk- andi rúst. Hvers vegna? Örvænting er heiti hinnar bókarinnar sem var að koma út. Umhverfi sögunnar er bær í miðri Nevadaeyðimörkinni sem ber hið nöturlega nafn Örvænt-| ing. Á árum áður var bærinn blóm- strandi námubær en í dag á enginn | erindi þangað. Eða hvað? Fólk sem á leið um þjóðveg 50 kemst ekki hjá því að koma við á staðnum, en hann býr yfir hræðilegum leyndar- dómum og þeir sem drepa þar nið- ur fæti, verða að berjast fyrir lífi sínu. Hrollvekjusögur spennusagna-| meistarans Stephens King eiga ör- ugglega eftir að verða mörgum hugleiknar nú þegar dimmur, ís- lenskur vetur gengur í garð, enda tilvalin lesning þegar hríðin lemur gluggana og myrkrið umlykur landsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.