Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 57
hann nema grípa til ein- hverra andstyggilegra með- ala sem ég veit ekki hvort eru réttlætanleg. hvað ég líti vel út og spurt hvernig ég hafi það. Ég svara litlu sem engu og er mjög kuldaleg en það virðist Hann fylgist alltaf með mér og ég hef stund- um á tílfinningunni að ég sé hundelt Ég veit að hann fylgist alltaf með mér og ég hef stundum á tilfinningunni að ég sé hundelt. Það er óumræði- lega óþægilegt. Það eru mörg ár síðan ég varð fyrst vör við þetta og mér brá mikið. Ég hafði hitt hann nokkrum sinnum á ólíkleg- ustu stöðum, í búðum og á bensínstöð svo eitthvað sé nefnt. Ég veit núna að það var undirbúið. Við heilsuð- umst og það var svo sem ekkert slæmt. Það var ekki fyrr en seinna að ég skildi að hann fylgdist með mér, en þá varð ég vör við að hann hafði lagt bílnum sínum ná- lægt húsinu mínu þegar ég var að leggja af stað í vinn- una einn morguninn. Hann sat bara þarna í bílnum og fylgdist með mér en ég ók burt með hjartslátt. Ég reyndi að hugsa að kannski hefði hann átt eitthvert er- indi þarna í götuna, en sú veika von brást því daginn eftir hitti ég hann „af tilvilj- un“ fyrir framan vinnustað minn. Ég spurði hvort hann hefði verið í götunni minni daginn áður, en hann varð eitt spurningamerki og kvað nei við. Ég veit samt betur, ég þekki bæði hann og bíl- inn hans. Eftir þetta sá ég hann ekki um nokkurn tíma en þetta byrjaði aftur nokkru seinna. Ég fór að taka eftir honum nálægt mér og nokkrum sinnum hefur hann komið og heilsað mér ósköp kurt- eislega og sagt að það væri gaman að sjá mig, talað um gert. Ég þekki hann nógu vel til að vita að það þýðir ekkert að tala við hann, honum finnst þetta allt í lagi og auk þess er hann einn af þeim sem er fullur þrá- athuga hvort hann mundi hætta ef hún ásakaði hann. En ekkert af þessu hef ég gert. Mér finnst ég eiginlega ekki hafa rétt til þess að hefna mín. Ég hef það á til- ekki skipta hann neinu máli. Hann bara kveður eins og ekkert hafi í skorist en ég stend eftir með óbragð í munninum. Mér er farið að líða illa yfir þessu, ég er að fá eins konar ofsóknarbrjálæði. Ég hef margoft séð bílinn hans fyrir utan húsið hjá mér. Ég þoli varla að sjá bíl eins og hans nálægt mér lengur, þá fæ ég einhvers konar kvíðasting þangað til ég er viss um að það sé ekki hann. Mér finnst ég vera ofsótt af þessum manni þótt hann sýni mér ekkert annað en fyllstu kurt- eisi þegar við hittumst. Það er í raun lítið sem ég get hyggju og virðist ekki geta slitið sig frá hugsunum sem einu sinni hafa tekið sér ból- festu hjá honum. Ekki þýðir að kæra mann- inn, það gengur ekki fyrir konur að fá vernd í alvar- legri málum en þessu og ég veit ekki einu sinni hvort ég hef eitthvað að kæra, því það er kannski ekki hægt að banna manninum að vera á þeim slóðum sem ég er. Stundum fyllist ég kvíða, stundum verð ég svo reið að mig langar til að fara út og berja hann og mér hefur meira að segja dottið í hug að hringja í konuna hans og segja henni frá þessu til að finningunni að hann sé veik- ur og ekki á ég neitt sökótt við konuna hans. Mér líður sífellt verr og verr yfir þessu. Kannski endar þetta með því að ég verð að leita mér geðhjálpar vegna þess að bilaður maður elti mig á röndum. Ég veit bara að þessi áreitni saxar á þol- inmæði mína og sálarró. Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkom- iö aö skrifa eöa hringja til okk- ar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Ilciniilisf'angiö cr: Vikan - „Lífsreynsliisafja1*, Scljavcgur 2, 101 Kcykjavík, Nctfang: vikan@lrodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.