Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 46
f r a m h a l d s s En hertoginn hafði sagt við móður sína: Þetta þýðir ekk- ert mamma. Eins og er get ég ekki hugsað mér að vera bundinn einhverri konu sem kemur mér til að geyspa í hvert sinn sem hún opnar munninn. Þú veist það sjálf að allar konurnar sem mér finnst eitthvað spunnið í eru þegar giftar. Já, ég veit það, sagði her- togaynjan, og ég óska mér einskis frekar en að þú verð- ir hamingjusamur. Hins veg- ar gæti ég ekki hugsað mér neitt yndislegra en að fá að halda litlum sonarsyni mín- um í fangi mér. Það er nógur tími til stefnu, hafði hertoginn sagt. Eg lofa þér því að fara að huga að giftingu þegar ég er kominn á rniðjan aldur. Her- togaynjan hafði ætlað að fara að mótmæla því að þurfa að bíða svo lengi, her- toginn hafði þaggað niður í henni með því að segja: Ég neyðist til þess að yfirgefa þig, mamma. Það bíður eftir mér fögur meyja! Hertoga- ynjan hafði hlegið vegna þess að henni fannst þessi sonur hennar óforbetranleg- ur og þar að auki vissi hún um hvaða konu var að ræða. Hertoginn hafði farið áður en hún gat sagt meira. Þegar hann nú horfði á listann sem hann hélt á í hendinni var hann viss um að allar þessar þrjár konur, sem móðir hans hafði valið, væru ungar, uppburðarlitlar og trúlega einnig illa upp- lýstar. Hann hafði svo oft séð vini sína ganga í hnapp- helduna með þannig konum. Hann varð hins vegar að viðurkenna að eitt áttu þess- ar konur sameiginlegt. Eftir að hafa búið utan borgar- innar með eiginmanni sínum og eignast son og e.t.v. tvö eða þrjú börn þar að auki urðu þær að þessum fögru, andríku heimsborgurum sem hann átti svo auðvelt með að falla fyrir. Það var ekki nokkur leið að skilja hvernig þetta gerðisl. En þetta var nú samt sem áður staðreynd og nú gerði hann sér grein fyrir því að líklega hefði Hermione einhvern tíma verið feimin og klunna- leg. Hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að ef hann hefði gifst henni meðan hún var ung og óreynd hefði hann fyrir löngu verið byrjaður að líta í kringum sig eftir ást- konu. Hann rétti móður sinni listann. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé eina leiðin, sagði hann. Ef það er til önnur leið kem ég alla vega ekki auga á hana, svaraði hertogaynjan. Ég man vel nóttina fyrir fimm árum þegar George Wallington særði mann nokkurn svo illa að það varð að taka af honum handlegg- inn. Ég hafði ekki hugmynd um það! sagði hertoginn. Ég held að þú hafir verið erlendis, sagði hertogaynjan. Þetta var líka frekar ómerki- legur maður svo málið var þaggað niður og gleymdist fljótlega. Það fór hrolllur um hana og hún sagði: Ég gæti ekki afborið það, kæri Kenyon, ef eitthvað þess háttar kæmi fyrir þig. Hertoginn gekk að glugg- anum og horfði yfir garðinn. Hverja líst þér best á af þessum þremur? spurði hann reiðilega. Hertogaynjan þagði um stund en sagði svo: Að mínu mati er Beryl Wood falleg- ust þeirra. Hún er dökk yfir- litum, og ég gæti trúað því að þér þætti hún myndarleg. Hertoginn vissi að hún vísaði til þeirrar staðreyndar að Hermione var með ljóst hár sem hún var mjög stolt af. Hún var oft kölluð „enska rósin". Deborah Hurst er ekki eins fríð, hélt greifynjan áfram. En ég hef heyrt að hún sé mjög skemmtileg og Sarah Corde er rauðhærð eins og mamma hennar, sem er gömul og góð vinkona mín. Þér líst, með öðrum orð- um, best á Sarah Corde, sagði hertoginn ákveðinn. Ég hef það á tilfinning- unni að markgreifinn, faðir hennar, sé ekki mjög hrifinn af þér, sagði greifynjan. En það er nú einungis vegna þess að hestarnir þínir koma undantekningarlaust á und- an hestunum hans í mark og þar sem hann er hégómlegur og metnaðarfullur á hann erfitt með að kyngja því. Hertoginn brosti. Hann varð alla vega æfareiður í síðustu viku á Epsom þegar hesturinn minn vann hans hest á síðustu sekúndunum! Þú verður að gæta þess í framtíðinni að vera tillits- samur og taka ekki þátt í veðreiðum sem hann vill gjarnan vinna. Já, ég væri fúsari til þess en að giftast dóttur hans! sagði hertoginn lágt, eins og S T A Internetaðgangur til 01.01.20D0 á aðeins kr. 2000/ "Inrifalið í ofangreindu verði er uppsetningarhugbúnaður, innhringiaðgangur, » eitt póstfang, 3Mb heimasíðusvœði, 160Mb gagnaflutningur/mán. til 01.01.2000 Tæknlgarðl - Dunhaga 5-107 Reyk)avík Síml: 525 4468 - Fax: 552 8801 - lnfo@vortex.ls 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.