Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 56
Hundelt |u e r a n d i e I s k A f f g var bara sautján ára þegar ég kynntist Inga. Hann var sjö árum eldri en ég en við urð- um samt mjög ástfangin hvort af öðru. Við vorum bæði í námi á þessum tíma, hann var utan af landi og leigði herbergi í Reykjavík og við hittumst þar eins oft og ég gat komist allan vetur- inn. Eg bjóst alltaf við því að við yrðum hjón, en þannig endaði þessi ástar- saga auðvitað ekki. Hann fór norður að vinna um sumarið og þegar hann kom til baka hafði alll breyst. Honum hefur etlaust fundist ég mikið barn og hann hafði fundið aðra fyrir norðan, konu jafngamla sér. Ég lagð- ist í ástarsorg, en eins og gengur með átján ára stelp- ur var ég fljót að jafna mig, ég hafði nóg að gera og þekkti margt fólk og fyrr en varði var ég búin að gleyma honum. Hjónaband sem endaði með skilnaði Ég lauk náminu og strax eft- ir útskriftina giftist ég strák sem ég elskaði mikið. Við eignuðumst tvö börn og hjónaband okkar var að mörgu leyti mjög gott. Við ferðuðumst mikið saman, vorum góðir félagar og átt- um fallegt heimili. Það eina sem vantaði var að við gætum rætt vandamálin og á endanum eyðilagði þessi fötlun hjónabandið. 56 Vikan y Við fórum að ríi'ast yfir minnstu smáatriðum og til þess að forðast rifrildin þögðum við stundum heilu dagana og söfnuðum sorg og þykkju í hjörtu okkar. Ekkert hjónaband stenst þetta til lengdar og eftir 11 ára hjónaband gáfumst við upp og skildum. Sennilega var þessi skilnaður óþarfur, það sá ég eftir á. Þessu hjónabandi hefði vel mátt bjarga ef einhver með skiln- ing og reynslu hefði fengið tækifæri til að sýna okkur hvað við vorum að gera rangt. Okkur þótti í raun mjög vænl um hvort annað og þess vegna var þessi skilnað- ur mjög erfiður. Við gátum hvorki verið saman né sund- ur. Við vorum sífellt að strá salti í sárin með því að hitt- ast og jafnvel sofa hjá hvort öðru eftir að við skildum og það varð auðvitað til þess að okkur leið báðum enn verr og við vorum sundurtætt á sálinni. Við vorum ekki að- eins að svíkja okkur sjálf, heldur líka börnin sem við reyndum þó að láta aldrei l'inna annað en að við vær- um enn vinir þótt við byggj- um ekki lengur saman. En þessu varð að linna og einn góðan veðurdag eftir sársaukafullt uppgjör ákváð- um við að hætta þessu og skilja endanlega. Þeirri ákvörðun fylgdi enn meiri sársauki og ég var á barmi algers niðurbrots. Féll fyrir gömlum draumi En þá kom Ingi aftur inn í líf mitt. Hann var enn giftur sömu konunni (og er víst enn í dag) en ekki getur hjónaband hans hafa verið gott. Hann sagðist aldrei hafa getað gleymt mér, ég væri í raun eina konan sem hann hefði nokkurn tíma elskað. Hann ætlaði greini- lega að eignasl mig aftur. Ég var tilfinningalegt flak á þessum tíma og féll gersam- lega fyrir skjallinu. Ég var viss um að þetta hlyti að vera gagnkvæmt. Ég var alveg tilbúin til að gefa þessu sambandi tækifæri til að þróast aftur og við Ingi fórum að vera saman. Strax eftir að ég hafði eytt einni nótt með honum fór ég þó að efast og efinn magnaðist eftir því sem við hittumst oftar. Ég gat ekki fundið þessa sterku ást aftur, ég var mjög gagnrýnin, kannski vegna þess að ég elskaði manninn minn ennþá. Mér fannst Ingi ekki nógu karl- mannlegur í vextinum, ekki nógu ákveðinn í skapi, ekki nógu smekklegur í klæða- burði og ekki nógu þetta eða hitt. Ég fann honum allt til foráttu. Eftir að við höfðum hist nokkrum sinnum og ég sofið hjá honum þrisvar sinnum sagði ég honum sannleik- h u g a ann; ég gæti ekki haldið þessu áfram, ég elskaði hann ekki og ég væri alls ekki tilbúin til að binda trúss mitt við einn eða neinn eins og á stæði. Ingi hvarf á braut aftur og líf mitt hélt áfram. Þetta stutta ævintýri hafi þó brotið ísinn, það sannaði fyrir mér að það var til líf án mannsins míns fyrrverandi. Arin liðu og ég giftist aftur. Sá maður er mér allt. Eftir fyrri mistök mín lærði ég að maður verður að taka ábyrgð á vandamálum sín- um og ræða þau opinskátt og finna lausnir. Við hjónin höfum alltaf verið vinir og félagar og alltaf þegar eitt- hvað kemur upp er það krufið strax til mergjar og afgreitt. Við eigum vel sam- an og þrátt fyrir margar raunir sem við höfum geng- ið í gengum erum við alltaf jafn innilega ástfangin. Við styðjum hvort annað þegar þess gerist þörf, huggum hvort annað, hlæjum saman, skemmtum okkur, ferðumst og elskum heimilið okkar og börnin sem við eigum saman og sitt í hvoru lagi. Við erum þakklát forsjóninni fyrir að hafa leitt okkur saman á þann furðulega hátt sem hún gerði. Skugginn í lífi mínu Þrátt fyrir þessa hamingju ber einn skugga á líf mitt. Það er Ingi. Ég hef í raun aldrei losnað við hann og kannski losna ég aldrei við Eg fór strax að efast og efinn magnaðist eftir huí sem uið hittumst oftar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.