Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 26
STIMPLAÐUR FYRIR LÍFSTÍD Eyvindur var einn þeirra fyrstu sem ég kynntist þegar ég fór til náms í háskóla erlend- is. Hann bjó í næsta herbergi við mig á heimavistinni og ég verð að viðurkenna að ég varð hrifinn af hon- um frá fyrsta degi. Hann var ekki aðeins skemmtilegur, heidur var hann einnig hávax- inn og myndarlegur og hafði þau fallegustu augu sem ég hafði nokkru sinni séð. n ég áttaði mig fljótlega á því að hann leit ein- göngu á mig sem góða vinkonu og ég sætti mig við það að ekkert myndi þýða fyrir mig að láta mig dreyma rómantíska dagdrauma um okkur tvö. Við urðum hins vegar óaðskiljanlegir vinir. Okkur leiddist báðum að borða einum og á hverjum degi elduðum við okkur eitthvað saman. Hann hjálpaði mér einnig með stærðfræðina, sem aldrei hafði verið mín sterka hlið, þannig að það er óhætt að segja að við höfum varið miklum tíma saman og okkur leið sérstaklega vel í návist hvors annars. Mér leið vel í skólanum og það var ekki síst Eyvindi að þakka. Hann var á loka- ári og í gegnum hann eign- aðist ég fljótlega góða vini. Það var mikið um skemmt- anahald eins og gengur og gerist þar sem ungt fólk býr saman. Alltaf var eitthvað að gerast og aldrei leið sú helgi að ekki væri einhver sem byði í partí. Það var einmitt á einu slíku kvöldi sem hræðilegur og örlagaríkur atburður átti sér stað. Ég hafði drukkið óvenju- mikið þetta kvöld og farið snemma heim að sofa. Næsta morgun vaknaði ég við það að einhver bankaði á dyrnar. Ég var ennþá hálf- sofandi þegar ég opnaði fyr- ir Systu, vinkonu minni, sem lá mikið á hjarta. Ertu búin að heyra þetta með Eyvind? Var það fyrsta sem hún sagði. Ég glaðvaknaði á svip- stundu. Hafði eitthvað kom- ið fyrir Eyvind? Það fyrsta sem mér datt í hug var að hann hefði lent í bílslysi en Systa leiddi mig fljótlega í allan sannleikann um málið. Allir höfðu verið óvenju- drukknir í partíinu og sjálf sagðist Systa hafa verið svo drukkin að hún myndi ekki allt sem gerst hafði um kvöldið. En henni hafði skilist að Metta, ein skóla- systra okkar, hefði gengið á eftir Eyvindi með grasið í skónum allt kvöldið. And- rés, kærasti Mettu, hafði ekki komi í partíið; þau höfðu rifist heiftarlega fyrr um daginn. Þegar liðið var á nóttu hafði Eyvindur sagt Systu að hann ætlaði heim með Mettu, hún hafði boðið honum heim með sér til þess að fá eitthvað í svanginn, og rétt á eftir höfðu þau farið. Nokkru seinna hafði Andrés komið og spurt um Mettu og einhver hafði sagt honum að hún væri farin heim. Hann hafði ákveðið að fara til hennar og hafði rétt náð heim til hennar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að Eyvindur nauðgaði Mettu! Þetta var það sem þau Andrés og Metta héldu fram. Ég átti ákaflega bágt með að trúa þessu. Þetta líktist ekki þeim Eyvindi sem ég þekkti, ég var fullviss um það að hann gæti ekki gert flugu mein. Hann hafði heldur aldrei sýnt Mettu nokkurn minnsta áhuga. Eftir að ég hafði jafnað mig svolítið ákvað ég að fara til Eyvindar og heyra hans út- gáfu af því sem gerst hafði. Eyvindur var mjög miður sín og var greinilega feginn að sjá mig. Hann sagði mér hvað hafði gerst og það kom engan veginn heim og sam- an við útgáfu þeirra Andrés- ar og Mettu. Metta hafði byrjað að reyna við hann um leið og þau voru komin inn úr dyr- unum. Hann sagðist hafa verið drukkinn og viður- kenndi að hann hefði ekkert gert til þess að reyna að stoppa hana þrátt fyrir að hann vissi að hún væri með Andrési. Hann hafði ekki heyrt þegar Andrés kom inn og vissi ekki fyrr en Metta sleit sig lausa frá honum og kallaði á hjálp. Ég gat lesið úr augum hans hversu mikið honum var í mun að ég tryði honum og svo sannarlega gerði ég það. En ég var líklega sú eina. Fiskisagan flaug um skólann og heimavistina og eftir nokkra daga vissu allir í skólanum hver hann var þessi Eyvindur og hvað hann átti að hafa gert. Fyrst sagðist Metta ætla að kæra hann fyrir nauðgunartilraun en sagðist svo ekki treysta sér til þess að ganga í gegn- um erfið réttarhöld og hætti við kæruna. Hún notaði samt hvert tækifæri til þess að tala um hversu hræðileg reynsla þetta hefði verið og hversu dauðhrædd hún væri við Ey- vind. Smátt og smátt sneru allir baki við honum. Eng- inn talaði við hann, nema til þess að lauma að honum einhverjum ónotum. Óvildin gekk jafnvel svo langt að eina nóttina komu vinir Mettu í heimsókn og lúsk- uðu illa á honum. Meira að segja ég brást honum. Þrátt fyrir að ég tryði honum var ég ekki nógu sterk til þess að viður- kenna það þegar ég var inn- an um skólafélaga okkar. Það var auðveldara að fylgja straumnum. Þar fyrir utan gat ég heldur ekki verið hundrað prósent viss... Eyvindur hélt áfram í skólanum þótt lífið þar inn- an veggja hljóti að hafa ver- ið honum algjör martröð. Hann varð að ljúka vetrin- um til þess að útskrifast úr skólanum. Hann mætti ekki í marga fyrirlestra og reyndi að koma sér í burtu áður en 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.