Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 24
Texti: Hrund Hauksdóttir regiurnar Kropíð á kné fyrir forsetanum Það eru í raun aðeins tvær leiðbeinandi reglur fyrir konur sem lúta að kynlífssamskiptum við karlmenn. Hin heimsfræga fröken Monica Lewinsky braut bær báðar á klaufalegan máta og allir bekkja útkomuna. Hér förum við í gegn- um mistök dömunnar. Úfagmannlegt ástar- samband við Banda- ríkjaforseta Feluleikurinn með vindil- inn og bláa kjóllinn með blettinum í var auðvitað al- gjört klúður af forsetans og Monicu hálfu. Á því leikur enginn vafi. En Monica hef- ur borið því fyrir sig að hún hafi lært allt um kynlíf og samskipti við karlmenn af lestri bandarískra glanstíma- rita. Vissulega hefur glað- legt viðmót hennar og smit- andi hlátur verið það sem fangaði athygli Clintons og það getur vel verið að hún hafi lumað á góðum ráðum úr stelpublöðunum. En því meiri upplýsingar sem við fáum um Monicu, bæði úr skýrslu Kenneth Starr og ævi- sögu hennar sjálfrar, því sannfærðari verðum við um hversu barnalega og ófagmannlega hún hagaði sér í þessu leyni- lega ástarsambandi við Bandaríkjaforseta. Flún var uppáþrengjandi og stundum móðursjúk í stað þess að vera yfirveguð. Hún blaðr- aði á óábyrgan hátt við fólk um þetta viðkvæma mál í stað þess að hafa vit á því að þegja. Það er þvf óhætt að segja að Monica greyið hafi ekki verið huguð og óttalaus heldur hagaði hún sér á kjánalegan máta. Hér til gamans koma regl- urnar tvær sem Monica hefði átt að halda í heiðri: 1 Hressar og hugaðar konur eiga rétt á frá- bæru kynlífi og skemmtilegu lífi Bill Clinton hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að það teldist ekki til kynlífs að vera með buxurnar á hælun- um. Það telst alla vega seint vera fjörugt kynlíf. Hressar og hugaðar konur eru heil- brigðir lífsnautnaseggir. Þær vita að kynlíf þeirra getur og á að vera frábært og þær taka ekki þá áhættu að eyði- leggja líf sitt með einni ferð í bólið. Þegar þessar konur verða varar við að kynlífið gefur þeim ekkert eða er hreinlega óviðeigandi (t.d. framhjáhald), þá hafa þær skynsemi til að draga sig í hlé. Monika Lewinsky missti hins vegar sjónar á siðgæði nútímakonunnar inni á einkaskrifstofu Bandaríkja- forseta. Hún missti tökin þegar í upphafi sambands- ins. Jú, jú, auðvitað þurfti ákveðið hugrekki til þess að fækka fötum fyrir forsetann, en að krjúpa á kné og „þjóna" hinum háa herra eins og hún gerði er merki um að hún hefði óvanalega lágt sjálfsmat. Auk þess átti hún svo að segja engin sam- skipti við forsetann fyrir utan í svefnherberginu. Eða í skrifstofunni, réttara sagt. Hugaðar konur sem hafa gott sjálfsmat sitt á tæru forðast gifta menn eins og heitan eldinn. Þær hafa ekki hug á að eyða dýrmætum tíma sínum til spillis. Þær leggja meiri áherslu á vinnu sína en að slefa yfir ein- hverjum sætum starfsfélög- um (hvort sem þeir eru for- setar eða ekki), þær eiga vinkonur sem myndu aldrei láta sig dreyma um að taka einkasamtöl upp á segul- band og líta einungis við karlmönnum sem setja þær í fyrsta sæti í lífi sínu, eins og þær eiga auðvitað skilið. Það þarf engan snilling til þess að átta sig á að Bill Clinton hefði aldrei getað veitt Monicu þá umhyggju, ást og athygli sem hún þarfnaðist. Þau vonbrigði hennar urðu þess valdandi að hún varð enn óöruggari með sjálfa sig og hegðaði sér óskynsamlega. Hún fékk aldrei það sem hún vildi út úr samskiptun- um við buxnalausa forset- ann með vindilinn. 2 Hressar og hugaðar konur vita hvenær bær eiga að draga sig ihlé Hressar og hugaðar konur eru að sjálfsögðu ekki ónæmar fyrir dálitlu dóm- 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.