Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 8
linskunámið í Háskólu Is- lands gcngur vel, en ís- lenskunániið í Námsflokk unum hægar. eignast reglulega góða vini." Chix finnst við íslendingar al- mennt vel lesnir og menning- arlegir og skemmtilegri en aðrir Evrópubúar sem hún hefur kynnst. Unga fólkið lætur tilfinningarnar ráða Pað er spennandi að heyra frá landi þar sem lífið er allt öðruvísi en maður á að venj- ast og þar sem áherslurnar eru aðrar. Chix segir að á Indlandi stjórnist margt af iitarhætti fólksins og stéttaskipting sé mikil. Peir sem eru ljósir á hörund falla nær undantekn- ingalaust í hóp fína fólksins á meðan þeir dökku eru fátækir. -Hvaö um þá sem kallaðir eru „hinir ósnertanlegu „í þessum hópi, sem á ind- versku heitir harijans, er fólk sem er af lægstu stétt. I gamla daga átti það ekki rétt á að fá neina menntun né almenni- lega vinnu og litið var á það sem úrhrak. Petta fólk á þó auðveldar uppdráttar í dag en áður fyrr. Pað fær hjálp frá ríkisstjórninni til að fá vinnu og menntun en samt er enn litið niður á það. Fjölda marg- ar stéttir eru á Indlandi og hægt er að sjá á litarhætti fólksins hvort það sé af fínni stétt. Það eru líka óskrifuð lög að fólk giftist innan sinnar stéttar. Petta er þó að breytast smátt og smátt og unga fólkið lætur frekar tilfinningarnar ráða en stéttaskiptinguna. Indland er mjög fátækt land og ástandið er þannig í dag að þeir ríku verða stöðugt ríkari og þeir fátæku fátækari. Þeir sem eru í millistétt eiga erfitt uppdráttar og þurfa að leggja mikið á sig til að lenda ekki undir fátæktarmörkum. Chix segir að peningarnir í landinu fari aðallega til stjórnmála- manna og að ríkisstjórnin sé ekki að gera góða hluti. „Þjóðin er að sjálfsögðu mjög trúuð og trúin fer með stórt hlutverk í lífi fólks," seg- ir Chix. Sjálf er hún ekki hindúatrúar heldur kristin. Hún er ekki fermd og fer ekki í kirkju. Samt sem áður segist hún trúa á Jesú Krist á sinn eigin hátt og telur trúna vera persónulegt mál hvers og eins. Þeir sem stjórni Maharashtra ríkinu þar sem Bombay er staðsett og Chix bjó, séu hindúatrúar og eitt aðalbar- áttumál þeirra sé að útrýma kristinni trú. Konum ekki sýnd virðing „Pað er allt mjög ódýrt í Indlandi" segir Chix. „Ef þú færir til Bombay í dag værir þú rík og gætir komið til baka með fullar ferðatöskur af alls kyns fallegum hlutum. Reynd- ar væri viturlegast að ég færi með þér út að versla til að prútta því tilvalið er að græða á þér þar sem þú ert útlend- ingur," segir Chix og hlær. Hún bætir við að götulífið í kvikmyndum um Indland sýni alveg rétta mynd. Göturnar eru litlar og þröngar og mann- þröngin óendanleg. Umferðin er hræðileg. Fólk hrópar, kall- ar og flautar á næsta mann og ekkert hreyfist. Ef þú ert kona að aka bíl er hlegið að þér. „Einu sinni var maður sem kom upp að bíl mömmu út á miðri götu og spurði hvað hún væri eiginlega að gera þarna og af hverju hún færi ekki bara heim að elda, hennar staður væri fyrir framan elda- vélina. Svona er framkoma karlmanna í garð kvenna að hennar sögn. Þeir bera alls enga virðingu fyrir konum, þær eru bara til að elda og eignast börn. Það er alveg sorglegt að svona hugsunar- háttur sé ennþá til þegar tuttugasta öldin er að líða undir lok." Chix er mjög áhugasöm að segja frá Saree, þjóðbúningi kvenna á Indlandi. Hún segist hafa klæðst honum í vinnunni þegar hún var leiðbeinandi í sumarskóla í Bombay, en al- mennt klæðist konur ekki Saree daglega. „Petta er fág- aður og glæsilegur búningur sem konur eru stoltar af að klæðast. Nú orðið er hann yf- irleitt notaður við hátíðleg tækifæri." Salwar Kameezeru líka föt sem við Vesturlanda- búar tengjum við Indland. Það eru síðir, langerma kjólar sem konur klæðast yfir buxur. Konur gengu daglega í Salwar Kameez áður fyrr og búning- urinn er einnig algengur í dag. Gallabuxur og hlírabolir eru samt vinsælasti klæðnaðurinn. „Hvert sem lífið leiðir mig..." -En hvar sér Chix sig búa í framtíðinni? „Hvað sem gerist þá á ég ekki eftir að fara aftur til Ind- lands. Eg mun aðeins fara þangað í sumarfrí til að hitta fjölskylduna mína. Ég hugsa svo rosalega ólíkt því sem fólk gerir þar að ég myndi ekki þrífast þar. Enn sem komið er gæti ég alveg hugsað mér að búa á Islandi, svo vel líkar mér hér, en einnig kemur Par- ís vel til greina. Pangað fer ég allavega til að læra ljósmynd- un. Mitt mottó er: Hvert sem lífið leiðir með mig ... Við verðum bara að sjá til hvar ég verð eftir tíu ár," segir þessi lífsglaða, sjálfstæða og ákveðna stúlka sem er kannski eftir allt saman ekki svo frábrugðin okkur Islend- ingum. 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.