Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 2

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 2
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r Myndir: Gunnar Gunnarsson - -v-r- Tungl- hús uar yfirskrift sýning- ar Sigríðar Önnu E. Nikulásdóttur í ^ W Gallerí Foid á dögunum. Þetta sérstæða 1 heiti er bæði Ijóðrænt og áleitið, líkt og myndirnar sem sýna bögul hús að næturheli. Listakonan var spurð hver hefði verið kveikjan að hessu einstaka nafniP » Tunglhús var heit- ið á lokaverkefni mínu í Myndalista- og handíðaskólan- um,“ segir Sigríður Anna. „Þemað sem ég ákvað að vinna út frá var hús. Mynd- irnar hafa yfir sér einhvern dularfullan blæ og í þeim er svolítill drungi. Blár litur er áberandi og mig langaði að finna nafn sem passaði þess- um anda. Ég fékk góða dóma fyrir verkefnið frá prófdóm- urum en mér fannst ég samt ekki búin að fullvinna þessa hugmynd. Sýningin er því eins konar framhald af loka- verkefninu. Ljóðið Björt kvöld eftir Hannes Pétursson var mér einnig innblástur og mér finnst ljóð hans smellpassa við það sem ég er að segja með sýningunni.“ Sigríður Anna útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1992. Myndir hennar eru unnar með blandaðri tækni, þ.e. grafíkmynd er handmáluð eftir að hún hefur verið þrykkt, þannig að í raun eru engar tvær myndir eins. Sig- ríður Anna segir þetta til þess gert að fá útrás fyrir löngun sína til að mála. „Þegar ég fór í Myndlista- skólann var ég lengi að gera upp við mig hvort ég ætti að fara í málaradeild eða graf- íkdeild. Ég ákvað að lokum að grafíktækni væri það flók- in að ég gæti ekki lært hana upp á eigin spýtur en það er auðveldara að tileinka sér þá tækni sem notuð er við að mála. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun því þetta er skemmtileg tækni og gaman að vinna með hana.“ Pabbi Sigríðar Önnu, Niku- lás Sigfússon læknir, málar og hefur haldið sýningar á verk- um sínum. Er myndlistará- huginn ef til vill í genunum? „Ég er alin upp við það að fara á málverkasýningar og ég horfði oft á pabba þegar hann sat á kvöldin við að mála. Ein systra minna er út- skrifuð úr keramíkdeild Myndlista- og handíðaskól- ans og tvær aðrar hafa stund- að nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Mamma hefur ekki síður áhuga á myndlist og hefur sótt mörg námskeið í listasögu í Háskólanum. Auðvitað fer ekki hjá því að maður smitist af svo miklum áhuga.“ Þetta er önnur einkasýning Sigríðar Önnu en áður hefur hún sýnt í Stöðlakoti og þá voru fuglar meginviðfangs- efni hennar. „Sýningin hét Furðufuglar og í það skiptið voru það ljóð Snorra Hjartarsonar sem ég sótti mikið í. Hann var mikill fuglavinur og orti mörg ljóð um fugla. Á sýningunni voru alls konar fuglar svo heitið Furðufuglar átti vel við. Það er mjög gott fyrir listamann að halda sýningar og undir- búningsvinnan krefst mikils aga. Maður fyllist gjarnan af hugmyndum, bæði á meðan verið er að undirbúa þær og meðan á þeim stendur. Svo er líka hollt að fá gagnrýni á verk sín.“ í báðum sýningum Sigríð- ar Önnu fram að þessu hafa ljóð komið mikið við sögu. Er hún ljóðaunnandi? „Ég viðurkenni að ég les ekki oft ljóð. En þegar ég er að vinna að sýningu er hún að veltast í kollinum á mér í marga mánuði. Þá leita ég gjarnan í ljóð til að fá hug- myndir. Stundum er það líka svo að ég fæ hugmynd sem ég vil vinna út frá og þá leita ég að ljóðum sem falla að þeirri hugmynd, eins og þegar ég ákvað að vinna sýningu um fugla þá leitaði ég að ljóðum um þá og sömuleiðis var því þannig farið með húsin. Ljóð eru svo einstaklega myndræn að það er mjög auðvelt að búa til mynd úr ljóði.“ Sigríður Anna er ung og á tímann fyrir sér í myndlist- inni. Það verður áhugavert að sjá hvert verður þema næstu sýningar hennar og í smiðju hvaða ljóðskálds hún kýs þá að leita eftir frekari inn- blæstri. E Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.