Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 46
Miranda lee HNEYKSLANLEGT BÖNORD gráðu yfirheyrslu," hvíslaði Dirk að Lauru þegar þau gengu til Morries sem stóð við grillið. „Þú ert lögfræðingurinn. Segðu mér hvað ég á að segja!“ sagði Laura við Dirk. „Segðu Carmel bara að ég hafi komið aftur og sagst sjá eftir því sem ég gerði og að ég hafði sagt að ég elskaði þig ennþá. Reyndu að nota orð- ið „ást“ sem oftast þá bráðn- ar hún eins og allar konur,“ sagði Dirk. Laura varð hugsi. Hún hafði bráðnað þegar Dirk hafði talað um ástina. Var honum kannski ekki treystandi? Var þetta allt saman bara hluti af ráða- bruggi hans? „Ekki hugsa svona!“ skip- aði rödd innra með henni. „Þú verður að treysta honum, annars mun þetta aldrei ganga,“ sagði röddin. „Hvað er að?“ spurði Dirk þegar hann sá hversu alvarleg hún var. „Ég mundi bara eftir því að við komum ekki með neitt með okkur, hvorki vín né meðlæti,“ sagði Laura. „Hafðu ekki áhyggjur af því. Morrie á nóg til elliár- anna ívínkjallaranum,“ sagði Dirk. Hann hafði rétt fyrir sér varðandi Carmel. Hún var fljót að gleypa við skýringum Lauru á sambandi þeirra. Carmel var líka nógu nærgæt- in til þess að spyrja ekkert frekar út í konurnar sem Dirk hafði sést með á meðan hann og Laura voru aðskilin. Laura leit á Dirk og hugs- aði um það sem Hester hafði sagt. Hún hafði sagt að Laura væri að leita uppi vandræðin með því að byrja aftur með Dirk og að hún gæti átt á hættu að verða særð aftur. Laura óttaðist það líka. Hún treysti Dirk ekki j afn vel núna og hún hafði gert áður fyrr. A fyrsta hjónabandsári þeirra hafði hann líka verið ákaflega opinn og sagt henni allt, frá vinnunni, tilfinningum sínum og í raun öllu sem á daga hans dreif. Núna virtist hann vilja hólfa líf sitt meira niður, þar sem vinnan var í einu hólfi, tilfinningarnar í öðru og kyn- lífið í því þriðja. Hún var viss um að ófrjó- semin var ástæðan fyrir því að Dirk hafði skriðið svona inn í skel sína. Hann vissi ekki hvernig hann átti að taka á þeim vanda og hún vissi það reyndar ekki heldur. Hann yrði sennilega aldrei sami maðurinn og hún giftist eftir þetta áfall. Laura varð hins vegar að gera það upp við sig hvort hún væri tilbúin að vera gift þessum nýja manni sem virtist bara vera fær um að tjá tilfinningar sínar með einum hætti, í rúminu. Hún treysti karlmönnum yfirhöfuð ekkert sérstaklega vel, sérstaklega ekki eftir allt sem móðir hennar hafði inn- prentað henni, og hún var viss um að samband sem væri ein- göngu byggt á losta gæti aldrei gengið til lengdar. Hún settist niður með vín- glas í hendi og andvarpaði. „Hvað er að?“ spurði Dirk. „Af hverju heldur þú að það sé eitthvað að?“ spurði hún á móti. „Þú ert búin að gefa mér svo oft illt auga í dag að mig var farið að gruna að ég væri með opna buxnaklauf eða hefði framið einhvern glæp.“ Laura hló en sagði ekki neitt. „Láttu ekki svona, ég þekki þig betur en nokkur annar. Hvað er að?“ Atti hún að þora að segja honum frá hugsunum sínum? Hún hafði áhyggjur af fram- tíðinni en henni hafði liðið al- veg ótrúlega vel alla þessa viku. Eins vel og þegar þau voru í brúðkaupsferðinni sinni. „Þarna kom það! Asni er ég,“ hugsaði Laura með sér. Það var sem eldingu hefði lostið niður í huga hennar. Auðvitað var Dirk upptekinn af kynlífi þeirra núna eftir svona langan aðskilnað. Þess vegna leið henni eins og þau væru í brúðkaupsferðinni þar sem kynlífið hafði verið í að- alhlutverki. Nýjabrumið myndi smám saman fara af sambandinu og þá myndi eðlilegra líf taka við. Nú var bara um að gera að njóta þessara villtu daga til hins ýtrasta. Laura leit tælandi á Dirk og sagði: „Eigum við kannski að fara í bíltúr saman? Á ein- hvern afvikinn stað?“ „Já, endilega,“ sagði hann hás og kyssti hana ástríðufull- ur. Meirihattar tilboð A fyrir áskrifendur V i k u n n a r ! af bessum / ið kynnum til leiks Fróðakortið sem getur orð- / ið þér til hagsbóta á ýmsum sviðum því fram- i /vegis munum við mánaðarlega kynna ýmis spennandi tilboð fyrir áskrifendur Vikunnar. Það ^borgar sig því að fylgjast vel með sérkjörum og til- boðum okkar. í maí verða Vikan og verslunin Tekk vöruhús, Bæj- arlind og Kringlunni með frábært tilboð fyrir áskrif- endur blaðsins. Gegn framvísun Fróðakortsins fást þessar glæsilegu glæsilegu vörum vörur með 25 % afslætti á meðan birgðir endast. Þessi tekkskápur með gleri í hurð er glæsilegur hvar sem hann er settur. Hann geta áskrifendur Vik- unnar eignast með 25% afslætti í maí. Gluggatjöldin, rúmteppið og púðaverin gera heimilið enn fallegra og það er um að gera að nota tækifærið meðan hægt er að fá þessa einstöku gæðavöru með miklum afslætti! Tekk vöruhús er til húsa við Bæjarlind 14-16 (s: 564- 4400) og í Kringlunni 4, (s: 5814400).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.