Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 29
þakkaði ég þeim fyrir sam- starfið og sagðist ætla að vinna í mínum málum á öðr- um vettvangi. Ég var í upp- námi því ég var dauðhrædd- ur við þau. Hörður heimtaði að fá að vita ástæðuna fyrir sinnaskiptum mínum og þeg- ar ég neitaði að svara réðst hann að mér með höndina á lofti. Hann sló mig þéttings- fast á annan vang- ann arfrest en í raun og veru var ég ekki tilbúinn að fórna fjöl- skyldu minni fyrir það sem Hörður og Fjóla kölluðu guðsríki. Ég fór til fyrrnefnds vinar míns og ræddi þessi mál við hann. Einnig talaði ég við fjölskyldu mína. A endanum tók ég þá ákvörðun að hætta í söfnuðinum. Ég hringdi því ekki í þau tvisvar á dag eins og mér hafði verið skipað að gera heldur hætti alfarið að hafa samband við þau. Kýldur og laminn Ég fékk bréf frá Herði og Fjólu eftir nokkurra daga þögn af minni hálfu. Þau báðu mig um að hafa samband við sig og að við þyrftum að tala saman. Ég hringdi strax og náði bara sambandi við sím- svara þeirra hjóna. Ég las inn á hann og sagði að það væri rétt, við þyrftum að ræða mál- in en ekki alveg strax því ég væri að vinna svo mikið. Ég sagði þeim að gera ekki ráð fyrir mér á sam- komur og gaf í skyn að ég væri hættur. Fjóla hringdi í mig daginn eftir og hellti sér yfir mig. Hún sagði að ég væri að svíkja köll un mína. Við ákváðum að hitt- Ey ætlaði að í stól og settist reyndíað losna úr íbúðinni og að ég var vöðvi hafði ast um mið- nætti á heim- ili Harðar ogFjólu.Ég kom beint úr vinnunni og mætti með bréf sem ég hafði skrifað þeim í bréfinu og ég spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Hann kvað svo vera og sló mig á hinn vangann. Ég ætl- aði að yfirgefa íbúðina en þá ýtti hann mér niður í stól og settist ofan á mig. Ég var orð- inn alvarlega hræddur og reyndi að losna. Ég komst síð- an með harmkvælum út úr íbúðinni og fór beint á slysa- varðstofuna. í ljós kom að ég var með sprungna hljóð- himnu öðrum megin, vöðvi hafði slitnað, ég var marinn á höfði og bringu og einnig blæddi úr munnvikum mín- um. Mér fannst ekki ann- að koma til greina en að kæra Hörð og fór og tal- aði við lögfræðing. A endanum fór það svo að ég hætti við það því kær- an hefði verið látin niður falla nema ég höfðaði einkamál á hendur honum Þar sem ég var ekki tilbúinn til þess vissi ég að kæra sem félli niður myndi gera hann að píslarvotti. Sagan sem hann sagði af viðskiptum okkar var töluvert frábrugð- in minni og ég vissi að hann myndi sannfæra fólkið um að hann segði sannleikann. Ég átti töluverðar eignir hjá söfnuðinum og má þar nefna rándýrt hljómborð. Ég þurfti að fá aðstoð lögreglu til að ná því aftur. Kippt úr birtingu hjá DV Mér er loks farið að líða vel aftur en þó blundar í mér hræðsla við þau hjón. Ég fæ alltaf slæma tilfinn- ingu þegar ég mæti þeim úti á götu. Ég hef heyrt að þau séu einnig hálfsmeyk við mig eða djöfulinn sem á að búa innra með mér fyrst ég hætti. Ég hef einnig séð þessa djöflahræðslu í andlitum unglinganna sem ég leiddi áður, þegar ég hitti þá. Ég sagði þessa sögu mína hjá DV. Viðtal við mig, undir nafni, átti að birt- ast á laugardegi og það var auglýst nokkrum dögum áður í blaðinu. Þegar laugardags- blaðið kom síðan út var grein- ina hvergi að finna. Ég veit ekki hver togaði í spotta en ég fékk enga ástæðu gefna upp hjá DV hvers vegna þeir birtu ekki sögu mína. Ég er alls ekki í hefndarhug gagnvart gamla söfnuðinum mínum heldur vil ég eindreg- ið vara fólk við þessum hjón- um og því sem þau eru að framkvæma og boða. Boð- skapur þeirra tengist ekki því guðsorði sem ég hef kynnst, trúi og ber virðingu fyrir. Rétturinn til að velja og hafna á að vera sjálfsagður en er það ekki hjá þeim. Hörður og Fjóla hafa stað- ið fyrir átaki gegn sjálfsvígum og hefur gengið ágætlega að safna peningum frá fólki sem gefur þá í góðri trú. Ég vil að það komi skýrt fram að sumir söfnuðir utan þjóðkirkjunnar eru í góðu lagi og meðlimir þeirra eru ekki heilaþvegnir. Ég vona að einhver lesandi læri af reynslu minni og leyfi aldrei neinum að kúga sig til að hætta að hugsa sjálfstætt. Nú er ég í góðri og skemmtilegri vinnu og farinn að starfa á nýjan leik með KFUM. Ég hef fengið mín efasemd- arköst en kem alltaf út úr þeim sterkari í trú minni á guð. Lesandi segir Guðríði Haraldsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ileiniilisfaiigid er: Vikan - „l.iTsreyiisliisaj*a“, Seljave|>ur 2, 1(11 Keykjavík, Nellaii}': vikail@lrildi.is 'Éf' A Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.