Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 51

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 51
magnist af umhverfinu og sumir njóti sín best í nágrenni við jökla og þann kraft sem í þeim búi aðrir hafi þörf fyrir birtu og gróður. „Orka mín er mýkri og hlýrri en sá kraftur sem býr í jöklinum, hann er harðari. Ég starfa best og er virkari þeg- ar sumrin eru löng og mikil gróðursæld í kringum mig. Aðrir vilja vinna undir jökli og með þann kraft sem þar er. Búgarðurinn minn er á Lúne- borgarheiðinni í Norður- Þýskalandi en sá staður er þekktur fyrir náttúrufegurð. Þangað er ekki nema einnar og hálfrar klukkustundar akstur í suðausturátt frá al- þj óðlega flugvellinum í Ham- borg. Svæðið er náttúru- verndarsvæði og þar er fjöl- skrúðugt fuglalíf því fuglar- nir fá að njóta sín og lifa í friði. Ég féll fyrst fyrir húsinu, sem var byggt árið 1824, en í kringum það er 4000 fm rækt- aður og fallegur garður, nán- ast eins lystigarður þar sem fólk getur setið undir trjánum og hugleitt utandyra. Enginn er bundinn við að vera inni vegna veðurs. Fólk getur einnig hópað sig saman og talast við. Búgarðurinn er hluti af lillu þorpi og í apríl er stefnt að því að starfsemin hefjist." Dagmar vonast til þess að fólk komi til hennar í frí á hvaða tíma ársins sem er til að endurnýja orku og líkams- kraft og byggja sig upp til framtíðar andlega og líkam- lega. Hún hefur lært mikið um vítamín og steinefni og veitir fólki ráðleggingar um notkun þeirra. „Ég hef sérhæft mig í nátt- úrulegri meðferð með vítamínum, steinefnum og amínósýrum til að halda ónæmiskerfinu sterku og byggja það upp. Ekki bara þegar í óefni er kornið held- ur einnig sem fyrirbyggjandi meðferð. Stefnt verður að því í allri meðferð á búgarðinum að veita ráðgjöf sem fólk get- ur tekið með sér heim og haldið áfram sjálft þeirri vinnu sem áður var hafin.“ Búgarðurinn sem Dagmar hyggst nota til heilsubótar og uppbyggingar fyrir íslendinga og aðra Evrópubúa virðist eins og paradís á jörðu. Ekki er að efa að margir vilja gjarn- an leggja þangað leið sína og líkt og Dagmar bendir á hef- ur hver árstíð sína töfra og mismunandi er hvað hentar hverjum og einum í því efni. Víst er að hvíld við kjörað- stæður, þar sem fólk þarf ekki að huga að öðru en eigin líð- an, er nokkuð sem nútíma- fólk sækist eftir í æ ríkari mæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.