Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 19

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 19
Ungur lögfræðinemi bjó í litlu herbergi á Gamla-Garði. Hann hafði boðið unnustu sinni, 19 ára gamalli, í heim- sókn til sín. Hún mætti á til- settum tíma en unnusti henn- ar var ekki á svæðinu. Hún beið lengi eftir honum. Eftir tæpan hálftíma stóð hún upp og var með tárin í augunum því hún hélt að hann hefði gleymt stefnumótinu. Allt í einu opnaðist hurð á efri skáp í herberginu og út valt lög- fræðineminn máttlaus af hlátri. Ungu stúlkunni var ekki skemmt. Hún fór að gráta og fleygði trúlofunar- hringnum í þennan rudda. Þau sættust reyndar heilum sáttum og hann endaði sem fyrrverandi eiginmaður hennar mörgum árum síðar. Til lukku með líkið Stundum er hægt að breyta hlátri í grát eins og sannaðist á óheppna manninum sem mismælti sig illilega. Hann var að sækja börn sín heim til móðursystur þeirra. Móður- systirin, sem var orðin fyrr- verandi mágkona hans, hafði misst manninn sinn í slysi og voru ættingjar hennar og vin- ir hjá henni í erfisdrykkju og þar á meðal fyrrverandi eig- inkona mannsins. Honum fannst ekki við hæfi að flauta fyrir utan húsið, heldur bank- aði á dyrnar og spurði eftir mágkonunni fyrrverandi til að votta henni samúð sína. Þegar hún kom til dyra, grát- bólgin og alvarleg í bragði, sagði hann: „Eg óska þér hjartanlega til hamingju, Vigdís mín.“ Vigdís þakkaði honum fyrir og hann kvaddi og fór ásamt börnum sínum. Vigdís kallaði á systur sína, fyrrum eiginkonu mannsins, og bað hana að tala við sig inni á baðherbergi. Systirin hljóp til því henni fannst Vigdís svo undarleg á svip- inn. Henni brá því ekki lít- ið í brún þegar Vigdís var farin að skellihlæja og stundi upp úr sér því sem maðurinn sagði. Þær systur hafa alltaf þótt hlátur- mildar og þurftu ekki meira til en þetta. Þær neyddust til að troða handklæði upp í sig til að ekki heyrðist frá þeim hlátur. Vigdís sagði síð- ar að þessi mismæli hefðu bjargað deginum. Henni leið miklu betur eftir allan hláturinn. Beinbrotinn, marinn og blár Þótt kringumstæðurn- ar séu erfiðar er alltaf tími til að lauma góðum húmor að. Lögmaður nokkur var fluttur stórslasaður á sjúkrahús. Þegar nýbúið var að gera að sárum hans kom fal- leg hjúkrunarkona til hans í þeim erindagjörð- um að taka af honum skýrslu. Ein fyrsta spurn- ingin var svohljóðandi: „Ertu kvæntur?" „Ha, já reyndar, en ég slas- aðist svona í umferðarslysi," svaraði maðurinn grafalvar- legur á svip. Hjúkrunarkon- unni var ekki skemmt. Hjartans mál Margir eru ógurlega við- kvæmir fyrir húmor sem teng- ist sjúkdómum eða fötlun. Þeir viðkvæmu eru frekar þeir sem eru fullfrískir og segjast bera hag hinna fyrir brjósti. Þó hefur fatlað fólk sagt að það sé réttur þeirra, eins og annarra, að það sé gert grín að þeim. Eftirfarandi símtal átti sér Katrín Fjeldsted, al- bingiskona og læknlr „Ég veit ekkert skemmti- legra en aö umgangastfólk og hef átt því láni að fagna aö hafa skemmtilegt fólk ná- lægt mér. Ég er fremur hlát- urmild og veit ekkert betra en hressileg hlátrasköll. Mörg slík hlátursköst eru mér minnisstæð en ég vil nefna tvö. Hið fyrra átti sér stað í Borgarnesi snemma árs 1982 þegar væntanlegur borgarstjórnarflokkur sjálf- stæðismanna var að undirbúa borgarstjórnarkosningar komandi vors. Þar fór fyrirlið- inn, Davíð Oddsson, svo á kostum í bundnu máli og óbundnu að ég hló samfleytt í einn eða tvo tíma. Annað hressilegt hláturskast varð þegar ég fyrir nokkrum árum gróf upp dagbókina mína frá því í Miðbæjarskólanum en þar var lýst því sem var að gerast á 14-15 ára aldrinum. Ég hafði ekki séð bókina [ áratugi. Þá hringdi ég í Soffíu Jónsdóttur, vinkonu mína, til þess að lesa fyrir hana það sem þar hafði verið skráð, enda kom Sossa þar víða við sögu. Ég er viss um að hlát- ursköst lengja ævi manns marktækt og hvet til þess að sem flestir finni sér at- vik til að hlæja að. Hláturinn lengir nefnilega lífið.“ stað fyrir nokkrum vikum. Það segir margt um viðhorf fólks til húmors. Símastúlka: „Hjartavernd, góðan dag.“ Kona: „Góðan dag, ég þarf að panta tíma í afkomenda- rannsókn hjá ykkur. Ég fékk nýlega bréf frá ykkur varð- andi það.“ Símastúlka: „Einmitt, er mik- ið um hjartasjúklinga í ættinni þinni?“ Kona: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Kannski einn eða tveir, hinir eru allir dauðir.“ Símastúlkunni fannst sér gróflega misboðið með þessu og sagði að maður gerði ekki grín að svona löguðu. Konan var að hugsa um að biðjast af- sökunar og segjast ekki hafa vitað að þetta væri henni svona mikið „hjartans" mál en fannst nóg komið. Hún taldi sig vera að svara út í hött en ekki að gera grín að hjarta- sjúklingum. Anna Úlafsdóttir Björnsson sagnfræðingur „Alls konar fjarstæðukenndir (absúrd) hlutir koma mér til að hlæja. Sögur sem kenndar eru við „Shaggy dog“ eru í uppáhaldi og ég græt af hlátri á góðum fjarstæðuleikritum, Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo með Gísla Halldórs- syni er sennilega það fyndnasta sem ég hef séð. Fyrir þá sem ekki þekkja „Shaggy dog“ sögur er kannski best að vitna í eina stutta: Maður nokkur var á gangi með tannbursta í bandi. Hann mætti geðlækninum sínum sem var kurteis maður og sagði: - Ég sé að þú ert úti að ganga með hundinn þinn. - Hund? sagði maðurinn, sérðu ekki að ég er með tann- bursta? Þeir gengu smáspöl áfram og síðan sagði maðurinn við tannburstann: -Þarna plötuðum við hann, Snati minn!“ Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.