Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 56

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 56
imistmwiMSBMmm Hjónabandið mun lifa áföllin af Það uar mér áfall þegar Gísli sló mig í fyrsta sinn. Ég stirðnaði upp ng stóð bara með iiönd á kinn og starði á hann. Það tók mig smástund að ána mig á hvað hafði gerst. Mér fannst líða heil eilífð en eflaust voru hað ekki nema nokkrar sekúndur. Nokkru áður en höggið reið af höfðum við setið á kaffihúsi og spjallað í ró- legheitum. Hann viður- kenndi fyrir mér nokkuð sem varðaði fyrrverandi eiginkonu hans, nokkuð sem mér hótti á þeirri stundu heilmikið mál. Ég varð öskuill byrjaði að æpa á hann en rauk síðan út með látum. Hann kom á eftir mér og öskraði á mig að stoppa svo hann gæti talað við mig. Ég virti hann ekki viðlits. Hann elti mig um allan miðbæ- inn og eltingaleikurinn barst loks inn á pósthús bar sem hann náði að króa mig af. Ég var svo æst að ég heyrði ekkert af bví sem hann sagði við mig og skammaðist bara. Hann missti stjórn á sér og slé mig utan undir. Þegar ég hafði jafnað mig örlítið rauk ég í burtu frá honum. Við bjuggum erlendis á þessum tíma og ég hljóp beint á næstu lestarstöð. Lestin mín var einmitt að renna inn á brautarstöðina þegar ég kom en Gísli sem kom rétt á eftir missti af lestinni. Ég fór með lestinni inn í borgina og ráfaði um án þess að vita hvað ég ætti af mér að gera. Að lokum rak kuldinn mig inn á kaffihús og þar fór ég að hugsa málin af meiri ró. Þegar við Gísli byrjuðum að vera saman var hann mjög hreinskilinn við mig og sagði mér allt um sjálfan sig. Ekki bara góðu hlutina heldur þá slæmu líka. Hann lagði mikla áherslu á að við værum hrein- skilin hvort við annað. Hann sagðist ekki geta þolað að vera kannski búinn að tengjast mér sterkum böndum og komast síðan að einhverjum leyndar- málum úr fortíð minni sem hann gæti ekki sætt sig við. Það væri best að vita þessa hluti strax. Lygarnar hreytfu honum í upphafi fannst mér þetta ekki erfitt enda þekkti ég hann ekki vel. Þegar ég fór að kynn- ast honum betur gerði ég mér grein fyrir hversu ólík við erum. Hans siðferðiskennd er mun sterkari en mín og hlutir sem ég sagði honum frá og þótti eðlilegir voru í hans huga svo fjarri því að hann starði á mig opinmynntur meðan frásögnin varði. Marga hluti fannst mér ekki vert að minnast á því þeir voru svo ómerkilegir en fyrir honunr voru þeir greinilega mikið mál. Til að bæta gráu ofan á svart er fortíð mín svo lit- rík að ég hreinlega gleymdi fullt af hlutum og mundi ekki eftir þeim fyrr en mörgum mánuð- um seinna. Ég laug að honum í örfáum mikilvægum atriðum vegna þess að ég var farin að gera mér grein fyrir því hvað vakti ógeð hjá honum og mér var orðið svo mikilvægt að hon- um líkaði við mig að ég gat ekki hugsað mér að segja honum slíka hluti. Ég vildi að hann hefði gott álit á mér hvort sem við værum saman eða ekki. Ég sagði honum því að hann vissi allt um mig og honum þótti fortíð mín slæm en ekki alvond þó hún að mörgu leyti bryti í bága við ímynd hans af hinni fullkomnu konu. Hann kvaðst elska mig nóg til að geta eyði- lagt þá ímynd og búið til nýja sem sniðin væri eftir mér. Við giftum okkur fljótlega eftir að við kynntumst og vorum ham- ingjusamari en við hefðum get- að ímyndað okkur að við nokkurn tímann yrðum. Með tímanum fóru skuggar fortíðar minnar að læðast aftan að okk- ur. Hann fékk hvert áfallið á fæt- ur öðru þegar mjög slæmir hlut- ir komu upp á yfirborðið. Hann varð raunverulega veikur lík- amlega og var mjög óhamingju- samur. Honum fannst hann fastur í sambandi með konu sem hann kærði sig ekki um. Ég átti erfitt líka en verst þótti mér að horfa upp á hvernig þetta fór með hann. Ég beinlínis horfði á hamingjuna hverfa úr sál hans. Við vorum því bæði í sár- um þegar þetta atvik gerðist sem ég sagði frá hér að ofan. Hann gat ekki gleymt for- tíð minni Hann var að velta fyrir sér hvort hann ætti að fara frá mér eða halda áfram og sjá til hvort honum tækist að fyrirgefa mér. Hann mjög sár yfir því hvernig ég hafði blekkt hann. Hann þurfti að berjast við sjálfan sig daglega bara til að geta verið eðlilegur við mig. Rólegar góð- ar stundir eins og við áttum á kaffihúsinu voru því sjaldgæf- ar og ég skil ekkert í sjálfri mér að sleppa mér svona. Það að hann skyldi elta mig og reyna að tala við mig sýnir bara hversu góður maður hann er. Auðvit- að hefði hann bara átt að láta mig fara. Ég átti kinnhestinn því fyllilega skilið. Samt var það ekki ég sem baðst afsökunar heldur hann. Hann var alveg miður sín yfir að hafa slegið mig, sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu áður. Hann hafði mikið á sig lagt fyrir samband okkar og fyrir- gefið mér marga slæma hluti. Ég hafði því enga ástæðu til að rengja hann og trúi því enn þann dag í dag að ég sé fyrsta konan sem hann leggur hend- ur á. Margir mánuðir liðu án þess að að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda. Við rifumst að vísu oft en engin átök urðu. Að vísu brutum við nokkra diska en ég var ekki síðri en hann í þeim leik. Atvik úr fortíð minni svifu hins vegar oft fyrir hugskotsjón- um hans og þá átti hann erfitt með að vera nálægt mér, hvað þá að snerta mig. Það var sama hvað hann reyndi hann gat ekki afmáð þær myndir úr huga sér. Hann forðaðist mig að mestu en þeir tímar komu að hann gat gleymt og þá föðmuðum við hvort annað, hlógum og sýnd- um hvort öðru ástaratlot. Þar kom að hann sló mig aftur og í þetta sinn var það mun alvar- lega hann hreinlega lamdi mig og ég gerði ekkert til að koma því af stað. Hann sló mig í and- litið margoft, dró mig á hárinu og sparkaði í mig í tvær klukku- stundir samfleytt. Hann var drukkinn þetta kvöld og sofn- aði á endanum. Ég svaf ekki mikið og vaknaði öll lemstruð þótt ekki sæist mikið á mér. Ætlum að njóta lítsins hvort í sínu lagi Hann var niðurbrotinn og 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.