Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 12
að var kominn tími til að okk- ar ágæta samband bæri ávöxt og bæði erum við barnelsk að auki, segir Kristinn og brosir til Hildar sinnar. „En þessi af- stæða tímaspurning var alltaf að þvælast fyrir. Svo uppgötv- aði ég skyndilega að ef ekki yrði látið til skarar skríða þá yrði ég þrítugur án þess að vera orðinn faðir og við þeirri tilhugsun hryllti mig. Þetta tókst, rétt slapp fyrir horn og þar að auki fengum við telpu, eins og ég hafði óskað mér. Það er annars gaman að velta því fyrir sér að hér á Islandi aði mig að bæta við mig öðru suður-evrópsku tungumáli og þar eð ég hafði verið eitt sum- ar sem au pair á Norður-ítal- íu var áhuginn á því landi fyr- ir hendi. Ekki sakaði heldur að varla finnst heppilegri staður en Róm til að læra listasögu.“ Kristinn, sem var skiptinemi í Bandaríkjunum, segist fyrst hafa horft þang- að til náms en fljótlega hafi þó Suður-Evrópa tekið völdin. „Helst langaði mig í nám til Spánar, þar sem ég hafði dval- ið um tíma hjá Hildi og lært svolítið í spænsku. En þar leit lega gert mann brjálaðan.“ „Já, við lentum í alls kyns ves- eni en engu svo alvarlegu að við getum ekki hlegið dátt að því núna,“ bætir Kristinn við. Þau segja að fljótlega hafi þeim þó tekist að aðlagast hinu rómverska mynstri, enda þýði ekkert annað en að setja sig í viðeigandi stelling- ar ætli maður að dvelja í öðru landi. Þar að auki hafi svo margt annað jákvætt tekið yf- irhöndina. „Róm hafði strax einhver alveg sérstök áhrif á mig“ segir Kristinn. „Eg er hreinlega gagntekinn af borg- teljumst við svona heldur með seinni skipunum með fyrsta barn en á Ítalíu erum við fremur í yngri kantinum. Þar giftist fólk tiltölulega seint, fer ekki að huga að barneignum fyrr en hátt á fer- tugsaldri og lætur eitt barn duga“. Það síðastnefnda segj- ast þau Kristinn og Hildur þó ekki vilja taka sér til eftir- breytni, megi þau einhverju um það ráða. Huerdagslegir hlutir uerða að sirkus Það er ekki ýkja algengt að íslendingar sæki til náms á Ítalíu. Hvers vegna Róma- borg varð fyrir valinu hjá þeim svarar Hildur fyrst: „Eg hef alltaf verið heilluð af Suð- ur-Evrópu og menningu þeirra landa. Eg hafði kynnst suður-amerískri menningu þegar ég var skiptinemi í Bólivíu og síðar var ég einn vetur í Malaga á Spáni, sem Erasmus-nemi við háskólann þar. Eftir BA í spænsku lang- ekki vel út með skóla svo Róm var næsti kostur. Ég áleit það ekki svo slæmt þar sem Italir eiga sér langa og ríka kvikmyndahefð þótt kvikmyndagerð hafi verið í nokkurri lægð síðustu árin. Margir kvikmyndaleikstjórar þeirra hafa hins vegar gert það gott á alþjóðlegum vett- vangi.“ Þau segja fyrstu mánuðina í Rómaborg hafa verið erfiða en því hafi þau svosem átt von á. Róm tilheyri fremur suður- hluta landsins en norðurhlut- anum hvað lífshætti og þankagang varði og því gangi hlutirnir talsvert mikið öðru- vísi fyrir sig en við eigum að venjast. „Litlir hversdagsleg- ir hlutir sem taka engan tíma hér heima geta orðið að meiriháttar sirkus þarna úti“ segir Hildur. „Og það eitt að bíða í klukkutíma í loftlausu pósthúsi til að borga reikn- inga, þar sem aðeins tveir starfsmenn af tíu eru mættir í vinnuna sína, getur auðveld- inni; sögu hennar í fortíð og nútíð, byggingum, list og mannlífi. Þessi borg verður mín stúdía næstu árin. Ég var svo heppinn að skólinn minn var í miðborginni og gerði ég mér far um að kynnast henni eins vel og ég gat, gekk aldrei sömu göluna ef um aðrar var að ræða sem ég hafði ekki áður gengið og leit inn í allar kirkjur, húsasund og port sem á vegi mínum urðu. Én þó ég þykist þekkja borgina vel þá er svo ótalmargt sem ég á þar órannsakað og því þarf ég lengri tíma.“ Hildur segir eitthvað ekta og ósvikið við Róm, „eitthvað sem ég hef hvergi annars staðar fundið. Ólíkustu hlutir dafna þar í sátt og samlyndi; leifar hins forna Rómaríkis með vatns- leiðslur, sigurboga og hring- leikjahús, miðaldakirkjur og endurreisnar- og barokkhall- ir, að ógleymdum öllum myndverkunum. Róm er ekki bara gamlar rústir hún er lif- andi nútímaborg. Hún er auð- vitað skítug og kaótísk og um- ferðin getur gert hvern mann vitlausan, en kannski er það einmitt þessi blanda sem ger- ir borgina svo heillandi. Éða kannski þarf maður bara að vera pínulítið geggjaður til að geta búið á slíkum stað. Stundum finnur maður hins vegar alls ekki fyrir því að Róm sé einhver stórborg, til dæmis í hverfinu okkar þar sem maður stoppar og spjall- ar við nágrannana og allir þekkja alla, rétt eins og hér í Neskaupstað.“ Það virðist lítill vafi á því að þau Hildur og Kristinn fari aftur til Rómar. Þau eiga svo óendanlega margt eftir þar í borg, fyr- ir utan það að ferðast meira um landið. Svo viss voru þau raunar um end- urkomu til Rómar að þau fengu Ieyfi til að fram- leigja íbúðina sína þar. Auk þess á Hildur eftir að klára sinn skóla og Krist- inn að hefja nýtt nám, því eins og hann segir: „Það að fara úr heimspeki yfir í kvikmyndir má líkja við að fara úr öskunni í eldinn, svona í praktískum skilningi. Því hlýt ég að enda á því að setja svona einhvern bissníss inn í þetta - er að hugsa um nám á viðskiptasviði, MBA.“ Litla dóttirin verður orðin ársgömul þegar þetta verður og þó ekki séu dagheimilin á hverju strái í Róm þá óttast foreldrarnir ekki að hún þurfi að fara á vergang. „Það er mikið um eldri konur sem eru orðnar einar í Róm eins og annars staðar, börn og barna- börn kannski víðs fjarri, og þannig ætti til dæmis að vera hægt að fá ítalska „ömmu“ til að koma heim og gæta barns- ins þá nokkra tíma á dag sem við bæði þyrftum að mæta í skólann“ segir Hildur. „Já, já, þetta hlýtur að bjargast, ann- að eins hefur nú gerst hjá fólki“ bætir stoltur nýbakað- ur faðirinn við. Um leið rumskar sú litla og blaðamað- ur fær ekki frekari athygli... 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.