Vikan


Vikan - 09.05.2000, Page 18

Vikan - 09.05.2000, Page 18
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Að krylja brandara er eins og að kryfja frosk. Báðir tíeyja. Hvað er fyndið? Húmor finnst alls staðar. Hann er stór hluti af lífi okkar og litar öll samskipti. Við notum hann til að gleðja, særa, ná fram markmiðum okkar, létta hrúgandi andrúmsloft eða bara til að skemmta okkur og öðrum. Gamanleikrit f leikhúsum hafa alltaf verið uinsælli en önnur leikrit, uppistand hjá grínistum hefur vakið mikla lukku og svo úir og grúir af fyndnu efni í sjónvarpinu. Kímni- gáfa fólks er afar mismun- andi. í bessari grein verður eng- in tilraun gerð til að fjalla um húmor á fræðilegan hátt eða kryfja hann, hvað bá að gera tæmandí úttekt á honum. Á meðan sumir hlæja að fólki sem dettur á rassinn vilja aðrir ekkert annað en tvíræða og dóna- lega brandara. Einn hópur- inn hlær síðan stillilega að djúphugsuðum setningum sem vitrir spekingar láta út úr sér uið gott tækifæri. En hvað um bað! Við höfum rétt á buí að hlæja að bví sem okkur bvkir fyndið, sérstakiega ef við erum ekki að særa aðra með buí. Eftirfarandi sögur og dæmi eru efiaust misfyndin í augum fólks en húmor er eins margvíslegur og fúlkið er margt. Að svara fyrir sig Þú ert að segja vini þínum brandara og hann hlær ekki í lokin eins og þú áttir von á. Vinurinn segir bara: „Bíddu, var brandarinn bú- inn?“ Þá skaltu segja með samúð í röddinni: „Þetta er allt í lagi. Ég skal segja þetta aftur, bara hægar.“ Margir átta sig ekki á því að sumar spurningar geta verið særandi. Spurning eins og „Hefur þú fitnað svona mik- ið síðan ég sá þig síðast?“ er eitur í beinum þeirra sem eru að fitna. Eins og þeir hafi ekki tekið eftir því sjálfir? En það umræðuefni til að brydda upp á!!! Þegar feitabollur hitta svona dóna og aumingja er hægt að svara þeim í sömu mynt. Hér koma þrjú dæmi: 1. „Já, ég hef fitnað undanfar- ið. Það gera krabba- meinslyfin.“ (Með alvöru- svip.) 2. „Ó, finnst þér ég hafa fitn- að? Takk, þú lítur líka æð- islega vel út.“ (Muna að brosa.) 3. „Úps, er ég feit/ur? Mér hefur sjálfri/sjálfum fundist þetta upp á síðkastið þeg- ar ég horfi í spegil. Ég hélt að þetta væri anorexíuein- kenni. Þau lýsa sér einmitt svona." (Vera hissa á svip- inn.) Karlrembuhúmor Nýjasta setningin hjá karl- rembunum núna er: „Hvern- ig er hægt að treysta mann- eskju sem blæðir stöðugt í fimm daga í hverjum mánuði og deyr ekki?“ Mismæli barna Foreldrar vita fátt skemmtilegra en að segja sög- ur af börnum sínum. Sögurn- ar fjalla oftar en ekki um smellin tilsvör barnanna og mismæli. Hér koma nokkur dæmi: Jesús og lærisneiðarnar 12. Á núna að fara að kyrkja hann Jóa frænda? (jarða í kirkju). Hann var algjör kyn- þokkahatari. Fólkið í þessu landi krossfestir sig alltaf þeg- ar það minnist á Jesú. Vitfirr- ingarnir þrír komu með gjaf- ir handa Jesúbarninu. Meiri Jesúhúmor hinna greindu, dökkhærðu einstaklinga við að segja brandara um þær. Ljósku- brandarar um karlmenn hafa verið fáir en þó sést einn og einn góður eins og sá um ljós- hærða manninn sem kom að konunni sinni uppi í rúmi með öðrum manni. Ljóskinn tók byssu og bar hana upp að gagnauganu. „O, nei, elskan mín, ekki skjóta þig!“ vein- aði konan hans. „Víst,“ sagði ljóskinn, „og þú ert næst í röð- Maður nokkur fór í skart- gripaverslun í þeim tilgangi að kaupa hálsmen með krossi handa fermingarbarni. Úrval- ið var ekki mikið í kassanum í borðinu og hann spurði af- greiðslustúlkuna hvort ekki væru til fleiri tegundir krossa. „Jú, við eigum krossa hérna á bak við en þeir eru með einhverj- um kalli á,“ svar- aði afgreiðslu- stúlkan hressilega. mm. Komíð út úr skápnum Ekki getur verið auðvelt þegar tveir einstaklingar með ólíkan húmor rugla saman reytum sínum. Eftirfarandi saga sem gerðist fyrir nærri 50 árum er dæmi um það. Áslaug Dóra Eyjolfsdottir formaður Kuenréttindafélags íslands og kynningarfulltrúi Listahátíðar og Listasafns Reykjauíkur. Að gera grín að sialfum sér Skammstöfunin R.F.S.T. stendur fyrir Félag les- blindra á ís- landi!!! Þetta heyrðist hjá ungri konu sem hefur átt erfitt uppdrátt- ar í skólakerfinu vegna þess að hún er lesblind. Þrátt fyrir það orgaði hún af hlátri yfir þessum brandara. Ljóshærðar konur hafa verið afar duglegar við að segja ljósku- brandara og eru með því að verða búnar að drepa niður ánægju „Þegar ég var lítil hafði ég mjög gaman af því að látafólki bregða, hékk á bak við hurðir og stökk fram þegar síst skyldi. Fólki fannst þetta reyndar misfynd- ið. I dag finnst mér fyndið þegar eitthvað skemmtilegt dettur upp úrfólki, eitthvað klúð- urslegt sem stafar kannski af gleymsku. Fólk getur verið svo skemmtilega utan við sig og ruglað án þess að ætla sér það. Mér finnst reyndar ekkert fyndið ef húmorinn særir aðra. Skemmti- kraftar eins og Fóst- bræður, Seinfeld og Chaplin eru óborgan- legir en sá allra skemmtilegasti er hann Jón sonur minn sem er tveggja ára. Hann er gangandi brandari."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.