Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 45
Miranda lee
þúsund dollara undir og vann
sex hundruð þúsund dollara,“
sagði hann ánægður.
„Sex hundruð þúsund?“
spurði Laura vantrúuð.
„Já ég labbaði út með sex
hundruð þúsund í vasanum
og fór strax og keypti þessa
litlu íbúðablokk. íbúðirnar
þörfnuðust að vísu allar við-
gerðar en ég hef verið að
dunda mér við að gera þær
upp að undanförnu," sagði
Dirk stoltur.
„Þú sem gast ekki einu
sinni neglt nagla í vegg!“
sagði Laura hissa.
„Já, fólk getur breyst,
Laura. Aðstæður breyta
fólki. Ég hef bara haft gam-
an af að dunda við þetta og
sú eina sem er enn í óíbúðar-
hæfu ástandi er mín íbúð.“
Laura þagði um stund. Hún
sem hafði ímyndað sér að
hann byggi í einhverri flottri
piparsveinaíbúð með risa-
stóru rúmi og speglum í loft-
inu. Kannski hafði hann alls
ekki komið með neinar kon-
ur þangað en kannski hafði
hann bara farið með þær á
gistihús eða farið heim til
þeirra.
Hún reif sig upp úr þessum
hugsunum þegar hún sá
Nicholas koma hlaupandi að
bílnum og Carmel á eftir hon-
um.
„Hvað er ég oft búin að
banna þér að hlaupa svona?“
sagði Carmel við Nicholas.
„Þú dettur og hálsbrýtur
þig einn daginn með þessu
áframhaldi,“ bætti Carmel
við og setti hendur á mjaðm-
ir.
Nicholas stökk hins vegar
upp í fangið á Dirk. „Hvað
segir þú í dag, litli prakkari?“
sagði Dirk og sveiflaði litla
drengnum í kringum sig.
„Hvað er að sjá! Hús for-
eldra þinna er enn í heilu lagi.
Þér hefur ekki tekist að
brenna kofann til grunna
ennþá, litli skæruliði."
Nicholas hló og tók utan
um hálsinn á Dirk.
„Dirk, ekki
segja svona lag-
að, drengurinn
fær bara slæmar
hugmyndir,“
sagði Laura
hneyksluð.
Frændurnir
litu í átt til Lauru
og brostu báðir.
Þeir voru í raun
báðir myndar-
legir prakkarar
sem voru gefnir
fyrir að taka
áhættu og báðir
voru þeir líka
ákaflega heill-
andi.
Laura hugsaði
með sér að ef að
hún og Dirk ættu
son væri hann
sennilega líkur
Nicholasi. Kraft-
mikill glókollur
með augun hans
pabba síns. Hún
fékk kökk í háls-
inn og sneri sér
við til að loka
bílnum. Hún
fann að Dirk
fylgdist með
henni. Henni var
mikið í mun að
hann sæi ekki að
hún var í upp-
námi eða að hann gæti gisk-
að á af hverju svo væri. Hún
var auðvitað miður sín yfir því
að Dirk gæti ekki eignast
börn en hún myndi verða
miklu meira miður sín ef
hann færi frá henni aftur.
Hún sneri sér við að Donnu
sem var komin að bílnum líka
og brosti til hennar. Donna
var í fallegum kjól og með
krullur í hárinu.
„Hver er eiginlega þessi fal-
lega stúlka? Ég kannast eitt-
hvað við hana en er ekki viss
hvaðan,“ sagði Laura stríðn-
islega.
„Þetta er ég!“ sagði Donna
áköf.
„Jæja, eigum við ekki að
fara að borða, turtildúfurnar
mínar ?“ spurði Carmel Dirk
og Lauru. Lauru fannst hún
heyra örlítinn hæðnistón í
rödd Carmelar en var samt
ekki viss.
„Förum við í Trivial Pursuit
á eftir ?“ spurði Donna eftir-
væntingarfull.
„Nei, ég held ekki. Ég býst
við að Dirk og Laura séu búin
að leika sér nóg að undan-
förnu,“ sagði Carmel þurr-
lega.
„Búðu þig undir þriðju
Vinalínan
1
-JS^'Þegar ■ y
vantarvin
ö Grænt númer 800 6464