Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 28
Frásögn ungs manns sem ánetjaðist sértrúarsöfnuði Heilaþvottur og peningaplokk Ég ólst upp í kristílegu um- hverfi og var hamingjusamur ungur maður pegar ég kynnt- ist félki sem átti eftir að breyta Iffi mínu mjög mikið. Ég fékk vinnu hjá útvarpsstöðinni Stjörnunni árið 1989, rétt áður en hún var seld til kristilegrar fjölmiðlunar. Mér bauðst að vinna Uar eftir söluna pví ég hafði unnið mikið starf með KFUM og var hví ekkert ökunn- ugur kristilegu starfi. Á nýju Stjörnunni kynntist ég mörgu félki sem uar í söfnuðum utan pjóðkirkjunnar. Þarna var margt yndislegt og gott félk en aðrir reyndust ekki eins géðir begar ég kynntist beim betur. Einn daginn knm til ís- lands Bandarikjamaður á veg- um Stiörnunnar. Samskipti mín við hann urðu til bess að ég fór til Flérída í biblíuskéla bar. Með í för voru aðrir íslending- ar sem ég kannaðist lítillega við frá Stjörnunni. Hjén nokkur sem ég kýs að kalla Fjólu og Hörð urðu nánir vinir mínir eft- ir bessa ferð. gera það eina rétta. Hörður og Fjóla urðu for- stöðumenn og þegar fram liðu stundir varð ég unglinga- leiðtogi. Ef hjónin þurftu að fara til útlanda sá ég um rekst- ur safnaðarins því ég var nán- asti samstarfsmaður þeirra. Hjónin vildu endilega að ég hætti í vinnunni minni og kæmi alfarið á skrifstofuna þeirra því guð myndi sjá fyr- ir mér. Ég gerði það og vann launalaust fyrir söfnuðinn um nokkurra mánaða skeið en safnaði bara skuldum. Við fórum eftir ströngum reglum sem kröfðust hreinlífis af safnaðarbörnum sínum. Ekki mátti reykja eða drekka og helst ekki umgangast fólk utan safnaðarins. Við borguð- um tíund af launum okkar eins og tíðkast í svona litlum söfnuðum. Ef fólk vill vera í utankirkjusöfnuði verða pen- ingarnir að koma einhvers staðar frá. Þetta er bara val hjá fólki sem markast af túlk- un þess á ákveðnum biblíu- versum. Ef meðlimir gengust ekki undir vilja Harðar og Fjólu gat það kostað útskúfun og mikil læti. Þeim tókst að ná valdi yfir fólkinu sem var far- ið að óttast þau hjónin. Ég var farinn að koma á sama hátt fram við unglingana sem til- heyrðu söfnuðinum og fannst það eðlilegt og sjálfsagt. Djöfullínn að hvísla Ég var í þessum söfnuði í tvö ár en nokkru áður en ég hætti fór ég að reyna að slíta mig lausan. Ég gerði það bæði meðvitað og ómeðvitað. Ég missti aldrei dómgreind mína alveg því mér finnst að fólk eigi að vera frjálst. Ég óttað- ist ekkert þótt Hörður og Fjóla segðu að allar efasemd- arhugsanir um starf þeirra kæmu beint frá djöflinum. Ég fór stundum í kvik- myndahús með vini mínum sem hjónunum fannst óæski- legur. Þeim líkaði ekki við hann því hann var hvorki í þessum söfnuði né frelsaður samkvæmt þeirra skilgrein- ingu á hugtakinu. Þessi mað- ur er prestur hjá Þjóðkirkj- unni í dag. Ég skrökvaði að þeim um ferðir mínar því af- leiðingarnar hefðu orðið slæmar ef þau hefðu komist El meðlimir gengust ekki undir vilja Harðar og Fjólu gat bað kostað útskútun og mikil læti. Þeim tékst að ná valdi yfir félkinu sem var farið að éttast bau hjénin. Ég var farinn að koma á sama hátt fram við unglingana sem tilheyrðu söfnuðinum og fannst bað eðlilegt og sjáifsagt. að sannleikanum. í ákveðinn tíma var ég ekki heiðarlegur við þau því ég var ekki sam- mála þeim um alla hluti en ég þjáðist af samviskubiti. Mér fannst ekki alveg rétt hvernig þau hjón ráðstöfuðu peningum frá safnaðarbörn- unum. Um sjötíu manns voru þarna síðast þegar ég vissi og miklir peningar fóru um hendur hjónanna. Þau byrj- uðu á því að kaupa rándýran bíl en voru kærulaus með áríðandi hluti eins og raf- magnsreikning og auglýs- ingareikninga frá dagblöðun- um. Bíllinn var keyptur á rán- dýru bílaláni sem var tekið í nafni safnaðarins og greitt af honum með einstaklinga úr söfnuðinum þ.á.m. mig sem ábyrgðarmenn. Þau eiga sér skrautlega fortíð í fjármálum og mér fannst þau afar sið- blind á hvernig þau notuðu fjármuni safnaðarins í eigin þágu. Allt kemst upp Eitt sinn var ég beðinn um að koma skilaboðum til eins úr söfnuðinum. Ég gleymdi að gera það en laug því að ég hefði skilað þessu samvisku- samlega. Nokkru síðar kom í ljós að ég hafði ekki sagt satt og þá varð allt vitlaust. Fjóla og Hörður biluðust og full- yrtu að ég hlyti að ljúga um fleiri hluti en þessi smáatriði. Ég þyrfti greinilega endur- reisnar við, ég var fallinn og var settur beint í svokallaða gjörgæslu. Þau skipuðu mér að skrifa niður allar yfirsjón- ir mínar og syndir og skila til þeirra sem fyrst. Ég hlýddi þeim og skrifaði í einlægni minni allt um bíóferðirnar með óæskilega vininum og aðra bresti mína. Þau lásu það sem ég skrifaði og sögðu í kjölfarið að ég yrði að fara eftir ráðleggingum þeirra til að sál mín bjargaðist. Ég varð að hafa samband við þau tvisvar á dag svo þau gætu fylgst með öllu sem ég gerði. Til að byrja með átti ég að flytja frá afa mínum því hann reyndi mikið að stjórna mér og lífi mínu. Einnig átti ég að minnka samskipti við fjöl- skyldu mína til mikilla muna. Þetta misbauð réttlætiskennd minni og mér fannst ekkert biblíulegt eða kristilegt við þetta. Ég tók mér umhugsun- Nýr söfnuður Eftir að við komum aftur heim til Islands höfðu Hörð- ur og Fjóla samband við mig og tvo aðra og við stofnuðum saman söfnuð á kristilegum grunni. Við fengum ágætis húsnæði nálægt miðbæ Reykjavíkur. Mér leið afar vel með þessu fólki og fór inn í þetta með jákvæðu hugar- fari. Mér fannst ég vera að 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.