Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 44
Gunnhildur Lily Magnúsdóttir þýddi. HNEYKSLANLEGT BÖHIORB ^ S UF Ertu svöng ?“ spurði Dirk þar sem þau lágu uppi í rúmi eftir áköf ástaratlot. „Nei, eiginlega ekki,“ sagði Laura. „Þú ert alveg galin, veistu það ?“ sagði Dirk. „Heldur þú virki- lega að ég myndi líta við annarri konu ef ég get fengið þig.“ „Veistu, þetta er í fyrsta skipti sem þú hefur sagt eitthvað svona við mig síðan...“ Hún fékk kökk í háls- inn og augun fylltust af tárum. „Ekki gráta, elskan,“ sagði Dirk áhyggjufull- ur. „Gerðu það fyrir mig, ekki gráta,“ bætti hann við og tók utan um hana. „Ég elska þig,“ sagði hann. „Þrátt fyrir allt sem hefur gerst, elska ég þig enn. Þú verður að trúa mér.“ „Þú ferð þá ekki frá mér aftur, er það nokkuð?“ spurði Laura. „Nei, aldrei í lífinu,“ sagði Dirk. „En hvað með skilnaðinn? Ég vil ekki skilja, Dirk. Ég vil ekki eiga í einhverju lauslegu ástarsambandi. Ég vil hafa þig alltaf hjá mér. Gerðu það, elskan, flyttu aftur inn til mín, vertu áfram eiginmaður minn,“ bað Laura. Dirk andvarpaði. „Ef það er það sem þú vilt.“ Hún settist upp. „Elsku Dirk, meinar þú það? Ég elska þig svo heitt, vinur. Það skiptir ekki máli þótt við get- um ekki eignast barn saman. Alveg satt, elskan. Það skipt- ir ekki máli. Ef þú getur ekki eignast börn vil ég ekki eign- ast börn heldur.“ Laura sá hvernig dimmdi yfir svip hans við þessi síðustu orð hennar. En svo sagði hann: „Ég er glaður að heyra það, glaðari en þú getur ímyndað þér.“ „Við ræðum þessi mál ekk- ert frekar," sagði hún hraðmælt, hrædd um að Dirk myndi snúast hugur ef þau færu að tala um barneignir. Hún meinti það líka fullkom- lega að ef hún gæti ekki eign- ast börn með Dirk langaði hana ekkert til að eignast börn. En hún gat ekki annað en hugsað um þann möguleika að þau gætu kannski einhvern tíma í framtíðinni ættleitt börn. En þær umræður yrðu að bíða betri tíma, þar til sam- band þeirra væri orðið traust- ara. Nú varð hún að vinna með það sem hún hafði í höndun- um þessa stundina. „Kannski ættum við að fá okkur eitthvað að borða núna,“ sagði hún til þess að breyta um umræðuefni. Síminn hringdi og gerði þeim bilt við. „Ekki svara þessu,“ bað Dirk hana. „Ég verð að gera það. Þetta er sennilega eitthvað áríð- andi,“ sagði Laura. Hún teygði sig yfir Dirk og tók upp símtólið. „Guð sé lof að ég náði í þig,“ sagði Carmel á hinum enda línunnar. „Ég er búin að hringja í þig á hverju kvöldi alla þessa viku og þú hefur aldrei verið heima. Ég var far- in að halda að þú hefðir farið í frí eða þú værir búin að ná þér í nýjan mann,“ bætti Car- mel við. Dirk greip í símtólið og sagði: „Nei, hún er ekki búin að ná sér í nýjan mann held- ur garnlan!" Carmel kom ekki upp orði eitt augnablik en Laura fór að hlæja. „Dirk, ert þetta þú ?“ spurði Carmel loksins. „Hinn eini sanni. Hvað vildir þú Lauru annars ? Hún er upptekin með mér í augna- blikinu,“ sagði hann og brosti til Lauru sem lét höfuðið hvífa á maga hans. „Ég ætlaði bara að bjóða henni í grillveislu síðdegis á morgun. Ég sagði henni frá þessu um síðustu helgi en...“ sagði Carmel. „Klukkan hvað ?“ greip Dirk fram í. „Svona um fjögurleytið. En...“ „Fínt, við komum þá. Settu bara nógu margar steikur á grillið. Ég gæti borðað heil- an hest þessa dagana." sagði Dirk. Hann lagði tólið á og brosti breitt til Lauru. „Ég held mér hafi aldrei áður tekist að gera Carmel orðlausa. Aumingja Morrie. Hann fær sennilega að heyra um þetta símtal í smáatriðum í kvöld.“ „Þú ert alveg ferlegur, Dirk!“ sagði Laura hlæjandi. Dirk renndi í hlað hjá Car- mel og Morrie rétt rúmlega fjögur daginn eftir með Lauru sér við hlið. Laura kyngdi taugaóstyrk og leit upp á húsinu. Hún kveið fyrir því að hitta Morrie og Carmel og að þurfa að svara óþægilegum spurning- um Carmelar. „Hvað á ég að segja við Carmel? „ spurði hún Dirk. Dirk yppti öxlum. „Bara sannleikann, býst ég við.“ Laura andvarpaði. „En hver er sannleikurinn ná- kvæmlega í þessu máli?“ Hann sneri sér snöggt að henni og spurði hvasst: „Hvað ertu að meina, Laura? Ertu búin að skipta um skoð- un? Viltu ekki að við verðum gift áfram?“ „Jú, auðvitað vil ég það, Dirk. En þegar ég minntist á það í morgun að þú ættir að losa þig við íbúðina þína í Bondistræti svaraðir þú engu. Ef þú ert jafnákveðinn og ég að reyna að laga hjónaband- ið skil ég ekki af hverjuþú vilt halda áfram að leigja úti í bæ.“ „Ég þarf nú ekki að borga neina leigu. Ég á allt húsið sem íbúðin er í,“ sagði Dirk. Laura gapti. Hún vissi að Dirk hafði þénað vel sem lög- fræðingur undanfarin ár og að foreldrar hans voru ríkir en hún vissi ekki að hann hefði efni á því að kaupa svona stórt hús. „Þú ert ekki flæktur í nein óheiðarleg viðskipti, er það nokkuð, Dirk?“ spurði Laura. Hann fór að hlæja. „Gæti verið, Laura. Komdu nú, dríf- um okkur í veisluna,“ sagði hann og ætlaði að stíga út úr bílnum. „Nei, bíddu nú aðeins,“ sagði Laura og greip í hand- legg hans. „Ég vil fá að vita hvar þú fékkst peninga til þess að kaupa þetta hús.“ Honum var greinilega skemmt. „Þú verður ekki hrifin,“ sagði hann. „Ég tók að mér fyrir nokkrum mánuðum að verja veðmangara sem launaði mér síðan með því að gefa mér nokkrar góðar ábendingar í veðmálum. Ég lagði fimm 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.