Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 10

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 10
TiTHitiM TIL NORÐFJARÐAR Það er nokkuð langt á mllli Rómaborgar og Neskaupstað- ar. Og siálfsagt ekki margt sem staðirnir tveir eiga sam- eiginlegt. Sá fyrrnefndi suð- ræn, forn heimsmenningar- borg, hinn síðari norðlægur sjávarútvegsbær. Mannlíf blómstrar Uo á báðum stöðum og trúlega á hvor um sig sína kosti og sinn sjarma - eða hvaðP Um bessar mundir býr á Norðfirði ungt reykvískt par sem bangað kom beint frá Róm, eftir tveggja ára dvöl, og hafa bau sitt að segja um bessa tvo staði. Að fæðast á íslandi Þau voru við nám í Róm er vissar breytingar urðu á hög- um þeirra. Þau gerðu hlé á námi sínu og héldu í sumar- byrjun heim til íslands. Fyrsta barnið hafði boðað komu sína og það skyldi fæðast heima. En í stað þess að setj- ast að á heimili sínu í Reykja- vík, varð Norðfjörður fyrir valinu. Bæði höfðu þau haft áhuga á að búa um tíma úti á landi, í litlu samfélagi, og fannst ekki síðra að það yrði nú í beinu framhaldi af dvöl- inni í stórborginni. Hún heitir Hildur Björns- dóttir og er hálfnuð með nám í listasögu við Rómarháskóla. Hann heitir Kristinn Péturs- son og lauk sl.vor námi í kvik- myndagerð. Eftir örstutt stopp í Reykjavík var haldið austur. Hildur starfaði í apó- tekinu í Neskaupstað, með- an beðið var eftir barninu, en Kristinn prófaði sjómennsku og vann við barþjónustu í Eg- ilsbúð. Nú er hann hins veg- ar leiðbeinandi í Verk- menntaskóla Austurlands og grunnskóla staðarins. „Ástæðan fyrir því að við erum hér á Norðfirði er auð- vitað fyrst og fremst sú að for- eldrar mínir, sem hafa búið hér í rúm tvö ár, buðu okkur að vera hjá sér um tíma,“ seg- ir Hildur. „Það var vel þegið þar eð við vorum auralítil eft- ir námsdvölina úti og svo fannst mér ekki síður gott að geta með fyrsta barn notið aðstoðar móður minnar sem sjálf á fjögur börn. Hér er líka gott sjúkrahús og lúxusað- staða fyrir sængurkonur.“ Kristinn bætir við að aldrei hafi annað komið til greina en að barnið fæddist á íslandi, bara spurning hversu lengi yrði staldrað þar við. „Hild- ur á eftir tvö ár í sínu námi og þótt ég hafi lokið mínu kvik- myndanámi í sumarbyrjun þá hafði ég áformað að taka tveggja ára kúrs í öðru fagi. En við höfðum heimsótt for- eldra Hildar hingað og fannst þetta mjög spennandi kostur. Það sem enn er meðal ann- ars svo ágætt við landsbyggð- ina svokölluðu er að maður hefur tækifæri til að fást við aðra hluti en maður kannski þætti alla jafna gjaldgengur í fyrir sunnan og tek ég þar sjó- mennskuna og kennsluna sem dæmi.“ Manngildið meira en í Róm Upphaflega höfðu Hildur og Kristinn áætlað að fara aft- ur til Rómar í janúar en hafa nú frestað því til næsta hausts, þau telja það raunhæfara að öllu leyti með tilliti til þeirr- ar litlu. Alveg eins er líklegt að þau verði eitthvað áfram á Norðfirði enda kunna þau ljómandi vel við sig. „Þetta eru auðvitað viðbrigði," seg- ir Hildur og hlær, „bæði það að vera allt í einu komin með barn og aftur komin í for- eldrahús, orðinn hluti af stórri hávaðasamri fjölskyldu með tvo hunda, eftir að hafa verið bara tvö í rólegheitun- um svo lengi. En þetta er skemmtilegt og vissulega ómetanlegt að hafa stuðning foreldra minna í sambandi við barnið.“ Faðir Hildar er yfirlæknir við sjúkrahúsið og móðir hennar hjúkrunarfræð- ingur, svo varla getur aðstað- an verið betri. „Okkur hefur líka verið mjög vel tekið hér í bænum, til dæmis þegar illa gekk fyrir Kristin að fá sum- arvinnu þá fylgdist hálfur bærinn með og vildi aðstoða. Eins var bláókunnugt fólk að óska okkur til hamingju með barnið." Kristinn segist hreint ekki kippa sér upp við það að hafa sveiflað sér sunnan úr fornmenningarborginni Róm og norðaustur á Norðfjörð. „Ekki veit ég hvort það er vegna þess að ég er eitthvað að dofna með aldrinum eða hvort þetta kallast kannski að vera orðinn dulítið sigldur,“ segir hann sposkur. „En ég drakk eins og svampur í mig menningu og sögu Róma- borgar, enda hvað annað hægt? Og ætti þess vegna að taka illilega eftir því að kirkj- an hér er minni en klósettka- pella páfans, að hérna er að- eins einn veitingastaður en nokkrir bara í götunni okkar í Róm, að... að... en það er bara ekki þetta sem skiptir öllu máli. Hér er umhverfið líka ægifagurt, snarbrött fjöll- in og fjörðurinn nægilega breiður til að manni finnst hvergi þrengja að sér. Svo er það manngildið, á svona litl- um stöðum er maðurinn stór og það er auðvitað ekki lítils virði. En varðandi þetta meinta fásinni þá held ég að það sé helst að finna í kollin- um á þeim sem um það kvart- ar. Hér er ágætt menningar- og íþróttalíf og nóg að gera fyrir þá sem nenna að hafa ofan af fyrir sér, alls kyns klúbbar og félög, árvissar uppákomur og skemmtanir. Ef ég sakna einhvers eins og er þá er það að komast ekki í bíó - ekki þó til að sjá það sem boðið er upp á í Reykjavík um þessar mundir, fremur veldi ég Hafnarfjörð þar sem Kvikmyndasafnið hyggst sýna vandaðar myndir - en allra helst bíó í Róm. Það er alveg dásamlegur kúltúr að sjá gott bíó.“ Fjölbreytileg störf Það má að segja að þau Kristinn og Hildur hafi náð því besta út úr dvöl sinni í Neskaupstað það sem af er, enda bæði opin fyrir nýrri reynslu. Hildur, sem hefur að baki BA gráðu í spænsku og 10 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.