Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 8
Stofan er suíkæn og stíl- hrcin. Agústa sparslaði hvern cinasta vegg í íbúð- inni ásaint föður sínuni og stjiipu í fyrra og þau mál- uðu svo íbúðina. Aferðin niinnir á spænska veggi og gefur heimilinu injög hlý- legan blæ. Auk þess að sparsla vcggina tók hún nokkrar liurðir í burtu og lét útbúa boga í dyraopin (það er eitt af því fáa seni hún hcfur ckki gert sjáif). Á gólfinu er svokallað brúsparket, sem er mjög gróft. Ágústa cr alsæl incð gólfefnið, það er þægilegt í þrifuni og sést lítið á því. Ef henni fínnst áfcrðin far- in að verða leiöinleg, er nóg að vaxbera það. Skáp- inn í stofunni fékk Ágústa frá öniiiiu sinni. I stofunni cru fáir hlutir en aliir fá þeir að njóta sín. Ágústa segir að hún sé injög dug- leg að skipta smáhlutuni út. Ef hún er komin ineð lciða á þcim tckur hún þá úr umfcrö og hvílir þá. Grófír hlutir eru orðnir nokkuð áberandi í dag en það er einmitt línan henn- ai er ljóst að listrænir hæfileik- ar Ágústu hafa fengið útrás eftir að hún opnaði verslun- ina. „Ég hef alltaf verið mjög mikið fyrir að breyta í kring- um mig og fengið mikla útrás fyrir það í útstillingum í búð- inni. Ég get endalaust verið að breyta og bæta og reynt að auka við fjölbreytni verslun- arinnar. Ég var til dæmis með föndurnámskeið núna fyrir jólin sem voru mjög vinsæl. Ég annaði varla eftirspurn- inni á tímabili." En hvernig er nafnið, Græni skápurinn, tilkomið? „Á meðan ég var að undir- búa opnunina var ég ásamt „vondu stjúpu“ alltaf að leita að grænum skáp til að hafa í versluninni. Við ræddum mikið um græna skápinn, hvernig hann ætti að vera, og hvar hann ætti að vera stað- settur. Þegar á reyndi fann ég svo aldrei þennan tiltekna græna skáp og ég endaði á að kaupa ósköp venjulegan furuskáp. Þá var ég búin að skíra búðina þessu nafni þannig að það kom ekki til greina að breyta nafninu, jafnvel þótt það væri enginn grænn skápur í búðinni." Ágústa býr með sex ára tví- buradætrum sínum, þeim Hafdísi og Sóldísi, og kettin- um Fífu skammt frá verslun- mm 1 akaflega smekklegri íbúð. Blaðamaður var þess fullviss að hann myndi ganga inn í „country“ íbúð þegar hann hringdi dyrabjöllunni en svo var nú ekki. Ibúðin gæti alveg eins verið við Mið- jarðarhafið, þar minnir svo margt á suðræna menningu. Ágústa hefur staðið í ströngu við að endurbæta íbúðina frá því hún flutti í hana fyrir fimm árum. Núna stendur til að breyta eldhús- inu í þriðja skipti. Tekið skal fram að eldhúsið er glerfínt eins og það er í dag. Ágústa hlær þegar hún er spurð af hverju hún ætli að breyta því eina ferðina enn og hún harð- bannar ljósmyndaranum að mynda eldhúsið. „Ég hef bara svo mikla þörf fyrir að breyta. Ef smekkur minn breytist, þá dríf ég bara í því að breyta í kringum mig þannig að mér líði vel. Ég geri þetta líka allt meira og minna sjálf.“ íbúðin lítur út eins og sýn- ingarsalur þrátt fyrir að þar búi tvær ungar og fjörugar stúlkur. Ágústa hefur einstakt lag á að hafa fínt í kringum sig og finnst lítið mál að sinna heimilisstörfum eftir að hún kemur heim. „Ég er frekar skipulögð að eðlisfari. Ég var ótrúlega heppin að fá tvíbura því ég geri nefnilega allt tvöfalt. Ég get ekki ímyndað mér hvern- ig það væri að vera bara með eitt barn. Þær eru duglegar að leika sér saman og þær ganga alltaf frá eftir sig. Ég held að fólki finnist ég líka stundum svolítið ofvirk því ég þarf að ganga frá öllu jafnóðum. Ég þoli ekki að hafa drasl í kring- um mig.“ 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.