Vikan


Vikan - 13.06.2000, Side 8

Vikan - 13.06.2000, Side 8
Snemma beygist krókurinn. Einar og ásamt einu barnabarni sínu, Marínu Rún Einarsdóttur. ar var stofnað 1982 og það eru ekki mörg fyrirtæki sem eru eldri en íshestar. Við erum að tala um sprengingu síðustu fimmtán ár. Fyrir tuttugu árum þá munum við eftir frumherjunum, Úlfari Jakobssyni og Guðmundi Jónassyni sem skipulögðu rútu- og tjaldferðir um allt land. Skemmtilegasta verkefnið okkar núna er að reyna að út- breiða hestamennskuna og kenna krökkunum. Eg er búinn að ganga með þennan draum lengi og núna eru fræðsluyfirvöld farin að skoða þennan möguleika. Einn þáttur í að útbreiða hestamennskuna til krakkanna var fjöl- skyldudagur sem við héld- um núna í maí. Islenskir hrossabændur verða að fara að leita inn á við og kynna hestamennskuna fyrir æsk- unni. Þótt við séum ekki að selja hesta þá hangir þetta allt á sömu spýtunni. I gegn- um fyrirtæki eins og okkar er hægt að búa til nýjan við- skiptavinahóp. Það þarf að virkja krakkana og gefa þeim tækifæri á að kynnast hestunum. Það var mjög gaman hérna daginn sem sam- ræmdu prófunum lauk. Foreldr- arnir voru svo ákveðnir í að vera með krökkunum og hafa gaman af. Við hefðum þurft að vera þrisvar sinnum stærri þennan dag til að geta annað eftirspurninni." Fylgist gamla körfuboltahetj- an ennþá með boltanum? „Já, ég læt mig ekki vanta þeg- ar KR-liðið spilar.“ Nú finnst manni, svona í fljótu bragði, að hestamennska og körfubolti eigi lítið sameiginlegt. Hvað segir þú um það? „Þessar íþróttagreinar eru lík- ari hver annarri en margir halda. Körfuboltinn er nákvæmnisí- þrótt og reynir mikið á fingurna. Það sama má segja um hesta- mennskuna. Hún fer að miklu leyti fram með fingrunum. Marg- ir íþróttamenn eru fljótir að ná tökum á hestamennskunni því þeir eru vanir aga og að þurfa að aga sjálfa sig. Þegar maður situr í rólegheitum á góðum hesti, lengst inni í fjallasal og lætur sér líða vel, pá vorkenni ég öllum þessum Islendingum sem hafa aldrei upplifað slíka tilfinningu. Það eina sem bjargar þeim kannski frá sturlun er að þeir vita ekkert af því.“ hafa ferðaskrifstofur sem sér- hæfa sig í ferðum fyrir eftirlauna- fólk sprottið upp eins og gorkúl- ur. Við tölum gjarnan um fólk á eftirlaunaaldri eins og háaldrað fólk með staf. Reyndin er sú að í mörgum nágrannalöndum okk- ar, t.d. í Bandaríkjunum eru op- inberir starfsmenn og hermenn komnir á eftirlaunaaldur rétt yfir fimmtugt og eru því í fullu fjöri.“ Helkaldur á hestbaki Nú hefur orðið gífurleg fjölg- un á erlendum ferðamönnum til íslands og þá væntanlega í ferð- irnar ykkar. Hvernig finnst þér vera staðið að markaðssetningu landsins? „Markaðssetning íslands í Bandaríkjunum er að skila sér verulega til landsins um þessar mundir en Einar Gústafsson, framkvæmdarstjóri Ferðamála- ráðs í New York, hefur staðið sig frábærlega. Sömu sögu má líka segja Dieter W. Johannsson, framkvæmdarstjóra Ferðamála- ráðs í Evrópu. Markviss mark- aðsstarfsemi Flugleiða í öllum Evrópulöndunum hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru í lykilað- stöðu til að markaðssetja land- ið. Fólk gerir sér ekki ailtaf grein fyrir hvað Flugleiðir eru búnir að leggja mikið í markaðs- setningu á Islandi. Þeir hafa átt verulegan þátt í auknum ferða- mannastraumi yfir vetrartímann. Við hérna hjá Ishestum fáum fleiri farþega yfir vetrarmánuð- ina en á sumrin. „Stærsti" mán- uðurinn í styttri ferðum er júlí og ágúst en svo kemur aprfl. Út- lendingarnir vilja komast í vonda veðrið. Við erum farin að geta selt vindinn og óveðrið. Þeim finnst mesta ævintýrið vera að sitja á hesti í 1-2 tíma jafnvel þótt þeir komi helkaldir til baka!“ Hvað með íslendingana? „Eitt helsta vandamálið við ís- hesturinn er dýr en ekki vél. Sem betur fer eigum við þó fastan við- skiptavinahóp úr mörgum fyrir- tækjum sem eru búinn að skynja það að þegar maður situr á hesti úti í íslenskri náttúru þarf enga aðra vímugjafa." Paradís í hrauninu „Með hestamiðstöðinni erum við komin með heilmikla úti- vistarparadís. Ég geri mér grein fyrir því að í stórum hópum má alltaf finna einhverja sem eru hræddir við hesta og við reynum lendingana í styttri ferðunum, sem þekkja lítið til hesta- mennsku, er drykkjan. Þeir eiga alveg ofboðslega erfitt með að skilja að áfengi og hestamennska eiga ekki saman. Við gætum ver- ið með miklu fleiri íslendinga ef þeir gætu sætt sig við að mega ekki hafa vín um hönd innan um hestana. Á sama tíma hefur hestafólkið sjálft tekið sig í gegn og gjörbreytt ímyndinni. Fullur maður á hestbaki er nánast fyr- „Körfuboltínn er nákvæmnísíbrólt og reynir mikið á fingurna. Það sama má segja um hestamennskuna. Hún fer að miklu leyti fram með fingrunum." irlitinn í dag en þótti eðlileg sjón fyrir tuttugu árum. Hinn almenni íslendingur, sem er til dæmis í forsvari fyrir starfsmannahóp verður jafnvel reiður þegar við segjumst bjóða upp á toppþjón- ustu og yndislega hluti en við hleypum þeim ekki í ferðirnar ef áfengi er haft um hönd. Sumir verða mjög dónalegir þegar þeir heyra þetta. Ég virkilega vor- kenni því fólki. Mér finnst öm- urlegt til þess að vita að landar okkar hafi ekki skilning á að að hjálpa þeim. Þeir sem vilja alls ekki fara á hestbak geta farið í klukkustunda gönguferðir með leiðsögn í samvinnu við skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar. Við bjóðum líka upp á hjólreiðaferð- ir í samvinnu við hjólafyrirtæki í Hafnarfirði og við vonumst til að geta bætt við bátaferðum á Kleif- arvatni. Við viljum að sem flest- ir geti notið þessarar paradísar með okkur. Hafnfirsk ferðaþjón- ustufyrirtæki eru í mikilli og góðri samvinnu. Ég mæli eindregið með því að ferðaþjónustufyrir- tæki á landsbyggðinni leiti í smiðju ferðamála- fulltrúa Hafnarfjarðar, Jóns Halldórs. Honum hefur tek- ist með miklum áhuga og elju að sameina krafta ferðaþjónustufyr- irtækja hér á svæðinu. Hafnar- fjarðarbær hefur algjört forskot í þessum málum. Hér í Hafnar- firði vinna allir saman að mark- aðsmálum. Þetta hefur okkur Is- lendinga vantað lengi. Islenski bóndinn er svo sterkur í okkur og allir vilja vera kóngar, okkur vantar samhæfinguna. Ferða- þjónustan á íslandi er mjög ung atvinnugrein. Fyrirtækið Ishest- 8 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.