Vikan - 13.06.2000, Síða 17
komið mér til góða í því sem við
höfum verið að gera í dansleik-
húsinu. Vala Þórsdóttir leikkona
stundaði nám við þennan sama
skóla en ég held að ekki hafi fleiri
Islendingar verið þar. Á hverju
ári sækja átta þúsund manns um
skólavist og aðeins þrjú þúsund
fá að þreyta inntökupróf."
Mörg öúsund umsækjend-
ur á huerju ári
En hvað með Kolbrúnu? Fór
hún í Welsh College of Music and
Drama til að feta í fótspor Ant-
hony Hopkins?
„Nei, það réð ekki ferðinni
fyrst og fremst. Ég Ias um skól-
ann og var svo heppin að vera
tekin inn. Mörg þúsund manns
sækja um á hverju ári í Bretlandi
og aðeins örfáir fá inngöngu. Út-
lendingar eiga auk þess enn erf-
iðara um vik en heimamenn svo
það er ekkert sjálfgefið að kom-
ast að. Þar er meiri skipting milli
deilda en tíðkast í Bretton Hall
og hver deild sinnir fyrst og
fremst sínu hlutverki. Á þriðja ári
er rekið nemendaleikhús allt árið
og þá koma allir saman og vinna
hver á sínu sviði.“
Er ekki dýrt að stunda nám er-
lendis?
„Jú, það er dýrt," segir Kol-
brún. „Við fáum lán til fram-
færslu en ekki fyrir skólagjöld-
um. Það gefur augaleið að við
verðum að vinna mikið yfir sum-
arið en lánasjóðurinn hefur þá
stefnu að niiða lánin við bæði
sumartekjur og tekjur maka þeg-
ar úthlutað er. Það getur oft kom-
ið sér illa því skólagjöldin eru há
og ekki er tekið tillit til þess að
afla þarf peninga til að greiða
þau. Sérstaklega á þetta við þeg-
ar konur eru í kostnaðarsömu
námi því þær eiga yfirleitt ein-
ungis kost á lægra launuðum
störfum en makinn og fari hann
yfir ákveðið tekjumark lækkar
framfærslulánið.“
Ofbeldi og einelti túlkað í
dansi, tali og tónum
Stelpurnar höfðu þann sið þeg-
ar þær komu heim í frí að æfa og
setja upp sýningar í Dansleikhúsi
með EKKA. Sýningar voru því
yfirleitt í janúar eða á sumrin.
Nýjasta verk þeirra er Ber og hef-
ur það vakið mikla athygli og
stendur til að fara í leikferð með
það víða um Evrópu.
„Leikhúsið var stofnað árið
1996 og þá sýndum við verk í
Listaklúbbi Þjóðleikhúskjallar-
ans í janúar. Dansleikhúsið er
blanda af tónlist, leiklist og dansi
og það er allt frumsamið sem við
setjum upp,“ segir Aino Freyja.
„Við vinnum út frá einhverju
þema og fullmótuð sýning verð-
ur smátt og smátt til í gegnum
spuna. í Ber vorum við að vinna
með einelti, ofbeldi og útskúfun.
Við unnum mikla heimildavinnu
áður og skoðuðum ýmislegt sem
skrifað hefur verið um ofbeldi og
áhrif þess en einnig fórum við í
minningabanka hvers og eins,
sem að sýningunni kom, og bætt-
um þannig við persónulegri
reynslu okkar sjálfra.
Við settum upp sýningu sem
við kölluðum Ég sá ekki glottin
í Listaklúbbi Þjóðleikhúsins árið
1998 og það verk byggðum við á
ljóði eftir 13 ára stúlku sem hafði
orðið fyrir einelti. Segja má að
þetta verk hafi verið kveikjan að
Ber því við ákváðum að þróa
þetta þema betur. Við fengum í
fyrsta sinn til liðs við okkur list-
rænan stjórnanda og Árni Pétur
Guðjónsson varð fyrir valinu.
Við bættum einnig á okkur fleiri
karlmönnum og þeir Friðrik
Friðriksson leikari, Richard
Kolnby leikari, Guðmundur
Knudsen dansari og Frank Pay
tónlistarmaður bættust í hópinn.
Richard er sænskur en búsettur
hér og Frank er Belgi. Sigurður
Kaiser ljósamaður sá svo um að
lýsa sýninguna en ljósin voru eig-
inlega að mestu sviðsmyndin.
Ber var sýnt í Tjarnarbíói og
gekk mjög vel. Við urðum því
miður að hætta sýningum fyrr en
ella því aðstandendur hennar eru
búsettir út um allan heim og
margir þurftu að hverfa heim til
sín. Okkur tókst þó að koma
saman og fara á listahátíð f Lit-
háen sem er mjög virt og vinsæl.
íslenski dansflokkurinn hefur
farið tvisvar á þessa hátíð. Til
stendur svo að sýna Ber á menn-
ingarnótt hér í Reykjavík í sum-
ar og sýningin fer einnig á EXPÓ
2000, heimssýninguna í
Hannover, og verður sýnd þar á
þjóðardegi Islendinga, 30. ágúst í
sumar.“
Erfítt að vera dansari á
íslandi
Það vekur athygli að dansar-
arnir eru allir meira og minna bú-
settir erlendis. Hverju sætir það?
„Dansarar eiga erfitt uppdrátt-
ar á Islandi," segir Aino Freyja.
„Það er lítill markaður fyrir dans
hér á landi og þótt Islenski dans-
flokkurinn sé að gera stórkost-
lega hluti komast færri að þar en
vilja. Möguleikarnir eru sömu-
leiðis fjölbreyttari úti en við
erum nú að vinna að því að
breyta stöðunni hér með tilkomu
Dansleikhússins með EKKA."
Þær ættu ekki að verða verk-
efnalausar fremur en endranær,
þessar ungu, duglegu listakonur
því auk þess að fara út með sýn-
ingu sína munu þær setja upp og
hanna hreyfingar á tískusýningu
hönnunarfyrirtækisins Pell og
purpuri.
„Þar verða fötin í aðalhlut-
verki og hreyfingin hugsuð til
þess að undirstrika þau og vekja
frekari athygli á þeim,“ segir
Aino Freyja. „Við munum líka
setja upp nýja sýningu í haust á
fyrstu alvöruleiklistarhátíð sem
haldin verður hér á íslandi. Það
verk verður eitt af stærri verk-
um á þeirri hátíð. Sýningin heit-
ir Tilvist og fjallar um samskipti
fólks fyrr og nú með aðaláherslu
á þær breytingar sem hafa orðið
með tilkomu tækninnar."
Þær eru bjartsýnar og fullar af
eldmóði þessar konur, eins og
heyra má á því að þær ætla sér
ekki minna hlutverk en það að
hefja dansleikhúslist til vegs og
virðingar á íslandi. Dugnaður
þeirra er hins vegar slíkur að það
er engin ástæða til að efast um
að þeim takist það.
Vikan 17
Dansleikhú.s ineð
EKKA bendir á
þann stað í dag-
skrá listahátíðar í
Litháen þar sem
sýningin Ber er
kynnt.