Vikan - 13.06.2000, Síða 18
mýkingarefni sálarinnar
Skynfærín hafa mikil áhrif á líðan
okkar. Tónlist getur haft róandi
og slakandi áhrif að ioknum erf-
iðum degi en hún getur líka
hresst okkur við og núlið í leik-
fimi verður léttara hegar hressi-
leg lög eru spiluð undir. flugun
nema fegurð landslagsins, einnig
há tjáningu hugmynda og tilfinn-
inga sem býr í listum og fyrsti
ástarneistínn kviknar oft hegar
við lítum draumaprinsinn eða -
prinsessuna augum. Bragð af
góðum mat getur enst lengi í
minningunni og súrt, beiskt bragð
fælir okkur frá bví að smakka á
einhverjum fæðutegundum sem
okkur líka ekki. Snerting vekur
vellíðan en við kippum líka að
okkur hendinni hegar við snertum
á hvössum ósléttum brúnum. Á
bessum áhrifum skynfæranna á
sálarlífið byggir ilmkjarnaolíu-
meðferð og með henni má ná
góðum árangri.
lmkj arnaolíumeðferð
eða aromatherapy er
eldgömul aðferð til
heilsubótar og vel þekkt
grein innan grasalækninga.
Ilmkjarnaolíur eru unnar úr
blómum, trjáberki og jurtum.
Blómasafinn eða barkar-
safinn er þéttur þar til eins
konar kjarni eða „essence“
situr eftir og líknandi ilmur
plöntunnar nýtur sín til fulls.
Hver ilmkjarnaolía hefur
sinn sérstaka ilm og ákveðna
verkan. Sumar eru róandi og
slakandi meðan aðrar fríska
og örva. Ilmkjarnaolíur eru
vinsæl ástarlyf enda vel þekkt
að lyktarskynið gegnir mikil-
vægu hlutverki í kynörvun.
Meðal þeirra ilmkjarnaolía
sem verka kynörvandi er
rósaolía. Hugsanlega er það
þess vegna sem ástfangnir
karlmenn gefa elskunum sín-
um gjarnan rósir og ekki ólík-
legt að það hafi áhrif jafnlengi
og blómin standa.
Ilmkjarnaolíur eru mikið
notaðar þegar verið er að
nudda og vitað er að nudd ýtir
undir tilfinningalega og and-
lega vellíðan. Það hjálpar
einnig til að styrkja vöðvana
og dregur úr bólgum og
óþægindum, örvar blóðrás og
brýtur niður fitu. Ilmkjarna-
olíur geta aukið mjög á þessi
heilsusamlegu áhrif nuddsins,
hver á sinn hátt. Frá Nelson &
Russell má fá hreinar ilm-
kjarnaolíur sem blandaðar
eru grunnolíu og þar með má
fá bestu nuddolíu sem völ er
á. Síðan má breyta urn ilm eft-
ir líðan og örva, slaka, róa eða
draga úr vöðvaverkjum, allt
eftir því á hverju er helst þörf
í það og það skiptið.
Umkjarnaolíur eru gjarnan
notaðar í bað, út í fótabaðið
og í andlitsbað. Allt að átta
dropar af þeirri olíu sem orð-
ið hefur fyrir valinu eru látn-
ir drjúpa út í baðvatnið en í
fótabað eða andlitsbað þarf
minna, þ.e. þrjá til sex dropa.
Þegar ilmkjarnaolíu er bland-
að saman við baðvatnið er ár-
angursríkast að loka baðher-
berginu í smátíma áður en
lagst er í baðið til að leyfa ilm-
inum að stíga upp í andrúms-
loftið með vatnsgufunni. All-
ir gluggar eiga að vera lokað-
ir og ef hægt er er gott að ein-
angra ilminn enn betur með
því að draga baðhengi eða
glerhurðir fyrir baðkerið.
Andlitsbaðið hreinsar og
frískar og best er að beygja sig
yfir skál með ilmkjarnaolíu og
setja handklæði yfir höfuðið
til að einangra ilminn. Njótið
ilmsins í nokkrar mínútur og
leyfið olíunum að smjúga inn
í húðina og hreinsa hana.
Skolið síðan andlitið með
köldu vatni. Fótabað með
ilmkjarnaolíum getur dregið
úr ýmsum fótameinum eins
og sveppum og hjálpað til við
að halda siggmyndun í skefj-
um. En ilmkjarnaolíur eru
ekki síður áhrifaríkar til að
draga úr bólgum í þreyttum
fótum.
Ilmolíubrennara er gott að
nota til að njóta heilsubæt-
andi áhrifa ilmkjarnaolíunn-
ar. Skál er lögð á grind og hit-
að undir hana með litlu kerti.
Ilmkjarnaolíu er blandað
saman við vatn og hellt í skál-
ina. Ilmurinn stígur upp þeg-
ar skálin hitnar og sá sem
ilmolíumeðferðarinnar nýt-
ur andar að sér gufunum í
18
Vikan
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r