Vikan


Vikan - 13.06.2000, Side 38

Vikan - 13.06.2000, Side 38
fallegt kaldrifiað og gráougt morðkvendi Ruth Brown uar giæsileg ung stúlka. Hún hafði fal- legt andlít en hað var að- allega vöxturinn sem vakti athygii karimanna. Ruth hafði svipaðan vöxt og Marilyn Monroe uakti aðdáun fyrir síðar, en á öðrum og Uriðja áratug tuttugustu aldar féll vaxt- arlag Ruthar ekki alueg að ströngustu kröfum tísk- ~ unnar, hví há áttu konur ‘■S að vera grannar og co i drengjalegar í vexti. - Mannlegt eðli er hó alltaf | samt uið sig og Ruth fann aldrei fyrir öðru en aðdá- Œ. z un allra heirra karlmanna co ~ sem komust í námunda X " viðhana. Rulh starfaði sem móttöku- og síma- stúlkahjáTiffany’s Studio í New York. Dag nokkurn átti leið þangað ungur maður sem heillaðist svo af henni að daður hans truflaði hana. Hún sló því óvart inn rangt númer á sím- anum þegar hún var að hringja í yfirmann sinn og fékk samband við Albert Snyder, ritstjóra Boating News. Albert var skapbráð- ur og þessi óvænta truflun fór í taugarnar á honum. Hann hreytti því í Ruth að ef hún væri ekki starfi sínu vaxin væri kannski betra að einhver annar gegndi því. Ruth hló að honum og svaraði því til að allir gerðu einhvern tíma mis- tök og hugsanlega ætti það jafnvel eftir að henda Snyder sjálfan. Rödd Ruthar var dimm og hljómfalleg og eitthvað við það hvernig hún svaraði fyr- ir sig heillaði Albert svo að hann hringdi í hana og bauð henni út. Ruth var treg til að þiggja boðið en féllst loks á að fara með honum. Þetta var upphafið að eldheitu ástar- sambandi sem endaði með hjónabandi. Þau Ruth og Al- bert voru hins vegar ekki eins og pörin í ástarsögunum sem lifðu hamingjusöm til ævi- loka. Fljótlega kom í ljós að þau voru afskaplega ólík. í fyrsta lagi var þrett- án ára aldursmunur á þeim. Ruth var nítján ára en Albert þrjátíu og tveggja. í öðru lagi var Ruth opinská og glaðlynd. Hún hafði gaman af að skemmta sér og vildi helst fara út á hverju kvöldi. Albert var hins vegar ró- lyndur að eðlisfari og heimakær. Hann þvældist um skemmtistaði New York borgar með ungu stúlkunni því hann var ástfanginn upp fyrir haus og vildi allt til vinna að missa hana ekki. Brúðguminn breyttist eftir brúðkaupið Eftir að þau giftu sig 24. júní 1915 virðist Albert hafa talið sig öruggan í sessi því hann hætti að stunda skemmtanalífið og tók að halda sig heima. Ruth var ekki á því að breyta sínum lífsháttum til samræmis við hans og hélt uppteknum hætti. Arið 1917 eignuðust Snyder hjónin dóttur og um svipað leyti flutti móðir Ruth- ar til þeirra. Þetta hentaði ungu konunni ágætlega þar sem móðir hennar leit eftir barninu og hún gat skemmt sér áhyggjulaust. Snyder hjónin bjuggu í Queens Village á Long Island og Ruth skemmti sér með klíku ungra kvenna úr ná- grenninu. Vinkonur hennar voru jafn skemmtanafíknar og hún en munurinn fólst í því að eiginmenn þeirra höfðu svipuð áhugamál og þær og fylgdu þeim þess vegna. Kvöld nokkurt fór Ruth út að borða með parinu Karin Kaufmann og Harry Folsom. Harry mætti með vin sinn með sér og kynnti hann fyrir Ruth. Vinurinn, Judd Gray, var grannur og væskilslegur maður með stór, dökk gler- augu og feimnislega fram- komu. Ruth laðaðist strax að honum, enda virðist hún hafa dregist að veiklunduðum mönnum sem hún gat stjórn- að. Eiginmaður hennar var svipuð persóna og Gray þótt hann virðist hafa verið ögn viljasterkari. Skömmu síðar fór Ruth í sumarfrí með eiginmanni sín- um og dóttur. Þau hjónin rifust stanslaust allan tímann og það endaði með því að Ruth hélt með barnið aftur til New York og skildi Albert eftir. Sama dag og hún kom aftur hringdi Judd í hana og bauð henni út. Hún fór og það kvöld hófst ástarsamband þeirra. Judd seldi kvenundir- föt og hann bauð henni, að áeggjan Harry Folsoms, að gefa henni lífstykki. Ruth þáði það, þótt hún vissi að líf- stykki að gjöf var í raun bara rósamál sölumannanna og að til þess var ætlast að gjöfin væri endurgoldin á þann hátt sem konum einum er lagið. Judd fór með hana í vöru- skemmu Bien Jolie Corset fyrirtækisins og þar bjó Ruth sig undir að máta lífstykki. Tilhugsunin um að hún þyrfti að afklæðast til að máta líf- stykkið var nóg til að Judd titraði og skalf af spenningi. Hann vísaði Ruth inn f sýn- ingarherbergi og hélt síðan af stað til að sækja handa henni úrval lífstykkja til mátunar. Þegar hann kom til baka stóð Ruth allsnakin á gólfinu. Honum varð svo um að hann missti byrði sína á gólfið en Ruth hló og faðmaði hann. Hún tók loðkápur af slá og lagði á gólfið og leiddi síðan Judd sinn líkt og lamb til slátr- unar að þessum fyrsta ástar- beði þeirra. Segja má að þessi fyrsti fundur hafi verið lýsandi fyrir samband þeirra upp frá því, enda Ruth við stjórnvölinn. Lagði stöðugt á ráðin um morð Hún hafði aldrei leynt Judd því að hjónaband hennar væri óhamingjusamt. Hún sagði 38 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.