Vikan


Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 48

Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 48
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r Myndir: Sigurjón Ragnar Ólína Gelrsdóttír. eigandí myndlislar- og föndurvöru- búðarinnar Ó-línu, hefur alitaf haft mikinn áhuga á listsköpun. Hún er leikskóla- kennari að mennt og meðan hún starfaði á leikskólum lagði hún míkla áherslu á að hvetia börnin til sköpunar og örva bau. Áhugí hennar gekk svo langt að hún fór í framhaldsnám í Levande Verkstad í Svíbióð gagngert í heim tilgangi að geta bætt víð hekkingu sína og hug- myndir á listasviðinu. Levande Verkstad er skóli sem ætlaður er heim sem vinna með listsköpun í starfi sínu og Ólína byr enn að heírri hekkingu sem hún fékk bar bótt hún nýtist henni á annan hátt nú en áður. Hún hefur einnig kennt ótal mörgum að föndra og vínna listræna vinnu á ðtal námskeiðum. Ólína leggur mikla áherslu á að hver og einn vírki eigið ímyndarafl fremur en að kaupa tilbúið og setja saman. „Ég er í því að hvetja fólk til að nota eigið hugmyndaflug. Ég sinni skólunum og leik- skólunum mjög mikið og þeir kaupa ekki tilbúna hluti. IO- línu er að finna allt sem þarf til að örva ímyndunaraflið og skapa fallega hluti. En hvern- ig fær fólk hugmyndir? Með því að skoða lífið, tilveruna, náttúruna og með því að tala saman. Ég vil örva sjálfstæða hugsun á öllum sviðum. Menn eiga bara að setjast nið- ur og byrja að leika sér. Leið- in að listinni er í gegnum leik. Skapalón og tilbúið fönd- ur eru skemmtileg og gefa þeim sem vinna með þau mik- ið en ekkert jafnast á við það að draga upp eigin mynd af því sem er allt í kringum okk- ur. Við þurfum ekki að kaupa tilbúin mót. Auðvitað er þetta líka spurning um sjálfs- traust en ég vil minna á að það er ekki nauðsynlegt til að hlutur verði fallegur að vera með þráðbeinar línur og allt með ljósmyndaraunsæi." Hugmyndabanki ekki síð- ur en verslun Ólína kenndi lengi við Fósturskólann og hefur í mörg ár haldið námskeið þar sem hún kennir handbrúðu- og Waldorfbrúðugerð hjá Námsflokkunum. Þessi nám- skeið hafa verið mjög vinsæl og hún hyggst nú bjóða upp á námskeið í tauþrykki í versl- un sinni og fleiri námskeið eru í undirbúningi, til að mynda eitt í málningu leir- potta og hvernig gefa eigi þeim gamaldags áferð. „Ég vinn mikið með starfs- fólki leikskóla og hvet það til að nota alltaf eigið ímyndun- arafl. Það gleður mig að fólk- ið er alltaf jafnánægt með ár- angurinn. Þegar brúður eru gerðar er svo gaman að sjá hvað sprettur úr höndunum á manni. Ég vil kalla slík vinnubrögð sköpun en ekki öpun. Á tauþrykksnámskeið- unum kenni ég fólki einfalt tauþrykk sem bæði börn og fullorðnir geta unnið saman. Fólk lærir grunnaðferðina og svo er allt eftir það einungis spurning um æfingu. Hingað til hefur verið lítið um að al- menningur geti lært tauþrykk sem er synd því þetta er skemmtileg vinna sem hæfir bæði börnum og fullorðnum. Ég er vön að teikna mynstur á pappír, klippa það síðan út og leggja á tauþrykksramann, þá er liturinn borin á og síð- an sker ég litinn í gegnum hann. Þessi aðferð var áður kölluð silkiþrykk því silki var strengt á rammann en nú er það oftast nælon.“ I verslun sinni selur Ólína allt sem þarf til að þrykkja á tau svo og tól til pappírsgerð- ar. Uppskrift að endurunnum pappír er fáanleg ásamt leið- beiningum og í versluninni liggja frammi bækur og blöð sem hægt er að fletta til að fá hugmyndir. Þar má einnig sjá hluti sem hún hefur gert sjálf og Ólína er alveg tilbúin að deila með öðrum aðferðun- um sem hún notar til að ná nákvæmlega þessum blæ- brigðum. „Ég hef gaman af að ráð- leggja viðskiptavinum mínum og ég hef farið með marga til- búna hluti á handverkssýn- ingar þar sem þeir hafa vak- ið mikla athygli. í föndri eru tískusveiflur eins og á öðrum sviðum en ég tel mig ekki elta neina ákveðna tísku heldur veita þjónustu sem alltaf er þörf fyrir. I surnar flytur versl- unin á Skólavörðustíg og þá ætla ég að auka við vöruúr- valið og bjóða meira af vörum sem henta gangandi umferð." Vandaðir lítir frá gömlu fyrirtæki Litirnir sem Ólína selur eru frá franska stórfyrirtækinu Le France & Boubourgeois en það er eitt elsta framleiðslu- fyrirtæki myndlistarvara í heiminum, stofnað árið 1720. Ó-lína selur skólalínu þeirra sem heitir Color & Co en þeir litir eru eiturefnalausir og henta því börnum vel. Þekju- litirnir frá þeim hafa verið verðlaunaðir fyrir gæði en akríllitirnir eru einstaklega góðir því með þeim má mála á nánast hvaða yfirborð sem er. Þá má nota á gler, leir, trölladeig, tré, tau og pappír.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.