Vikan


Vikan - 13.06.2000, Síða 52

Vikan - 13.06.2000, Síða 52
Texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir. Lítil skref í átt að takmarkinu Góð heilsa er guiii betri en sennilega kunna margir ekki að meta hana fyrr en eitthuað bjátar á. Það er betra að huga uel að heilsunní á meðan hún er enn í góðu lagi. Lykillinn að góðri heilsu felst m.a. í breyttu mataræði til hins betra og bar með er stefnt að heilbrigðara lífi. Míkíluægt er bó að fara hægt af stað og koma sér upp ein- huers konar langtímaáætlun. Matardagbók Fyrsta skrefið til bætts mataræðis felst í því að halda svokallaða matardagbók. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvað maður lætur ofan í sig dags daglega áður en hafist er handa. Skynsam- legast er að skrifa niður dag hvern hvenær, hvað og hversu mikið er borðað. Einnig er ágætt að koma sér upp einhvers konar hungurmæli- kvarða og skrifa niður hversu svangur mað- ur er í hvert skipti. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvenær mest er borðað. Er það e.t.v. þeg- ar þú ert undir miklu álagi, ert langt niðri eða þarfnast hugg- unar? Eða ert þú ein(n) af þeim sem maular heilan kart- öfluflögupoka fyrir framan sjónvarpið? Hægfara breytingar Með því að halda mat- ardagbók kemur fólk sennilega auga á ýmsa ósiði sem það heí'ur, s.s. of fituríkt fæði, of mik- ið af gosi, sælgæti o.s.frv. Þá er kannski freistandi að gera róttækar breytingar strengja þess heit borða bara ur og baunir. En rót- tækar breytingar eru ekki alltaf af hinu góða og geta verið mjög óraunhæfar. Ef fólk fylgir mjög strangri mataráætlun er líklegt að það skapi með sér svo- kallað „allt eða ekkert“-viðhorf. „Allt eða ekkert“-viðhorfið felur í sér að ef þú fellur í freistni og færð þér einn kökubita þá sé áætlunin hvort eð er farin til fjandans og þá sé alveg eins gott að borða bara alla kök- una. Enginn er fullkominn Það er því mikilvægt að stefna að framförum en ekki fullkomnun. Það er að segja að bæta mataræðið en ekki endilega gera það fullkomið. Gott er að reyna að venja sig af einum eða tveimur ósiðum á viku. Minnka t.d. sætindaát og borða færri skyndibita. Það hljómar e.t.v. líka skyn- samlega að fækka verulega hitaeiningunum sem neytt er á dag en það getur haft öfug áhrif. Ef fólk borðar of fáar hitaeiningar reynir líkaminn að nýta þær sem best og hæg- ir á efnaskiptunum. Fyrir flesta eru tólf hundruð hita- einingar á dag algert lágmark. anstaðið af léttjógúrt og grófri brauðsneið með tómöt- um og gúrkum. Hins vegar vitum við flest að matur er mannsins megin og lífið er fullt af alls kyns veisluhöldum þar sem fólk Ekki sleppa úr máltíð og borðið oftar og minna í einu en áður. Ef ykkur langar í snakk á milli mála skulið þið láta það eftir ykkur. Snakkið verður hins vegar að vera hollt, t.d. poppkorn, gulræt- ur eða vínber. gefur í amstri hversdags- ins freistast margir til að sleppa morgun- verðinum. Það er afar óskynsamlegt fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar. Morgunverður getur nefnilega komið jafnvægi á matarlystina og komið í veg fyrir ofát seinna um daginn. Skynsamlegt er að borða u.þ.b. einn fjórða af allri þeirri fæðu sem þú neytir yfir dag- inn í morgunmat. Hollur morgunverður getur t.d. sam- 52 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.